Ballard Design…

…er síða sem að ég er nýbúin að uppgvöta.

Ballard Design heimasíðan

Þarna er vefverslun sem er stútfull af gordjöss vörum, og svo er líka bæklingar sem er aðvelt að fá innblástur frá.

Hér er sá nýjasti, núna í október og er farið að hugsa til jólanna, og þið verðið bara að láta ykkur hafa það með mér í þetta sinn 😉

Fullscreen capture 13.10.2013 005918

…fallegt að sjá vegginn þarna, með alls konar speglum og þessari stóru klukku…

Fullscreen capture 13.10.2013 005938

…mér finnst þessi skápur sérlega dásamlegur, grár að utanverðu og hvítur að innan.  Síðan er ég sérlega skotin í þessum stólum…

Fullscreen capture 13.10.2013 005957

…stóra ljósið er sérlega flott, kransarnir í glugganum heilla mig alltaf, og svona líka kátir stólar með…

Fullscreen capture 13.10.2013 010104

…ég væri nú til í þennan fallega legubekk/stól  – ó já…

Fullscreen capture 13.10.2013 010116

…”industrial”-hillurnar þarna á bakvið, stóra ljósið og kransarnir aftan á stólunum…

Fullscreen capture 13.10.2013 010140

…ohhh þessi arinn er sér kapituli, en spegillinn – hann lætur mig ískra pínu lítið inni í mér…

Fullscreen capture 13.10.2013 010147

…vissuð þið að ég er með jólatrjá-blæti, fæ ekki nóg af fallegum litlum jólatrjám til þess að stilla upp…

Fullscreen capture 13.10.2013 010230

…nei sko, fleiri en ég sem að stilla upp með lurkum inni í arninum (sjá hér)…

Fullscreen capture 13.10.2013 010238

…oh svo fallegt…

Fullscreen capture 13.10.2013 010355

…svona langar mig í fyrir hvuttana, bæði snagana fyrir ólar og tauma, og þessi geggjaði “dótapoki”…

Fullscreen capture 13.10.2013 010420

…svo flott að sjá hvernig rauði liturinn er notaður í þessu herbergi, hann er svo fallega rauður og svo passlega mikið af honum…

Fullscreen capture 13.10.2013 010439

…ef ég ætti þetta herbergi þá væri nú hægt að pakka inn 🙂

Fullscreen capture 13.10.2013 010500

..til að skoða fleiri bæklinga smellið hér!

4 comments for “Ballard Design…

  1. Vala Sig
    14.10.2013 at 08:27

    Dásemd,vissi ekki af þessari síðu takk 🙂

  2. Dóra
    14.10.2013 at 09:07

    Rosalega fallegt, það er líka korter í jól 🙂

  3. Margrét Helga
    14.10.2013 at 09:40

    Það er sko ekkert of snemmt að sýna jólaskraut 😉 Mér fannst það bara of lítið áberandi 😉

  4. Anna Sigga
    14.10.2013 at 10:58

    Ohh þetta eru geggjað 🙂 pökkunar-herbergið og rauði skápurinn er uppáhalds, gæti nebbilega verið með þennan skáp í elhúsinu mínu hihihi….
    jólast áfram 🙂

    Kv AS.

Leave a Reply to Vala Sig Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *