Skál!

…já og skál! og skál! og skál!

Þannig er þessi póstur 🙂  Samt datt ég ekki í það, ekki í þeim skilningi en hins vegar var skálað voru skálar, skálar og skálar!

Munið þið eftir þessum elskum frá Salt Eldhúsinu, sem ég varð svo obbalega skotin í…

2013-09-19-170753

…ok, ég sá að þær/eða einhverjar svipaðar voru til í Rúmfó.  Þar voru 4 skálar á held ég 3999kr.

Síðan fékk ég skilaboð á Facebook í fyrradag frá elskulegum lesanda, sem benti mér á  að skálarnar væri núna til sölu í Samhjálp, nytjamarkaði, upp á Höfða.  Þar var verið að selja þær glænýjar frá einhverri heildsölu á 400kr stk.

Daginn eftir skundaði ég uppeftir og eitthvað alls konar gráðugt fólk (blikk blikk) var búið að kaupa allar skálarnar nema 6stk. Væææl, mig langaði svo að fá mér 12 stk til að eiga á jólum og svollæðis, ég veit ég veit…..vælubíllinn er 113…

2013-09-27-085113

…síðan þegar að ég rölti um, þá fann ég þessa aðeins stærri líka, hún er alveg massaþung – og frekar fín.  Ég er eiginlega alveg að sjá amaryllis-lauk fyrir mér í henni 🙂

2013-09-27-085144

…þið sjáið hérna stærðarmuninn á þeim tveimur…

2013-09-27-085152

…en heyrðu, sagan er ekki búin.

Í gær tók ég hring í Daz Gutez, aldrei þessu vant.  Þegar ég var að rölta um og leit í eina hilluna, opnuðust skyndilega himnarnir og englakór hóf upp raust sína.  Hallelújah, hallelújah!  Aaaaaaaamen 🙂

Þarna stóðu þær í röðum, þessar elskur – örlítið stærri en Salt-skálarnar, en algerlega bráðskyldar greinilega.  Það sem meira er, 10 stk takk fyrir sælir.  Ég var að spjalla í símann og henti vinkonu minni úr símanum, tilkynnti henni að þetta væri neyðarinnkaupatilfelli, en ég þurfti báðar hendur til að ná öllum skálunum.  Vopnuð 10 stykkjum af skálum, lagði ég leið mín á kassann og hvað haldið þið að hafi verið í annari hillu?  2 skálar til viðbótar, hólí mólí bara! 300kr stk.

2013-09-27-085245

…þarna sjást þær í prófíl, Góða Hirðis eru þessar aftar og Samhjálpar eru fremri…

2013-09-27-085312

…og þannig fór það, nóg af skálum komnar í hús…

2013-09-27-085322

…þarna sjást þær allar 3 stærðirnar…

2013-09-27-085330

…í Samhjálp fann ég líka þessar litlu sætu undirskálar, 50 kr stk…

2013-09-27-085521

…svo fallegar…

2013-09-27-085530

…og bara nokkuð sætar við skálarnar mínar!

2013-09-27-085551

…það er því ekki ofsögum sagt að ég sé búin að vera vel við skál(ar) þessa seinustu daga, haha!

Hvað segið þið, hafið þið farið á skálafyllerí?

2013-09-27-085625

En er þetta ekki fyndið?

Þetta er svo tíbískt, fyrst sé ég skálar auglýstar og hugsa “vá, flottar”, fer í Salt og er boðið upp á súpu í svona skálum og hugsa: “Ohhh æðislegar”, fæ svo skilaboðin og þá eru þær allt í einu til í Samhjálp og svo daginn eftir í Góða!

Þetta er alveg eins og þegar maður er búin að vera að hugsa sterkt til einhvers sem maður hefur ekki séð lengi, og hittir svo viðkomandi óvænt!

Thats it!  Núna ætla ég að hugsa sterkt um milljónir og langa í þær, og kaupa mér miða í Lottó á morgun 😉

5 comments for “Skál!

  1. Gauja
    27.09.2013 at 10:12

    snild

  2. anna sigga
    27.09.2013 at 12:18

    Hahahaha þú ert engum lik soffía dögg 🙂 😀
    Til hamingju með skálarnar….og góða helgi með skálum 😉

    Kv AS

  3. mAs
    27.09.2013 at 14:51

    Er þetta ekki gott dæmi um að “secreta” hlutina til sín 🙂 Til lukku með skálarnar, þær eru æði.

  4. Þórný
    28.09.2013 at 13:30

    Frábært!
    Svona skálar sá ég fyrst í kringum 1988 og langaði í þær. Ég man að þær voru dýrar. Hef samt séð ódýrari útgáfur í gegnum árin. Mér finnst þær klassískar, vegna þess að mér finnst þær alveg jafnfallegar og mér fundust þær árið fyrir 25 árum 😉
    Til hamingju með þær! Takk fyrir frábært blogg 🙂

  5. Kristjana
    28.09.2013 at 21:36

    heheheheh….. þú drepur mig Soffía!!
    Ég sá þig einn daginn í Hirðinum, var á mínum eigins nánastdaglegarúnti…., en þorði ekki að heilsa þér, vissi ekki alveg hvernig ég ætti að kynna mig.. 🙂 Þú varst kannski að skoða skálarnar þá.hmmmm…. Kannski ég hafi verið rétt á eftir þér í Samma (samhjálp)….eða var það þann daginn sem ég eyddi hádegispásunni minni í nytjamarkaði kristniboðasambandsins…, man það ekki.
    Æði eru þær allavega og ég óska þér innilega til hamingju með þær, + undirskálarnar.
    Já þetta er akkurat eins og þegar maður er búin að hugsa mikið til einhvers.

    Eigðu dásemdar laugardagskvöld. Mínu mun ég eyða við að spreyja ramma ljósbláa….

    kveðja

    Kristjana

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *