Skreytiteip…

…eru skemmtileg!

Munið eftir þegar að ég sýndi ykkur þessi hérna frá Söstrene Greenes, og þessi hér frá Ikea

2013-10-03-084433

…jæja, ég ákvað að gera eitthvað skemmtilegt með þessi fallegu teip frá Söstrene.

Eins og t.d. þetta sem er eins og málband (sem er alveg uppáhalds)…

2013-10-21-143038

…mér finnst þetta gera svoldið mikið fyrir Ribba-hilluna og gera hana aðeins meira svona spes…

2013-10-21-143055

…ótrúlega einfalt og auðvelt að breyta…

2013-10-21-143101

…og ég gætti þess að láta teipið ná fyrir endann á hillunni svona til þess að það losni síður…

2013-10-21-143122

…inni í herberginu hjá dömunni er þessi Bekvam-kryddhilla úr Ikea, sem á sínum tíma var spreyjuð hvít og ég límdi þetta bláa blúnduteip á hana, en núna þá bætti ég við þessu hvíta með gylltu stjörnunum…

2013-10-21-143342

…svo ótrúlega fallegt og mér finnst svo gaman að blanda smá gulli inn í herbergið hennar…

2013-10-21-143340

…ekki bara kjút?

2013-10-21-143348

…þetta er líka svo frábær breyting sem að kostar vel undir 300 kr hvert límband…

2013-10-21-143400

…og sjáið bara stóru hilluna?

2013-10-21-143439

…auðvelt að setja á, auðvelt að taka af og gefur mikinn svip – sérstaklega í herbergjum sem er mikið af hvítum húsgögnum…

2013-10-21-143443

…notaði tvær mismunandi týpur af límbandi á hilluna…

2013-10-21-143453

…og skellti svo einni rönd á spegilinn 🙂

2013-10-21-143507

…einfaldar lausnir eru oft svo skemmtilegar (eins og þessi hjá YHL – snilld!)

Hafið þið verið að skreyta skemmtilega með svona Washi-teipi, ef svo er þá megið þið endilega deila inni á Facebook eða senda mér myndir á soffiadogg@yahoo.com og ég skal deila með ykkur hinum!

2013-10-21-143512

Eigið yndislegan dag 

10 comments for “Skreytiteip…

  1. Svanhildur
    21.10.2013 at 15:10

    Vá, en sniðugt !! Aldrei myndi mér detta svona í hug 🙂

  2. Guðrún H
    21.10.2013 at 15:11

    Þetta er sniðugt og skreytir mikið, ég var einmitt að dunda mér við að setja svona bleikt límband úr Söstrene á glerflöskur undan Starbucks kaffi, flöskurnar á að nota undir perlur í barnaherbergi 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  3. Bogga
    21.10.2013 at 17:53

    🙂 Bara skemmtilegt!

  4. 21.10.2013 at 21:04

    Mér finnst mynsturlímbönd ÆÐISLEG, og er með hálfgert æði fyrir þeim! Kemur skemmtilega út að lífga upp á hillurnar með límböndunum 🙂

  5. María
    21.10.2013 at 21:35

    Sniðug. Uppáhaldið mitt er hillan með málbandslímbandinu.

  6. Ása
    22.10.2013 at 08:13

    Bara snild….

  7. Hanna Dóra
    29.10.2013 at 22:44

    Hæ hæ, frábær síða…má ég spyrja hvar þú fékkst lampaseríuna með skermunum sem hangir á speglinum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.03.2014 at 00:25

      Tiger 🙂

  8. Hrafndís
    29.11.2013 at 11:54

    Æðislega sniðugt !
    Gott að hafa bloggið hjá þér til aðstoðar, er með 2 barnaherbergi og annað er fyrir systur sem eru 5 og 7 ára og ég er alveg hugmyndalaus með hvað ég á að gera fyrir þær 🙂

    Svo takk fyrir gott blogg og góðar hugmyndir !

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.12.2013 at 01:34

      Gott að þetta hjálpar 🙂

Leave a Reply to Bogga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *