5000 like…

…þannig er staðan á “likes” inni á Facebook.

Mér finnst þetta vera alveg ótrúlega skemmtilegt að ná þessari tölu, ég man bara þegar að ég setti inn síðuna fyrst að ég féll næstum í stafi þegar að hún náði 100 likes, og sama má segja með 1000.  Þannig að þetta er alveg magnað fyrirbæri 😉

Þessi póstur er því bara svona bónuspóstur til þess að segja, Vá!  takk fyrir að fylgjast með, öll 5000!

Talandi um bónusblogg, er þá ekki ágætt að benda á svona litla sæta hluti sem kosta ekki marga peninga?

Eins og flestir vita þá er dýra-trendið enn í fullu swingi.  Allt á að vera með dýramynd á.  Enda er þetta líka alveg ferlega fallegir hlutir oft.  Það gerðist nú um daginn, þegar að ég fór í Bónus (haha, Bónus í bónusbloggi) að ég rak augun í servéttur sem að elsku vinkona mín var búin að benda mér á.  Svona líka krúttaralegar, með rebbum og íkornum og yndislegum litum inn í haustið…

2013-09-24-190941

…og nú svo þegar að servéttupakkinn kostar bara 298 kr þá er þetta nú í góðu lagi að fá sér báðar sortir, ekki satt?

2013-09-24-191121

…eins má nefna í dýratrendinu, að þessir hérna kisupúðar eru úr Rúmfó og kosta bara 1995 kr…

2013-09-25-160853

…og þessir krúttaralegu með hvuttunum líka!

2013-09-22-115816

Yfir í annað, ódýrt og skemmtilegt…

…ég átti þessa hérna Ensidig flöskuvasa úr Ikea, síðan í afmæli litla mannsins…

Fullscreen capture 27.9.2013 170056

 Stundum langar manni í eitthvað aðeins meira skreyterí en bara glæra vasa og þá er bara að redda sér!  Prenta út þessa miða, best að setja þá á A4 blað í Word til að gera sér grein fyrir stærðinni…

labels~Paris~1-001

…nota síðan Mod Podge og svona svampa.  Klippa svampinn niður og nota til að bera Mod Podge á bakhliðina, setja á flöskuna og strjúka yfir miðann með Mod Podge líka…

2013-09-27-090452

…útkoman er þá svona…

2013-09-27-084929

…þegar að Mod Podge fer á glerið þá er hægt að nota grófu, grænu hliðina á ónotaða svampinum til þess að strjúka límið af glerinu.

Eru þeir ekki bara sætir, þessar elskur?

2013-09-27-084916

Síðan einn að lokum, ég er alveg kolfallin fyrir gömlum bókum þessa dagana.
Því fannst mér ekki leiðinlegt að reka augun í þennan púða í RL og er að fíl´ann í ræmur, fyrir 2000kr, þá er hann líka enn betri 🙂

2013-09-27-085354

…því segi ég bara, verið velkomin öll 5000!
Eigið yndislega helgi og njótið þess að vera til ♥

2013-09-27-085404

*knúsar*

Post navigation

13 comments for “5000 like…

  1. Vaka
    27.09.2013 at 17:39

    Takk fyrir mig, kíki hingað á hverjum degi 🙂

  2. Dóra
    27.09.2013 at 17:43

    Geggjað… til hamingju með 5 þúsundin 🙂 . . . . 😉

  3. Margrét Helga
    27.09.2013 at 17:45

    Til lukku með 5000 fylgjendur 🙂 Hlakka til að lesa 6000-bónuspóstinn 😉

  4. Aðalbjörg Björnsdóttir
    27.09.2013 at 17:57

    Flott síða

  5. Unnur Guðjónsdóttir
    27.09.2013 at 18:04

    Ekki erfitt að skilja af hverju þið eigiið 5000 vini, flott síða

  6. Sigga Maja
    27.09.2013 at 18:45

    Fallegir púðar hjá RL

  7. Gudrun H
    27.09.2013 at 21:06

    Auðvitað færðu 5.000 like, átt þau alveg skilið. Ég mæti í fyrramálið í RL að kaupa mér bókapúða, það er ekki spurning.
    Kveðja Guðrún H.

  8. Svala
    27.09.2013 at 23:36

    Knúsar, elskulegust mín.

  9. Sigga Rósa
    28.09.2013 at 00:13

    Innilega til hamingju 🙂

  10. Vala sig
    28.09.2013 at 22:27

    Fimmþúsund kossar og knús fyrir frábært blogg,ætla að skunda í bónus og ná mér í meira af þessum dásamlegu servéttum.
    Kveðja
    Sjoppfríður

  11. Audur
    29.09.2013 at 11:53

    Til lukku með áfangann, og ég þarf greinilega að skreppa í Bónus og RL 😉

  12. Greta
    29.09.2013 at 14:59

    Til lukku með þetta! Síðan þín er í algjöru uppáháldi hjá mér.
    Geturðu tekið fyrir uppröðun á skenk? Ég hef séð fullt af hugmyndum hjá þér (t.d. með bakkana) hjá þér en ég kem þessu einhvern veginn ekki yfir á skenkinn hjá mér. Ég svona basic dót, lampa, fullt af kertadóti… var að spá í að setja löber en er eitthvað hrædd um að það verði of “ömmulegt”.
    Bíð spennt 🙂

  13. Svanhildur
    29.09.2013 at 21:17

    Til hamingju með 5 þúsundin! Ég kíki mjög reglulega hingað inn og elska að fá hugmyndir hjá þér og lesa allt sem þú ert að spá og spegúlera og bralla úr fallegu hlutunum þínum 🙂
    Mér finnst þú ótrúlega hugmyndarík og með fallegan smekk 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *