Strákaherbergi K – fyrir og eftir…

…er í miklu uppáhaldi hjá mér!

Þannig er mál með vexti að K litli á heilan helling af fallegu dóti.  En vandamálið var eiginlega bara að því úði og grúði öllu saman, það þurfti að skera aðeins niður.  Leyfa hverjum og einum hlut að njóta sín betur…

Photo 11.9.2013 16 15 13

Photo 11.9.2013 16 10 55

 Herbergið sem að hann var í var líka skrifstofan fyrir foreldra hans, þannig að þau deildu rými sem var að nýtast illa.  Helst þurfti þau að nota skrifstofuna á kvöldin, en það var einmitt þá sem K litli átti að vera steinsofandi í herberginu og var því að nota það sjálfur, sorry folks 🙂

Photo 11.9.2013 16 28 40

Þegar að við fórum að skoða málið, þá var stórt herbergi við hliðina á skrifstofu/barnaherberginu sem að var líka að mestu leiti ónotað.  Það hýsti næturgesti endrum og sinnum, og eins og gengur og gerist þá fór bara að safnast þar inn dót sem átti ekki annan samastað.

photo 1photo 2

K var líka að verða stóri bróðir, og því var ljóst að fljótlega yrðu barnarúmin tvö og því kjörið að samnýta skrifstofuna og gestaherbergi og gera bara eitt stórt barnaherbergi þess í stað.  Herbergið var málað í fallegum gráum lit, NCS S 2502-Y frá Slippfélaginu, og útkoman varð þessi…

2013-10-04-150326

…á gráa litinum fá allir fallegu litirnir sem eru í málverkinu, og öllum leikföngunum að njóta sín virkilega vel…

2013-10-04-150337

…fyrir ofan barnarúmið settum við vegglímmiða, svona til að dúlla pínu fyrir krílið sem ekki var vitað hvort að væri drengur eða stúlka…

2013-10-04-150410

…þetta varð útkoman út mublunum sem að þau áttu fyrir.  Tvær mjóar Billy hillur úr Ikea og tröppuhillan góða á milli, og úr verður svona líka skemmtileg “samstæða” sem að tekur við öllum leikföngunum og barnaherbergi verða seint litlaus á meðan öll þessi litagleði er til staðar í dótinu…

2013-10-04-150500

…fyrir gluggann völdum við líka gardínur frá Ikea, sem voru töluvert hlutlausar og koma svo fallega út þarna inni…

2013-10-04-150510

…uglupúðinn er náttúrulega bara æðislegur, hann er frá Söstrene Grenes, og teppið er frá Ikea

2013-10-04-150554

…og Mr Tree er að njóta sín vel á flotta náttborðinu frá Ikea….

2013-10-04-150634

…með því að stilla bókunum upp með forsíðuna fram, færðu skemmtilegan bakgrunn í annars hvítar hillurnar…

2013-10-04-150644

…myndagrúbban góða á vegginum…

2013-10-04-150754

…það er gaman að sjá hvað hlutir sem áður sáust varla, eins og útsaumsmyndin, njóta sín mun betur núna…

2013-10-04-150838

…Hr. Æðislegur á þetta herbergi…

2013-10-04-150851

…Cookie monster, í sætu pokunum frá Söstrene

2013-10-04-150859 2013-10-04-150904

Tulipop plagatið flotta er líka að gera góða hluti þarna á vegginum, smellpassar inn í plássið…

2013-10-04-150954 2013-10-04-151049

…töskurnar frá Söstrene eru líka svo endalaust fallegar…

2013-10-04-151209

…það er sko heill dreki sem að hvílir sig þarna á turninum…

2013-10-04-151225

…til þess að fallegi útsaumaði bambapúðinn fengi að njóta sín, settum við frekar hlutlausan íkornapúða og teppi frá Ikea í barnarúmið…

2013-10-04-151433

…en það var ekkert hlutlaust við þennan, úúúúú úúúúú…

2013-10-04-151542

K-ið er eitt af þessum hlutum sem að verða samstundis uppáhalds.  Það er frá Land of Nod og er alger snilld.  Þetta er líka þannig hlutur að barnið vex ekki upp úr honum, þetta er alveg jafn flott í unglingaherbergið, sem og bara í stofuna…

2013-10-04-151553

…síðan er náttúrulega æðislegt að geta látið litlar fígúrur standa/sitja í því…

2013-10-04-151559

…enn og aftur, dótið skreytir…

2013-10-04-151645

…þannig að bara raða fallega 🙂

2013-10-04-151652 2013-10-04-151655

…fyrir áttu þau Kritter-borð, og hvítann Kritter-stól frá Ikea.  En við bættum við einum rauðum og það er alger snilld hvað liturinn gerir mikið fyrir herbergið…

2013-10-04-151701

…þessi flottu náttborð eru líka til blá og við vorum lengi að spá í þeim lit.  Held reyndar að hvítur hafi verið hárrétt val, held að þetta hefði orðið fullþungt ef við hefðum haft þetta blátt…

2013-10-04-151747

…uppáhalds Ikea-myndin mín er yndisleg þarna á vegginum…

2013-10-04-152056

…og alveg passleg við grúbbuna.  Hún er ekki í neinni keppni við stóru myndina og allir eru bara í sátt og samlyndi.  Síðan sjáið þið líka hvað það gerir mikið að brjóta þetta aðeins upp og hafa einn rammann í hvítu, ekki satt?

2013-10-04-152123

*Múmín*

2013-10-04-152333 2013-10-04-152343

…það er kjörið að nota það sem til er til þess að skreyta, skóna, kerti og þess háttar er tilvalið til þess að skreyta, og persónugera herbergið…

2013-10-04-152357

…mottan var til og við notuðum hana áfram, og mér finnst hún alveg pörfekt í rýmið núna…

2013-10-04-152427

…elgurinn góði fannst í þeim Góða, vel gert!

2013-10-04-152431

…síðan fékk ég þær fréttir í gær að lítill drengur væri fæddur, þannig að þeir verða saman í herberginu bræðurnir.  Ohhhh er eitthvað yndislegra en þegar að litlir einstaklingar bætast við fjölskylduna  ♥

2013-10-04-152438

…ég fékk síðan svo fallegan tölvupóst frá mömmunni og hún leyfði mér að deila honum með ykkur:

Takk KÆRLEGA fyrir okkur, við erum í skýjunum með nýja herbergið 🙂 Segi eins og konan góða – er bara búin að vera inní herberginu og langar mest að sofa þar með gaurnum! 

K sagði ‘VÁ’ þegar hann kom inn í herbergið í dag og okkur til mikillar furðu sofnaði hann sæll og glaður í nýja rúminu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það eru ansi góð meðmæli og honum líður greinilega vel með þetta nýja fyrirkomulag enda er þetta bara kósý og yndislegt.

Þú ert þvílíkur snillingur í þessu og líka svo góð og skemmtileg manneskja sem gerir þetta ferli ennþá ánægjulegra.

Það er því ekki ofsögum sagt að ég varð bara meyr og fékk kökk í háls og tár í augu ♥

Hvernig líst ykkur á herbergið hans K og ? ?

Er það ekki bara dásamlegt?

2013-10-04-152453

p.s. pósturinn er fullur af hlekkjum, þannig að ef eitthvað er feitletrað þá bara smella og smella 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

18 comments for “Strákaherbergi K – fyrir og eftir…

 1. Gauja
  10.10.2013 at 08:27

  ég skil hann mjög vel að hafa sofnað vært þarna inni. Herbergið yndislegt, og alltaf gaman að sjá barnaherbergi sem ekki eru full af Disney!
  K-ið er mikið uppáhalds, eins finnst mér stóra myndin fyrir ofan rúmið mjög flott og flottir litir i henni. Liturinn á herberginu er geggjaður

 2. Svandís J
  10.10.2013 at 09:03

  Þetta er æði, bræðurnir mikið heppnir að kúra með svona fallegt í kringum sig 🙂

 3. Margrét Helga
  10.10.2013 at 09:19

  Ofboðslega flott!! 🙂

 4. Halla Dröfn
  10.10.2013 at 09:42

  Þetta er bara yndislegt 🙂 vel heppnað hjá þér eins og allt annað sem þú gerir 🙂

 5. Edda
  10.10.2013 at 10:06

  Dásamlega fallegt herbergi. Gaman að sjá hvað liturinn kemur flott út þarna. Eg held að það mætti segja að þessi grái sé orðinn heimilisliturinn okkar líkt og tiramisu liturinn þinn, enda tók það nokkrar ferðir í slippfélagið að sækja prufur til að ná lendingu með litinn… nú vill maðurinn mála hjónaherbergið líka í litnum líkt og herbergi barnanna (M og J) hahaha.
  Heildin er svo vel heppnuð að það er erfitt að benda á eitthvað eitt en eitt er víst að Eg þarf klárlega að fara að vesla á land of nod.
  Dossa þú ert algjör dásemdardís sem töfrar fram þvílíkar gersemar!!

 6. Birna
  10.10.2013 at 10:39

  Æðislegt!… elska að skoða póst um breytingar á barnaherbergjum…..skil vel að hann var sáttur og svaf vel þarna 🙂

 7. Jónína
  10.10.2013 at 13:30

  æðislega fallegt.. hvar fekkstu vegglímmiðann? 🙂

 8. Anna Sigga
  10.10.2013 at 14:04

  Dýrð er þetta 🙂

 9. Vala sig
  10.10.2013 at 15:11

  Dásamlegt hjá þér,mikið eru þessir bræður heppnir að eignast þetta frábæra herbergi

 10. 10.10.2013 at 21:44

  svo fallegt herbergi hjá þér, ég er ástfangin af múmínsnáðanum 😀

 11. Sigga Dóra
  11.10.2013 at 16:02

  Vá mér finnst þetta æðislega fallegt og hlýlegt,er búin að skoða allar myndirnar aftur og aftur

 12. Margrét
  11.10.2013 at 19:52

  Rosalega flott og æðislegur litur, kannski ég steli honum á litla wc-ið og forstofuna 😉

 13. kristrún
  12.10.2013 at 10:16

  Æðislega fallegt herbergi;) mig langaði að forvitnast hvar þú fékkst bláa rúmteppið?;))

 14. Mamma K
  16.10.2013 at 07:21

  Takk aftur fyrir okkur Soffía – þú ert snillingur!! 🙂

  Vegglímmiði:
  http://m.landofnod.com/branching-out-tree-wall-decal-set/s327126

  Teppi:
  http://www.ikea.is/products/32315

 15. Margrét J.
  19.11.2013 at 19:09

  Æðislegt herbergi 🙂 Ég held í vonina að Söstrene og Ikea komi einhverntímann til Akureyrar *vongóð* 🙂

 16. Kristjana Axelsdóttir
  09.01.2015 at 20:03

  Vá þetta er yndislegt!! Ekkert smá fallegt herbergi.

 17. 30.03.2015 at 18:34

  Very informative article, i’m regular reader of your blog.

  I noticed that your website is outranked by many other blogs in google’s
  search results. You deserve to be in top-10. I know what can help you, search in google for:

  Omond’s tips outsource the work

Leave a Reply

Your email address will not be published.