Hún kom…

…ljótan!  Ljótan kemur nebbilegast stundum í heimsókn.  Eins og þið kannist kannski sum við.

2013-10-14-153242

Hún kemur ekki bara í heimsókn til mín persónulega, heldur stundum inn heima hjá mér.  Verst er það þegar að sólin er lágt á loft en skín svo agalega vel inn að allt virðist vera þakið ryki – þið vitið hvað ég meina, ekki satt?

Skelfilegir þessir dagar þegar að manni finnst allt vera ómögulegt, eintóm leiðindi.

Síðan hef ég uppgvötað að það er ekki nóg að ég fái ljótuna, og mér finnist ljótan koma inn í húsið mitt – heldur uppgvötaði ég nýja hlið á henni síðastliðinn föstudag, ég fattaði að ég var komin með bloggljótuna 🙂

Algerlega nýtt og “skemmtilegt” vandamál!

Stundum er það nefnilega þannig að þegar að ég skoða önnur blogg þá finnst mér “allir hinir” flottari.  Það er verið að fjalla um hönnun og sýna frá “designer” heimilum og allt er svo smart og elegant, en ég – ég sýni púðann úr Rúmfó eða hlutinn úr Góða.  Er þetta ekki fyndið?

2013-10-14-153314

Þetta er sennilegast það sama og systir mín kallaði “stelpuveikina” þegar að ég var lítil/unglingur, þegar að maður sannfærir sjálfa sig um “ALLIR” eru flottari, allir eru betri.   Ætti þetta ekki að vera búið að eldast af manni?

En þetta er hins vegar bara tímabundið ástand, rétt eins og þegar að “ljótan” kemur í heimsókn og hártoppurinn er ómögulegur, alveg sama hversu mikið þú beitir sléttujárninu.  Ég veit alveg að ég er að gera ágætis hluti, en mér langaði bara að setja inn þessa pælingu því að ég er nokk viss um að ef ég er að ganga í gegnum þetta, þá eruð þið væntanlega einhver þarna úti sem að kannast við þessa tilfinningu.

Þannig að þetta var tuð dagsins, röfli lokið og höldum áfram með eitthvað töluvert skemmtilegra.  Kíkjum á þennan bakka í pósti dagsins, en hann er viðeigandi fyrir mig þegar að mér líður svona eins og Malli Moj(legi).  Það er nefnilega þannig að nánast allt á honum kemur úr Daz Gutez eða öðrum ekki designer stöðum.

Fékk t.d. þessa krúttaralegu sveppi í þeim Góða, á heilann 100 kr stk…

2013-10-14-153326

…og ég bara gat ekki staðist þá, ekki séns…

2013-10-14-153334

…sömuleiðis fékk ég þessi grasker í ABC, og ég hef nú aldrei skreytt hérna heima með graskerjum á haustinn, en þessi voru bara of góð til að standast þau, svo kostuðu þau líka bara 150kr stk.  Ég ætlaði reyndar að mála þau, en hef enn ekki tímt því…

2013-10-14-153338

…sko, bara sæt saman…

2013-10-14-153357

…bakkinn er úr þeim Góða líka, hann var reyndar dökkur og ég grunnaði hann í hvítu.  Síðan var ég ekki sátt og byrjaði að pússa aðeins niður hliðarnar, en hætti svo við og ákvað að stoppa bara og hafa hann svona rustic eitthvað…

2013-10-14-154015

…sömu sögu má segja af stjökunum, allir nema sá stæðsti eru úr Góða og co.  Þannig að allt er nytjað nema glerkúpullinn, blúndan og stóri stjakinn, og auðvitað kertin…

2013-10-14-155256

…svona rúllar Malli Moj í dag, hann er ekki smartastur, hann er bónusbloggarinn, hann er Budget-Queen 😉

2013-10-14-155323

Reyndar eitt, svona að lokum, þá langar mig að biðja ykkur að gera mér risa stórann greiða!  Eftir að hafa lesið póst, þá veit ég að flestir nenna ekki að kommenta (þó það sé alltaf svooo yndisilegt), þá langar mig svo að biðja ykkur að smella á blessaðann Like-takkann, helst bara á hverjum degi,  bara svona fyrir mig 🙂  Rosalega eruð þið sæt, taaaaaakk!

2013-10-14-155404

39 comments for “Hún kom…

  1. Anonymous
    15.10.2013 at 08:47

    Það er nú BARA gaman að nýta og gera upp það sem aðrir hafa ekki lengur þörf fyrir 🙂 Óska að þú haldir áfram á sömu braut! 🙂

    Bkv. Bogga

    • Birna Sigurðardóttir
      15.10.2013 at 16:08

      Mér finnst frábært að lesa bloggið þitt, hugmyndirnar frábærar og framkvæmanlegar fyrir venjulegt fólk 🙂 Takk kærleg fyrir mig flotta kona 🙂

  2. Brynja Jóhannsdóttir
    15.10.2013 at 08:49

    Það er einmitt þetta sem mér finnst svo skemmtilegt við bloggið þitt, að endurnýta hlutina, gefa þeim nýtt hlutverk og jafnvel allt annað hlutverk en þeir voru upphaflega hannaðir fyrir. Já, því allir hlutir eru “design”, allir hlutir hafa verið hannaðir, bara mismunandi hvað kemst í tísku. Haltu áfram, ég elska bloggið þitt 🙂

  3. Svala Eiríksdóttir
    15.10.2013 at 08:50

    Jamm bölvuð ljótan, er einmitt með mína persónulegu í heimsókn núna. En það er nákvæmlega ekkert ljótt við þig eða þitt blogg mín kæra. Þú ert frábær og flott ♥

  4. Gauja
    15.10.2013 at 09:00

    flottur haustbakki 🙂

  5. Ragna Berglind
    15.10.2013 at 09:06


    Mér finnst bloggið þitt frábært og fæ fullt af góðum hugmyndum við að skoða hjá þér 🙂 Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að sjá hvað er hægt að gera mikið úr gömlum hlutum og kaupa eitthvað ódýrt og gera upp. Það er nefnilega lítið mál að gera flotta íbúð ef þú labbar inn í design búð og kaupir allt nýtt en verður kannski ekki eins hlýlegt eða heimilislegt að mínu mati.
    Keep up the good work!!

  6. Lilja
    15.10.2013 at 09:09

    Veistu það sem bloggið þitt hefur framyfir önnur og þá meina ég langt framyfir önnur er:
    Þú ert með ákaflega skemmtilegan ritstíl, fyndinn, hnittinn og vel að máli farin.
    Þú ert með hugmyndir sem veita okkur venjulega fólkinu innblástur þannig að við höfum möguleika á að breyta og bæta heima hjá okkur á því verði sem við ráðum við. Design blogginn veita ekki þann innblástur.
    Þú ert með hvetjandi leiðbeiningar sem hafa alla vega fengið mig til að fara út í skúr og spreyja.
    Þú bendir á hluti sem hægt er að endurnýta og það er það sem er svo mikilvægt og nauðsynlegt í því umvherfi sem við búum við þegar ruslið safnast upp og umhverfisvernd og endurnýting á að vera hverjum manni í blóð borin.
    Þú ert listræn með fallegar framstillingar og næmt auga fyrir smáatriðunum. Þú tekur myndir af því sem þú ert að gera þannig að allir geti séð.
    Þú ert ekki spör á upplýsingar um hvar hlutirnir fást þannig að það er enginn skyldugur til að fá þig í heimsókn gegn greiðslu til að fá aðstoð nema hann vilji fá extra aðstoð. Það kann ég að meta og mun fá þig í heimsókn þegar stór meikóver munu eiga sér stað.
    Rektu ljótuna út, þú ert fullkomin eins og þú ert. Ekki bera þig saman við neinn annan en þig af því að þú ert eina eintakið af þér! Knús!

  7. Margrét Helga
    15.10.2013 at 09:13

    Elsku dúllan mín…kannast svooo við þetta og finnst að þetta komi bara fyrir hjá mér, að ljótan komi, því að mér finnst einmitt “allir” vera flottari, fínni, eiga flottari föt og líta betur út en ég, tala nú ekki um heimilið! En…þetta er einmitt það sem að mér finnst svo æðislegt við bloggið þitt, að þú ert að fá flotta hluti úr búðum sem selja þessa hluti á viðráðanlegu verði fyrir alla! Þetta designer dót er yfirleitt rándýrt og mér finnst það oft ekkert flottara! Eins og ég segi við dóttur mína (sem er 16, nýflutt að heiman í Reykjavíkina til að fara í menntó), að ef hún sér einhver geggjuð föt sem hana langar rosalega mikið í þá á hún ekki að kaupa þau strax heldur athuga hvort hún sjái eitthvað sambærilegt annars staðar sem er ódýrara, þar sem menntaskólanemar hafa nú yfirleitt ekki ótæmandi sjóði á milli handanna.
    En…haltu áfram að vera eins yndisleg og hugmyndarík og þú ert! Það gerir það enginn betur og mér finnst þú (og þitt heimili) æði!!!

  8. Margrét Helga
    15.10.2013 at 09:14

    P.S. skil vel ef að ykkur þótti þetta komment ekki meika sens…þetta var samt svo skipulagt í hausnum á mér og auðskiljanlegt! 😉

  9. Hjördís Hjartar
    15.10.2013 at 09:22

    Þu ert að gera flotta hluti og alls ekki bera þig saman við designer blogg þitt er æði eins og það er!

    Kv.Hjördís

  10. Kristín Sig.
    15.10.2013 at 09:25

    Er svo innilega sammála Lilju hér að ofan! Þitt blogg er mikið, mikið skemmtilegra heldur en “Design” bloggin! Veitir okkur hinum mikla inspirasjón og hvetur okkur áfram í að prufa að breyta smá, spreyja smá, pússa smá og mála smá. 🙂
    Þú ert með uppáhalds bloggið okkar!!!!

  11. Kolbrún
    15.10.2013 at 09:27

    Það kannast flestir við þessa tilfinningu en hún rjátlast af en bloggið þitt er frábært eins og það er og einmitt vegna þess að þú er svo flink að hafa upp á þessum ódýru hlutum og gera þá gordjöss.Takk æðislega fyrir og haltu áfram á sömu línu.

  12. Berglind
    15.10.2013 at 09:35

    Mér finnst bloggið þitt einmitt svo frábært og hefur margt fram yfir design síðurnar. Þú sýnir á einfaldan hátt hvernig er hægt að endurnýta hluti 🙂

  13. Unnur Magna
    15.10.2013 at 09:39

    Ljótan….það er nú bara þannig að maður þvær sér um hárið á mánudagskvöldi og það er voða fínt og flott þar til á þriðjudagseftirmiðdegi þá er hún komin lúmsk eins og refur hárljótan – og hvað gerir maður maður kuðlar því í klemmu og bölsótast yfir því að vera ekki með glansandi fínt hár eins og kvikmyndastjörnurnar eða konurnar í andlitskrema / sjampó auglýsingunum…….heyrðu og heimilið mitt jú jú við skulum nú ekki fara út í þá sálmana…..ég er að gera upp svona eldgamlan tekk skáp / skenk og hann stendur úti á miðju gólfi – gólfi prýddu gömlum dagblöðum með leiðinda ríkisstjórnarfréttum – ýmist stendur skenkurinn á fótunum eða á hvolfi svo ekki sé minnst á allar skúffurnar sem eru í röðum og tómar í þokkabót – já þá skulum við nú minnast aðeins á draslið sem liggur útum alla stofu óflokkað og ekki í neinu skipulagi…..inn á milli hrúganna hlaupa krakkarnir í eldingaleik með trjágreinar og allt fer útum allt með tilheyrandi kaos…..framundan hjá mér verður s.s að koma skipulagi á óskipulagið – pakka í kassa – losa mig við allt ruslið sem safnast ofan í skúffur og manni þykir ekki vænt um – síðan flyt ég í mitt nýja hús og reyni eftir bestu getu að gera það huggó…..gefst örugglega upp því ég fæ panikk attack korter í jól – láttu þér því ekki bregða ef þú heyrir öskrin í mér þá frá pallinum mínum í Mosó og alveg út á Álftanes – DOOOOOOOSSSSSAAAAAAAA
    Anyways verðum við ekki bara að fagna því að fá ljótu af og til …..held það sé miklu betra að hafa stjórn á þessu sjálfur fremur en að hafa hárgreiðslulið ofaní hálsmálinu á sér allan daginn og ljósmyndara á hælunum……knús á þig dúllukrútt :*

  14. Vala Sig
    15.10.2013 at 09:40

    Sæta mín 🙂

  15. María
    15.10.2013 at 09:45

    Ekki nenni ég dýrum design bloggum, maður getur ekki átt möguleika í hlutina þar. Þú bendir okkur á hluti sem við getum gert/keypt. Þú ert ansi oft með mér í huganum þegar ég fer í búðirnar sem þú talar um.

  16. Harpa
    15.10.2013 at 09:50

    Sæl

    Hef mikið gaman af þínu bloggi. Skoða líka design en það er svo mikið það sama, orðin þreytt á því. Sveppirnir er mjög flottir, þarf að fara að komast í Góða hirðinn 😉 Haltu áfram á sömu braut, ótrúlegur kraftur í þér og takk fyrir að gleðja okkur sem skoða 😉

  17. Ingunn Óladóttir
    15.10.2013 at 10:06

    Æii,er þetta svona dagur. Ekki örvænta, bónusblogg er einmitt það sem heillar mig. Að finna ódýra hluti og gera huggulegt í kringum sig með þeim. Það þarfnast nefnilegra meiri pælingar en að fara bara út í næstu búð og kaupa dýru hlutina sem að manni langar mest í. Þú hefur veitt mér innblástur og ég hef keypt ódýra hluti og gert þá upp eftir að hafa lesið bloggið þitt. Svo áfram Dossa!

  18. Sigrún
    15.10.2013 at 10:33

    Alltaf gaman að skoða síðuna þína, full af hugmyndum:)
    Áfram stelpa!

  19. Berglind Magnúsdóttir
    15.10.2013 at 10:55

    Ég ætla að taka undir allt sem Lilja sagði hér fyrir ofan já og bara taka undir þær allar ! þú ert lang lang skemmtilegasta og flottasta bloggið og ég kem inn hérna á hverjum einasta degi einmitt fyrir þessar ástæður sem þær tala hér um fyrir ofan, ég hef fengið SVO mikinn innblástur frá þér, að heimilið mitt er bara orðið allt öðruvísi og mikið fallegra eftir að ég uppgötvaði bloggið þitt og ég hreinlega elska það ! 😉 þÚ ert FRÁBÆR!!!

  20. Edda Björk
    15.10.2013 at 11:13

    Elsku Dossa mín, ég er sammála öllum hér að ofan. Þú hefur kveikt á þvílíkum skreyti breyti áhuga hjá mér og það sem þú hefur gert heima hjá mér hefur slegið algjörlega í gegn. Ég hugsa sko til þín oft í viku – stundum á hverjum degi ( ekki samt á neinn stalking way sko 🙂 heldur þegar ég fer inn í herbergið hans Emils sem þarf bara í rauninni lokahnikk til að vera fínt ( flokka dót, hengja upp Dossumyndagrúppur og skipta um gardínur og mottu ) og litla frímerkjaforstofan mín þyrfti sko líka Dossuyfirhaldningu.

    Ég get sko sagt þér að þegar ég var í brúðkaupsferðinni minni á Krít og Santorini þá sagði ég oft við Lalla ” Dossa myndi nú elska þetta”
    Þannig að þú og þitt blogg eru í mínu lífi nánast á hverjum degi 🙂

    Um leið og fjárhagur heimilisins hefur náð að reisa sig við eftir Krítarferðina og eitt stykki Oliver þá mun ég hafa samband við þig í þessi verkefni – ekki spurning.

    Knúz til þín og ég vona að þessi óvelkomna bloggljóta fari út í hafshauga

    Edda

  21. Svanhildur
    15.10.2013 at 12:07

    Mig langaði nú bara að segja að mér finnst þú alls alls ekki vera með neina blogg-ljótu 🙂 Mér finnst alltaf æðislegt að lesa/skoða póstana þína og hvort sem þú setur inn hluti úr rúmfó eða góða, þá eru þeir einhvern veginn alltaf svo flott settir upp hjá þér og líta bara hreinlega æðislega út 😉
    Annars langaði mig bara að segja þetta, þú ert sko með blogg-sætu !

  22. Gígja
    15.10.2013 at 12:32

    Þú ert með frábært blogg og ert virkilega hæfileikarík og skrifar skemmtilega. Kíki oft hingað inn þótt ég hafi líklega aldrei like-að neitt eða commentað. Allt of léleg í því. En ég er búin að nýta mér fullt af hugmyndum frá þér! Var t.d. að mála um daginn með litnum sem þú notar svo mikið og hann kemur æðislega út! 🙂 Mér finnst líka alveg uppáhalds þegar þú finnur eitthvað í nytjamörkuðunum eða breytir einhverju gömlu, það þarf sko hugmyndaflug í það. Þannig að takk fyrir mig! 🙂

  23. 15.10.2013 at 13:42

    Hun kom, Sa en ekki sjens ad hun hafi sigrad!
    Flottasta blogg a Islandi! 5 stjornur fra mer*****

  24. Dóra
    15.10.2013 at 14:03

    Mín kæra…. ekkert röfl,tuð og væl… !
    Þú ert með frábært blogg,ert eðlileg og stútfull af góðum hugmyndum.Hvort sem það er um gamalt drasl sem finnst á haugunum eða að blanda liti,pússa og gera uppá nýtt…eða finna í dýrari verslunum dót…skiptir ekki máli,þú ert að gera mjög góða hluti…

    Haltu þínu striki áfram og hafðu áfram gaman af því 🙂
    Öll fáum við ljótuna á ýmsum stöðum…þó ég fái hana nú aldrei ;)…hehe djók !

    Svo í ofanálag þá er ég svo innilega sammála öllum hér að ofan !
    ROCK ON ….svo er líka þessi dásamlegi tími ársins framundan 🙂

  25. Guðrún
    15.10.2013 at 14:42

    Mér finnst einmitt svo flott við þitt blogg hvernig þú endurnýtir og breytir notuðum hlutum. Það er allavega það sem ég er ekki hvað síst að leita eftir þegar ég gramsa á svona bloggsíðum. Takk fyrir frábært blogg.

  26. Sæunn
    15.10.2013 at 15:20

    Mér persónulega leiðist að skoða einhver fancy smancy blogg hjá fólki sem á bara design hluti því ég veit að ég hef ekki efni á því. Þú hinsvegar kaupir hluti og sýnir hluti sem ég hef efni á og ég kann að meta það, ég get fengið hugmyndir frá þér og nýtt mér þær til góðs 🙂

    Ég elska þetta blogg og les allt sem kemur hér inn. Vona að ljótan stoppi ekki lengi.

  27. Sigga Maja
    15.10.2013 at 16:09

    Only human….. Þetta er BEZTA bloggið.

  28. Sigurlaug Hjaltadóttir
    15.10.2013 at 16:53

    Design-dótið er ekki alltaf það flottasta. Þótt það sé dýrast. Húrra fyrir þér fyrir að gefa gömlu dóti nýtt líf í nýju umhverfi. Þetta verður allt svo fallegt og elegant hjá þér.

  29. Kristjana Henný Axelsdóttir
    15.10.2013 at 19:33

    Ég verð að segja að ég skoða mörg önnur blogg en það sem stendur uppúr er ÞITT…af hverju? Jú af því þú ert einlæg, hleypir okkur óspart inn til þín nánast á hverjum degi hvort sem liggur vel á þér eða ekki og þannig er bara lífið ;o) Við upplifum öll ljótuna í einhverri mynd. Ég hvet þig til að halda áfram þínu striki og ekki velta þér of mikið uppúr því hvort önnur blogg séu eitthvað betri, endalaust design og allt stíleserað er bara booooring fyrir mér. ÉG ELSKA DOSSU BLOG það er bara þannig!! ;o) knús í hús

  30. Guðrún
    15.10.2013 at 19:36

    Sammála öllu hér að ofan, þetta er BESTA bloggið og skemmtilegasta. Kíki hér mjög oft og hef nýtt mér margar hugmyndir frá þér, en hef aldrei þakkað fyrir mig, geri það hér með 🙂

  31. Ragnhildur
    15.10.2013 at 19:57

    Er sammála öllu hér að ofan …haltu þínu striki..ert með frábærar hugmyndir sem flest okkar höfum efni á að gera hjá okkur …….það hafa sko ekki allir efni á design eitthvað……svo er einfalt að breyta þvi aftur sem kostar litið…en það gerir maður ekki með rándýru hlutina…þannig vertu ánægð með þig 😉 ert alger snilla

  32. Hulda
    15.10.2013 at 21:41

    Þú ert svo mikið æði. Miklu skemmtilegra að lesa bloggið þitt, þó það sé auðvitað gaman að láta sig dreyma um designer heimili. Ég hef sko óspart nýtt mér margar af þínum góðu hugmyndum.

  33. Svandís
    15.10.2013 at 22:31

    Hugmyndarík, skemmtileg, nýtin, umhverfisvæn, fyndin og einhvern daginn rýk ég á þig í Góða þar sem þú stendur með eitthvað fallegt og prútta það úr höndunum á þér!

  34. 16.10.2013 at 08:44

    Já en mér finnst bloggið þitt svo miklu meira skemmtilegt of fallegt en “hin” bloggin. Það er akkúrat það að þú ert ekki endalaust að sýna rándýra og fallega hönun sem fæst okkar hafa efni á að eignast. Heldur sýnir þú svo óendanlega margt fallegt sem hægt er að búa til úr nánast engu. Ég alveg elskida og fyrir utan það þá ertu bara svo ótrúlega skemmtilegur penni, nú og auðvitað í eigin persónu líka.
    Stórt knús í þitt hús!

  35. Ása
    16.10.2013 at 09:48

    Nenni ekki að lesa um þetta design-dót… Kíki hingað og les hvern einasta póst… Þú ert best…

  36. Sigurborg
    16.10.2013 at 12:29

    Ussssusssusss það sem ég elska einmitt við bloggið þitt er einmitt það að þú ert með hugmyndir og lausnir sem venjulegt fólk getur notað, venjulegt fólk hefur ekki efni á einhverjum rándýrum hönnunarhlutum og það er nóg af bloggum um svoleiðis ! Það er einmitt svo skemmtilegt að þú ert að sýna hluti úr Góða hirðinum, IKEA ofl búðum, en ég hefði aldrei látið mér detta í hug að hægt væri að fá svona fína hluti t.d. í Góða hirðinum ef ekki væri fyrir bloggið þitt.
    Svo skrifaru líka svo skemmtilega og oftar en ekki skellir maður uppúr þegar maður les póstana þína 🙂

    Keep up the good work !

  37. Sigrún Alda Ragnarsdóttir
    16.10.2013 at 14:46

    Bara skemmtilegt að lesa bloggið þitt 🙂 Svo gaman að sjá hvernig þú kemur með ódýrar lausnir fyrir okkur hin

  38. Inga Sif
    20.10.2013 at 12:35

    Það krefst hæfileika og er mikið meiri kúnst að vera smart budget-queen, heldur en að kaupa fyrirfram uppstillt fínerí út í búð 🙂

Leave a Reply to Gígja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *