Sitt lítið og smávegis…

…verð að sýna ykkur pínu smá.

Ég datt nefnilega í Litlu Garðbúðina núna fyrir helgi, og það er alltaf svo mikið fallegt hjá þeim.  Meðal annarra hluta þá varð þessi bakki á vegi mínum, ohhhh hann er svo dásamlega fallegur og svo mikið í mínum lit 🙂

2013-10-28-105334

…og það sem meira er, þá fékk ég líka þessa dásemdar Saft-flösku…

2013-10-28-105411

…sérlega falleg að mínu mat, og með svona krúttaralegu glösum (Ikea) þá kemur þetta fallega út…

2013-10-28-105419

…en hvað haldið þið?

Haldið ekki bara að þau hafi fengið þessar líka dásemdar jóla/vetrarservéttur í “mínum” lit…

2013-10-28-105526

…mér finnst þessar æðislegar og hlakka til að nota þær ♥

2013-10-28-105530

Ég meina það, þetta er bara dásemd!

2013-10-28-105641

2013-10-28-105657

…þetta var reyndar svo fallegt, að ég fékk mér snyrtibuddu í stíl 🙂

2013-10-28-105714

…ég held meira að segja að þetta hafi allt verið líka til í tveimur bleikum tónum, en ég dregst alltaf að “mínum” lit…

2013-10-28-105716

…yfir í aðrar og jafnvel enn gleðilegri fréttir!

ITS ALIVE!!!

Krukkan mín góða brotnaði og skemmdist, mér til mikillar sorgar og mæðu 🙁

Ég fór þá í leiðangur í Blómaval, vopnuð engu öðru en lokinu og viti menn.  Þar sem að ég keypti þetta í Blómaval á sínum tíma, þá fannst þar í glervösunum ein krukka sem að lokið hafði brotnað af á sínum tíma.

Þannig að hipp hipp húrra, kraftaverkin gerast enn ♥

2013-10-28-105725

…sameinaðar á ný!

2013-10-28-105730

…þessi litli montrass fékk nýja lopapeysu, sem að amma hans prjónaði á hann…

2013-10-26-153242

…hann var svo yfir sig ánægður með hana að hann neitaði að fara út henni allann daginn.  Fór rétt úr henni til þess að borða kvöldmat, og aftur þegar að hann borðaði ís, annars var það bara lopinn alla leið 🙂

2013-10-26-153317

…rétt náði líka að smella smá haustmyndum af þeim systkinunum…

2013-10-26-154615

…alveg á tæpasta vaði, áður en öll laufin féllu af trjánum…

2013-10-26-154749_2

…gærkveldinu eyddi ég síðan í smá föndur, vill einhver sjá meira?

2013-10-28-110443

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Sitt lítið og smávegis…

 1. Dóra
  28.10.2013 at 11:59

  jahá langar að sjá hvað þú varst að föndra kona góð 😉

 2. Anna Sigga
  28.10.2013 at 12:00

  Æði bláa dótið og….heppna grís að fá krukkuna 😉

  Sonurinn þinn flottur í peysunni…..minn átti 2 svona peysur eina græna og aðra bláa 🙂 þessar ömmur eru algjörar elskur 🙂

  Hlakka til að sjá föndrið…..

 3. Anna
  28.10.2013 at 12:05

  Æðisleg Saft flaska !
  og gott að sjá að þú ert búin að fá nýja krukku 😉

 4. 28.10.2013 at 12:06

  alltaf gaman að sjá föndur 🙂 þvílík heppni að finna krukku 😀

 5. sigga
  28.10.2013 at 12:20

  já alveg endilega, þetta lookar verulega spennandi:)

 6. Ásta Marý
  28.10.2013 at 12:21

  En flott hjá þér!! Veistu nokkuð hvort sé ennþá hægt að fá þessar krukkar í Blómavali? 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   28.10.2013 at 12:27

   Nei, því miður! Í það minnsta ekki með loki 🙁

 7. Margrét Helga
  28.10.2013 at 12:23

  Til hamingju með að hafa fundið nýja krukku! Geggjaður bakkinn og allt sem á honum er 🙂

  Hlakka til að sjá föndrið á morgun!! 🙂

 8. Svanhildur
  28.10.2013 at 12:53

  Vá, þessi krukka er greinilega ætluð þér 😉 Fallegur liturinn “þinn” 🙂

 9. Kristjana
  28.10.2013 at 15:10

  Litla Garðbúðin er bara flottust!!
  Það er ekki bara fallegt dótið þar, andrúmsloftið er dásemd og eigendurnir algjörar perlur:) þar finnst manni maður alltaf velkominn 🙂

  kv
  K

 10. Ása
  28.10.2013 at 16:37

  Flott allt saman…. Hlakka til að sjá föndur…
  kv

 11. Díana
  28.10.2013 at 23:01

  heppin með krukku.. ég á eins krukku og lokið brotnaði, ég fór í búðina, borð fyrir 2 og æjj þær voru ekkert voðalega viljugar að hjálpa mér með að fá nýtt lok, þannig að krukkan mín ónýt 🙁

 12. Sunna
  04.11.2013 at 12:35

  Keypti mér einmitt svona flösku um daginn í Byko, hún var ekki með neinni áletrun á

Leave a Reply

Your email address will not be published.