Allt er þá þrennt er…

…eða það segja þeir!  Þannig að við erum enn að hangsa í eldhúsinu mínu, sorry guys.

…ég tók bakkann minn góða og hækkaði hann um eina hæð, mín er alltaf á uppleið.  Síðan eins og sést, eru litlir sveppir og hreindýr farin að lauma sér inn í dekorinn…

2013-10-14-204131

…þessi hreindýr eru náttúrulega alltaf jafn falleg og mér finnst ekkert leiðinlegt að stilla þeim upp 😉

2013-10-14-204136

…svo eins og þið sjáið þá er enn smá bling framan á bakkanum, litlir svona límdemantar…

2013-10-14-204144

…sveppirnir finnst mér vera einstaklega fallegir með smá svona upphleyptum hatti…

2013-10-14-204149

…og svona er eldhúsið þegar að séð er yfir eyjuna…

2013-10-14-235106

Ég sýndi ykkur hurðina okkar Pauls á miðvikudag, en það er skemmst frá því að segja að þetta var tilraun 2.  Ég var alltaf ákveðin í dýramyndnum, en mér fannst eins og blekið væri að klárast í prentaranum, þannig að ég prentaði út tvær stóru myndirnar og ákvað að prufa að setja bara litlar myndir úr svona scrapppappírs-örk sem að ég átti (6″x6″).  Best að leyfa ykkur að sjá það líka 🙂

2013-10-15-125310

…sem sé sömu myndirnar í miðjunni en svona “script”pappír í þeim efri og neðri…

2013-10-15-125327

…hérna sést betur hvernig hurðin er í nærmynd, svona eftir að ég fór yfir með sandpappír…

2013-10-15-125335

…script-pappírinn var mjög fallegur, en bara svo gulur miðað við útprentuðu myndirnar, en það þýðir líka bara að það verður gaman að leika sér að því að skipta um myndir í þessu eftir árstíma…

2013-10-15-125342

 …það sést best hérna held ég – hversu gulur skrapppappírinn var miðað við miðjuna…

2013-10-14-235142

…glerkrukkurnar mínar góðu standa alltaf fyrir sínu, en þær voru keyptar í Blómavali 2009 – hef ekki séð þær þar síðan, því miður…

2013-10-15-125504

…svo er náttúrulega stóra hurðin mín, þarna við vegginn (sjá hér) og það er spurning hvort að eitthvað fái að prýða þær rúður þegar fram líða stundir…

2013-10-15-125507

…spegillinn sem þið sjáið á veggnum er reyndar úr hinni stóru fínu design búð, Lez Gutoz de Hirdoz, og hann var svona gulur furuspegill, sem af einhverjum undurfurðulegum ástæðu finn ég ekki mynd af honum áður…

2013-10-15-141543

…ég málaði hann fyrst gráan, og fór síðan yfir með hvítri kalkmálningu, síðan var það gamli góði sandpappírinn…

2013-10-15-141548

…reyndar eins og þið sjáið þá klúðraði frúin aðeins málunum og pússaði spegilinn af svo miklum móð fyrir málningu að hann rispaðist, en svona er þetta – maður lifir og lærir…

2013-10-15-141552

…stjakarnir eru bara samansafn héðan og þaðan…

2013-10-15-141601

…áfram er ég með snæri undir glerkúplum, það er greinilega eitthvað þema hjá mér…

2013-10-15-141609

…undir borðinu standa þessar tvær síðan, og geyma venjulega kerti…

2013-10-15-141624

…og þannig er það þá.  Krukkurnar eru á eyjunni sem er þægilegt þegar krílin eru að fá morgunmatinn sinn, og svo líka af þær eru svona glærar og gegnsæjar.  Spegillinn og hurðin hans Paul eiga ágætlega saman og fá í það minnsta í bili að vera bestu vinir…

2013-10-15-153549

…og þegar horft er yfir allt eldhúsið, þá finnst mér hlerarnir í glugganum tengjast hurðinni á borðinu og þannig fá smá heildarsvip, en það er bara ég 🙂

2013-10-15-153625

…þá hætti ég að pína ykkur í eldhúsinu, og er að spá í að fara að vetrarskreyta smá í næstu viku, þið vitið – ekki alveg jól, en samt svona í vetrarfjölskyldunni, mjög náskylt jólafamelíunni – hvað segið þið um það?

2013-10-15-153707

 

…eruð þið ekki algerlega sammála mér um að ég hafi gert rétt í að skipta og hafa prentaðar myndir allsstaðar?

15.10

…í það minnsta er ég sátt!  Ég vil líka nota tækifærið til þess að þakka ykkur fyrir frábærlega skemmtilega viku, svo gaman að fá svona mikið “feedback”  frá ykkur, það gerir þetta svo mikið skemmtilegra og hvetur mig svo sannarlega til dáða!

Takk fyrir að lesa, velkomnir nýjir lesendur (allskonar endur velkomnar) og eigið yndislega helgi og njótið þess að vera til ♥

2013-10-15-153719

♥ knúzar ♥

18 comments for “Allt er þá þrennt er…

  1. Hanna
    18.10.2013 at 08:51

    Flott hjá þér! Einmitt lauma inn vetrar þema og síðan smá jó.. án þess að sjokkera okkar viðkvæmu sálir og nægilega tímanlega til að við náum að vera í stílnum tímanlega 😉 Þú ert alveg með þetta í þér! Enn og aftur takk kærlega 🙂
    Kv. Hanna

  2. Svandís J
    18.10.2013 at 08:59

    ljósritunarpappírinn er alveg málið… er honestly frá og með núna að leita mér að hurð í copy paste verkefni 😉 😉
    Góða helgi snillingur!

  3. Margrét Helga
    18.10.2013 at 09:10

    Sammála að prentuðu myndirnar koma betur út en scrap-pappírinn! Alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggið þitt…hlakka til að sjá jó…nei, ég meina vetrarskreytingarnar hjá þér! Og svo auðvitað jólaskreytingarnar líka 🙂

  4. Kristín Sigurg.
    18.10.2013 at 09:52

    Þetta er algjör snilld með þessar hurðir. Og hlerarnir líka!
    Sé fyrir mér að öll hús fyllist af gömlum skápahurðum með myndum bak við glerið. 🙂

  5. Ólöf Edda
    18.10.2013 at 09:56

    Ohhhh…unaðslega fallegt hjá þér eins og alltaf
    en hvar færðu þennan 3ja hæða bakka ?

  6. Berglind Magnúsdóttir
    18.10.2013 at 09:58

    Er bara dáleidd, allt sem þú gerir er bara dásemd… hlakka til að sjá vetrarskreytingar hjá þér ! 😀 knús í kot

  7. Lilja
    18.10.2013 at 10:10

    Algjörlega sammála að prentuðu myndirnar eru málið og já TAKK fyrir að setja þær inn á síðuna, ég googlaði og googlaði og fann ekkert í líkingu við þessar gordjöss myndir og var endalaust glöð þegar ég sá að þú settir þær inn!
    Hlakka til að sjá vetrarskreytingarnar, verð að viðurkenna að ég kann bara haust og svo jól þannig að ég bíð mjög spennt!

  8. Anna Sigga
    18.10.2013 at 10:10

    Mega flott 🙂 er komin á breytingaskeiðið lika…þeas breyta heimilinu aðeins…..kíkki til þín og se hvað þú ert búín að gera. Langar að gera svo margt kemst bara ekki yfir það með aðeins tvær hendur 🙁 en þetta kemur smátt og smátt …….
    Bíð spennt eftir hvítu/jolaskreytingum 😉

    Kv AS

  9. María
    18.10.2013 at 10:56

    Mikið er þetta allt fínt og skemmtilegt. Hurðin kemur betur út með eins pappír í öllum hurðum.
    Mér finnst reyndar bakkinn fallegri þegar hann er tveggja hæða, mér finnst eins og það sé eitthvað svo þröngt á miðhæðinni.

    En þetta er samt allt rosa flott hjá þér og það verður gaman að sjá vetrarskrautið.

  10. Sigga Maja
    18.10.2013 at 13:55

    Svona hurð er næsta verkefni hjá mér. Alveg á hreinu og já prentuðu myndirnar eru málið. Búin að fara inn á síðuna sem þú bentir á með vetrarmyndunum og VÁ..vá… Vááááá

  11. Anna Sigga
    18.10.2013 at 18:38

    Hæ hæ emh úr hverju eru hreindýrin þín sem þú ert með í bakkanum…þessi hvítu? Það eru mjög svipuð í pier nuna nema hvað svört og svo létt ….meina finnst þau ekki nógu efnismikil fyrir minn smekk 🙂 en það er kannski bara della í mér hehehe

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:44

      Anna Sigga, þetta eru House Doctor hreindýrin. Fást víða fyrir jólin, t.d. í Tekk og Púkó&Smart. Ég á líka þessi eins og fást í Pier og þau eru líka mjög falleg ( http://www.skreytumhus.is/?p=2524 )

  12. Guðrún Þorsteinsdóttir
    18.10.2013 at 19:27

    Hæ hæ,
    smá forvitni hvað heitir þessi fallegi litur sem er á veggjunum hjá þér og hvar fékkstu hann 🙂
    Elska síðuna þína 🙂

  13. Soffia - Skreytum Hús...
    18.10.2013 at 19:46

    Sæl Guðrún 🙂

    Liturinn er SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu.

    Liturinn er grábrúnn, fer svoldið eftir því hvað er sett með honum og hvernig birtan er.

    Takk fyrir hrósið!

    • Dóra
      19.10.2013 at 11:50

      Þetta er bara allt svo dásamleget hjá þér,get bara ekkert annað sagt !

      Takk fyrir mig, hlakka til að sjá smá vetrarfíling hjá þér 😉

  14. Svanhildur
    21.10.2013 at 14:24

    Mér finnst hreindýrin alveg æðisleg, fékkstu þau hvít eða málaðiru þau? Mér finnst svolítið fyndið hvað ég horfi öðruvísi augum á nytjamarkaði núna eftir að ég hef verið að fylgjast með þér. Áður fyrr sá ég ljótar styttur (illa farnar og ljótir litir) og bara gleymdi þeim en núna sé ég allskonar styttur og fer að ímynda mér hvernig væri flott að mála þær hvítar eða hvernig sem er.
    Annars finnst mér eldhúsið þitt alveg rosalega fallegt 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.10.2013 at 14:40

      Hæ Svanhildur 🙂

      Hreindýrin voru hvít, þau fengust í Tekk og á fleiri stöðum sem að selja House Doctor vörurnar. Svo finnst mér endalaust gaman að heyra að þú sjáir hluti öðruvísi núna, bara skemmtilegt!

      Takk fyrir hrósið!

  15. Bryndís
    21.10.2013 at 20:29

    Þetta er ótrúlega fallegt hjá þér ! En hvar færðu 3 hæða bakkann ?

Leave a Reply to Berglind Magnúsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *