Stelpuherbergi M – fyrir og eftir…

…er viðfangsefni okkar í dag…

2013-09-25-155419

Hún M litla er að verða 1árs og við ákváðum að dúlla aðeins upp herbergið hennar,
sem að áður stóð tómt…

1081332_10201929163096932_1054748381_n

…við notuðum dásamlega fallegan grán lit á tvo veggi, NCS S 2502-Y og hann var blandaður í Flugger málningu.
Mömmunni langaði að fá himnasæng eins og hún hafði séð mig gera áður, og við redduðum því.

Himnasængin er gerð úr tveimur gardínuvængjum úr Ikea (sjá hér)  sem eru saumaðir saman og lagðir yfir blómapottaútihengi,
og festir saman, og við hengið, með sikkersnælu…

2013-09-25-155504

…til hliðar við rúmið stendur síðan borð og stóll,
og síðar kemur líka krúttuleg dótakarfa úr basti…

2013-09-25-155451

…þau áttu fyrir fallega Krumman hennar Ingibjargar Hönnu, og við ákváðum að hengja hann upp yfir rúminu…

2013-09-25-155509

…á vegginn settum við síðan eina krúttaralega, klassíska myndagrúbbu, ásamt vegglímmiðum úr Söstrene.  Þetta er grúbba sem getur vaxið með krílinu, má alltaf bæta við…

2013-09-25-155536

…þarna sést vel að tveir veggir (gluggaveggur og veggurinn sem að rúmið stendur við) voru málaðir gráir, en hinir tveir eru hvítir.

Á vegginn settum við síðan svona brillijant grátt vegglímmiðatré úr Ikea (sjá hér)…

2013-09-25-155553

…krúttaralegu myndirnar af uglunni og íkornanum eru líka frá Ikea, húrra fyrir sænska draumaprinsinum (sjá hér)…

2013-09-25-155657

…en rammarnir og þessi hérna rammi, sem á eftir að fyllast af myndum af fallega íbúanum í herberginu, er frá hinu virðulega RL-vöruhúsi (gamli góði Rúmfó, sjá hér)…

2013-09-25-155707

…ljósakrónan er hins vegar gömul, frá frænku lillunnar, og er alveg dásamlega falleg…

2013-09-25-155717

…krumminn flottur…

2013-09-25-155721

…á vegginum á móti rúminu er lítil hilla, fékkst í þeim Góða á heilann 1000 kall.
Svakalegt verð á þessu, húsfreyjan málaði hana svo hvíta og við hengdum Siggu Heimis upp þarna fyrir ofan, eða í það minnsta fallegu hilluna hennar…

2013-09-25-160123

…síðan voru settar litlar grúbbur, því að grúbbur eru góðar og Dossutrademark ™ 😉

2013-09-25-155815

…litla húsið er úr Rúmfó, álfurinn, vasinn og litli potturinn hins vegar úr Ikea

2013-09-25-155832

….ohhh elska Greppikló…

2013-09-25-155902

…krúttaraleg kort sem að gefa smá lit á hvíta vegginn…

2013-09-25-155905

…og eru bara krúttaraleg…

2013-09-25-155907

…litla daman á von á dásemdar hekluðu teppi, en þar til þá notum við þetta sæta, einfalda Ikea-teppi sem að kostaði heilar 495kr (sjá hér).
Koddakrúttið er hins vegar alveg að sprengja krúttskalann og er frá RL-inu…

2013-09-25-155918

…saman er þetta bara dúlló, ekki satt?

2013-09-25-155923

…þessir fuglasnagar úr Ilva voru til á heimilinu, og við settum þá hjá vegglímmiðanum, svona til þess að geta hengt upp skrauterí, eins og þessa dásemdarskó…

2013-09-25-155942

…og ég tók blóm úr límmiðanum frá Söstrene og setti í Ikea-miðann, svona til að fá smá lit í hann.  Við slepptum líka fuglunum gráu sem að fylgja með trénu, því að við vorum með aðra fugla á hinum vegginum.  Ég meina við erum ekkert að reyna að endurgera Hitchcock-myndir hér 🙂

2013-09-25-155956

…svo sæt…

2013-09-25-160005

…og rammarnir flottir með…

2013-09-25-160006

…fyrir gluggan koma síðan bleikar Vivan-gardínur frá Ikea (sjá hér), og krúttaralegir pompoms frá Söstrene hanga úr gardínustönginni…

2013-09-25-160100

…ok, það meikar kannski ekki sens að setja fíl á hestbak…

2013-09-25-160200

…en þeir eru bara svo sætir saman!
Mottan er líka frá, haaaaa jú Ikea, og gerir ótrúlega mikið fyrir rýmið (sjá hér)…

2013-09-25-160239

…hillur eru alger nauðsyn fyrir dótið, sem kemur til með að aukast til muna þegar að snúllan fagnar 1 árs afmælinu nún

a á næstunni, og á jólunum o.s.frv…2013-09-25-160415

…og þá erum við komin heilan hring í herberginu, sem er ekki stórt, en alveg nógu stórt fyrir svona kríli…

2013-09-25-160255

…þetta var allt gert fyrir frekar lítinn pening.
Hugsa að í heildina hafi þetta kostað ca.30þús – en það voru auðvitað hlutir sem þau áttu áður, eins og vegghillan frá Siggu Heimis og Krumminn og fleira…

2013-09-25-160439

…en með því að velja vel, og spá í hvað gerir mest, þá er oft hægt að gera helling…

2013-09-25-160508

…og ná fram fallegu heildarútliti…

2013-09-25-160545

…bækurnar skreyta…

2013-09-25-160835…púðar skreyta, og teppið breytir líka miklu…

2013-09-25-160853

…það er náttúrulega líka ótrúlega skemmtilegt að nota svona fallega íslenska hluti með…

2013-09-25-160858..og þetta er herbergi sem að getur vaxið með litlu stúlkunni.

Hvernig líst ykkur á þetta?

Er þetta ekki bara nokkuð vel heppnað? 🙂

2013-09-25-160528

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

20 comments for “Stelpuherbergi M – fyrir og eftir…

 1. Anna Björg
  26.09.2013 at 08:27

  Svo fallegt 🙂

 2. Svandís J
  26.09.2013 at 08:27

  Stórt LIKE!

 3. Gauja
  26.09.2013 at 09:08

  þetta er æði… elska þegar barnaherbergi eru ekki að drukkna í Disney og enn skemmtilegra þegar stelpuherbergi eru ekki bleik 🙂 dótið hjá þeim er hvort eð er bleikt

 4. Guðný Ruth
  26.09.2013 at 09:20

  Æðislegt! Stílhreint, krúttlegt og svo ofsalega fallegt 🙂

 5. Systa
  26.09.2013 at 09:22

  Æðislegt 🙂

 6. Sigga Rósa
  26.09.2013 at 09:25

  Mjög fallegt og tímalaust 🙂

 7. Sandra Sif Úlfarsdóttir
  26.09.2013 at 10:26

  Fallegt !

 8. Jovana
  26.09.2013 at 10:39

  Vá ekki smá flott herbergi 🙂

 9. María
  26.09.2013 at 10:42

  Mjög flott hjá ykkur og gaman að fá svona raunhæfar hugmyndir.

 10. Sæunn Stefánsdóttir
  26.09.2013 at 11:11

  Mjög skemmtilegt að sjá þetta. Er einmitt að mana mig upp í að útbúa herbergi 6 mánaða dóttur minnar sem þjónar þessa dagana hlutverki geymslu fyrir allt dótið hennar.

  kv. Sæunn

 11. svava
  26.09.2013 at 11:22

  Svakalega vel heppnað.

 12. 26.09.2013 at 12:19

  Gullfallegt eins og allt sem þú kemur nálægt elsku vinkona <3

 13. Helga Eir
  26.09.2013 at 14:37

  Vá þetta er algjörlega æðislegt!

 14. Sigga Maja
  26.09.2013 at 15:20

  Fallegt herbergi. Algjör klassík

 15. Edda
  26.09.2013 at 20:15

  Herbergið er alveg himneskt. Við foreldrarnir erum alveg í skýjunum með nýja herbergið sem og litla daman. Hún er sífellt bendandi váá. Kanínan á bókahillunni er klárlega uppáhaldshluturinn hjá litlu prinsessunni sem knúsar hana allan daginn. Takk kærlega fyrir okkur Dossa mín þú ert algjör dásemd 🙂

 16. Sonja Ýr
  26.09.2013 at 21:42

  Yndislega fallegt og fullt af flottum hugmyndum 🙂

 17. Vala sig
  02.10.2013 at 22:36

  Mikið er þetta fallegt hjá ykkur

 18. Edda Björk
  04.10.2013 at 11:15

  þú ert S N I L L I N G U R kona góð. Ohh hvað ég er heppin .. á alveg 10 daga ólesna pósta frá þér. Love it 🙂 KnúZ …. p.s. ég hugsaði nú oft oft til þín á Krít sko – sérstaklega þegar ég sá eitthvað fallegt ug rustic.

 19. Andrea
  21.10.2013 at 14:26

  Mjög stílhreint og fallegt. Æðislegt tréð á veggnum og snagarnir passa fullkomlega með 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.