Smá hér og smá þar…

…því það má alltaf bæta, breyta og skreyta – ekki satt?

Ég fór með vinkonu minni í bæinn núna í vikunni og við spókuðum okkur um.  Fórum náttúrulega í þann Góða, en líka Smáralindina og þar tókum við hinn hefðbundna hring í Söstrene Grenes.  Hafið þið kíkt þangað nýlega?

Búðin er alveg smekkfull af undursamlegu góssi, eins og boxin sem ég sýndi ykkur í gær…

2013-10-02-085747

…síðan var meir!

Viljið þið sjá meira?

2013-10-02-142133

…ég fékk þessar æðislegu körfur þar líka.  Mér finnst þær frábærar í barnaherbergi, sérstaklega í strákaherbergin…

2013-10-02-142058

…þær voru líka til í svörtu og í gráu, væru líka flottar hangandi á snögum í strákaherbergi.

Svo flott handföngin á pokunum…

2013-10-02-142107

…en það var ekki allt!

Í Söstrene Grene fékk ég líka þennan krúttaralega broddgaltapúða, svoddan dúllurass….

2013-10-02-143603

…þið náttúrulega sjáið bara, hann er ómótstæðilegur…

2013-10-02-143635

…passar fínt með þvottabjarnapúðanum sem kemur frá Land of Nod, og svo fékk litli maðurinn fyrr í sumar, frá útlönfum, þennanyndislega þvottabjarnabangsa, og ber hann nafnið Kúri Þvottabjörn – og það þarf alltaf að segja fullt nafn, Kúri Þvottabjörn…

2013-10-02-143624

…eins og þið sjáið þá er bara eins og litli kallinn minn búi út í skógi 🙂

2013-10-02-143732

…og allir saman nú: awwwwwww…

2013-10-02-143813

…ég fékk mér líka eins svona kröfu í þvottahúsið, og hún tekur á móti einstæðum sokkum sem að syrgja félaga sinn…

2013-10-03-084541

…annars er ég aðeins að breyta inni hjá litla manninum…

2013-10-02-142030

…meira um það síðar.

En á morgun ætla ég að sýna ykkur restina af góssinu úr Grenes!

2013-10-02-142042

7 comments for “Smá hér og smá þar…

  1. Hjordis
    03.10.2013 at 09:14

    Va geggjad! Held ad madur turfi ad gera ser ferd tangad vid fyrsta tækifæri 😉

    Kv.Hjordis

  2. Telma Ýr
    03.10.2013 at 10:11

    Váa þetta er æði! En hvar fékkstu fánalengjurnar sem hanga í glugganum 🙂

  3. Auður
    03.10.2013 at 10:20

    Awww hvað púðinn er sætur, en þvottabjörninn…ég á bara ekki orð…langar svoooo í hann 😉

  4. Sigga Rósa
    03.10.2013 at 15:15

    Söstrene eru flottar, sniðug lausnin fyrir staka sokka, er nýbyrjuð að upplifa það vandamál, þó hefur fækkað um 2 börn á heimilinu 🙁

  5. Svandís J
    03.10.2013 at 18:24

    Boxin finnst mér æði 🙂
    Og snillingur að finna skreytirí fyrir einstæða sokka…only you my dear 😉

  6. Ursula Á
    07.01.2014 at 14:42

    Sæl

    Hvað heitir liturinn þessi grábrúni á veggnum finnst hann æði.
    kv Ursula

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *