Ögn af gömlu…

…í bland við það nýja!

Vitið þið hvað ég gerði?  Ég breytti inni hjá dótturinni, enn og aftur 🙂

Mig langaði svo að bæta nokkrum svona vintage hlutum inn í rýmið, eins og t.d myndinni sem hangir á vegginum núna  og hékk áður uppi á vegg á æskuheimili mömmu minnar…

2013-09-22-115736

…og þessum dásemdardúkkuvagni, sem að Daz Gutez fleytti í átt að mér um daginn…

2013-09-22-115758

…rúmið komið afur á upprunalegan stað…

2013-09-22-115806

…og jú svissaði yfir í teppi sem ég hef áður notað fyrir utan hjá okkur, svo fallegt…

2013-09-22-115816

…talandi um vintage þá setti ég líka inn þessa gömlu ferðatösku, og í henni eru dúkkuföt…

2013-09-22-115857

…og eins breytti ég aðeins myndagrúbbunni…

2013-09-22-115906

…önnur ástæða fyrir breytingunni var sú að ég gaf gömlu hilluna inni á Facebook, þessa hér…

971422_491138150971704_1829695098_n

…af því að ég fann þessa hérna, einnig í gamla Góða.  Þessi er mun stærri og mig vantaði að koma betur fyrir Pet Shop húsunum og dóterí-i…
2013-09-22-115708

…smá svona detail-ar í hillunum…

2013-09-22-115955

…eins og þessi krúttaralegi litli fugl…

2013-09-22-120000

…og töskurnar geyma alls konar smádót…

2013-09-22-1200062013-09-22-120655

 

…það fyndna er að ég fattaði bara að ég er búin að snúa einu sinni áður inni í herberginu, án þess að sýna það – en þið getið séð þessa mynd til að reyna að átta ykkur á þessu öllu saman 🙂

2013-08-25-142022

…en í dag þá erum við hér…

2013-09-22-120025

…bætti litlum glerfiðrildum á vegginn…

2013-09-22-1200412013-09-22-120455

…liltum vængjum, af því að þeir eru bara sætir…

2013-09-22-120444

…ungbarnaskór af litlu ungfrúnni bundnir saman og hengdir yfir nagla, og hann síðan falinn með hárblómi sem ég festi í bandið – einfalt en fallegt…

2013-09-22-120046

…annað hárblóm notað sem skraut…

2013-09-22-120048

…og fleiri hárblóm skreyta skerminn – um að gera að nýta það sem til er…

2013-09-22-120059

…krúttaralegasta perluarmband í heimi með litlum sveppi á…

2013-09-22-120111

…og stórir sveppir með engum perluarmböndum…

2013-09-22-120116

…awww #1…

2013-09-22-120127

…þegar að stúlkur eiga svona gordjöss kjóla, þá er bara ólöglegt að setja þá inn í skáp, það er bara þannig…

2013-09-22-120139

…awww #2 bambahálsmen…

2013-09-22-120152

…þessa bjó hún sjálf til í skólanum, stúlkan er smekkmanneskja á fugla…

2013-09-22-120201

…pokarnir góðu standa alltaf fyrir sínu, og geyma endalaust af böngsum…

2013-09-22-120208

…nei sko, þetta er á sínum stað og óhreyft – sko, ég get alveg verið til friðs…

2013-09-22-1202522013-09-22-120540

 

…gamla prentarahillan mín fékk að koma í heimsókn…

2013-09-22-120339

…og nærmynd af gömlu, gömlu myndinni…

2013-09-22-120349

…en dúkkuvagninn er mikið uppáhalds, hvað finnst ykkur?

2013-09-22-120554

…ég vona að þið eigið yndælis dag, í þessu leiðinda veðri sem er núna.  Það er um að gera að kveikja á kertum, kúra sig í sófahorni og breiða teppi yfir sig, svona um leið og færi gefst til 🙂

p.s. Eruð þið alveg búnar að gefast upp á rugluðu konunni sem að breytir herberginu hjá dóttur sinni 4 sinnum á ári, að lágmarki!


2013-09-22-120721

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

26 comments for “Ögn af gömlu…

 1. 25.09.2013 at 09:02

  Jiii hvað þetta er allt saman yndislegt 🙂 Ég er löngu hætt að reyna að breyta inni hjá stelpunum mínum, enda bara ekki hægt…lítið herbergi, stór koja og enginn veggur heill (2 gluggar, 2 hurðir og stór ofn). En á meðan nýt ég þess bara að kíkja á dásamlegheitin hjá þér !

  Þarf alveg að fá þennan vagn einhverntíman lánaðan sem props í myndatöku 😉

  knúseríhús….NY á eftir !!
  Kristín krútt

 2. María Hrönn
  25.09.2013 at 09:05

  Þetta er draumastelpuherbergi!! Æðislegt!
  Má ég spyrja þig hvar þú komst yfir ferðatöskuna, èg er nefninlega einmitt að leita að svona gamalli ferðatösku fyrir smá verkefni?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   25.09.2013 at 09:10

   Takk fyrir Kristín, og takk María!

   Þessa tösku, ásamt 2 öðrum, gaf vinkona mín mér. Var að taka til á háalofti hjá tengdaforeldrum sínum. En ég hef líka fundið gamlar töskur, af og til, í Góða Hirðinum 🙂

 3. Hjordis
  25.09.2013 at 09:09

  Vá ædi! Alltaf svo fvel heppnadar breytingar hja ter. Dukkuvagninn er bara geggjadur.

  Kv.Hjordis

 4. Íris
  25.09.2013 at 09:10

  Vá hvað herbergi hjá dóttlunni er fallegt 🙂 heppin hún að eiga mömmu sem nennir að breyta 4 sinnum á ári 🙂 Alltaf svo dásamlegt að skoða þessa síðu hjá þér.

 5. Berglind Magnúsdóttir
  25.09.2013 at 09:24

  Alltaf jafn gaman að skoða hjá þér, bara yndislegt 🙂

 6. Gauja
  25.09.2013 at 09:26

  yndislegt herbergi… og dúkkuvagninn er mjög fallegur

 7. Kolbrún
  25.09.2013 at 09:27

  Alltaf jafn gaman að sjá hvað þú ert að bralla verð alltaf jafn heilluð og langar að fara að breyta til.

 8. Brynja Jóhannsdóttir
  25.09.2013 at 09:47

  Hver lætur frá sér aðra eins fegurð eins og þessi dúkkuvagn er. Heppni að hann komst í hendurnar á þér, þar sem hann fær að njóta sín 🙂

 9. Harpa
  25.09.2013 at 10:03

  Fallegt herbergi, vagninn er æðislegur og gamla myndin líka. Margir fallegir hlutir, sérstaklega hrifin af skrifborðinu. Væri nú gaman að fá þig til að gera svona final touch á herbergi stelpna minna, þær eiga mjög stór herbergi, vantar þessi kósýheit.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   25.09.2013 at 17:32

   Bara senda skiló mín kæra 😉

 10. Agata Kristín
  25.09.2013 at 10:41

  Fallegt herbergi 🙂 Hvar fékkstu skrifborðið? Vantar hrikalega svona eitt lítið og nett.

 11. María
  25.09.2013 at 14:02

  Mikið er gaman að sjá myndirnar. Flott herbergi.

 12. anna sigga
  25.09.2013 at 16:41

  Váá….flott eins og alltaf…get ekki breytt svona oft hjá syni minum…en þegar hann fær stærra herbergið þá veit ég hvert ég leita til að fa hugmyndir 😉

  Kv As

 13. Sigga Maja
  25.09.2013 at 17:36

  Fallegt,fallegt og fallegt

 14. Svandís J
  25.09.2013 at 18:02

  Leyfi mér að segja að þetta sé fallegasta stelpuherbergí norðan Alpafjalla… og ég meinaða!
  Dásamlega fallegt og dúkkuvagninn yndisfagur 🙂

 15. Harpa
  28.09.2013 at 10:06

  hvar fékkstu pífulakið ?

  • Anonymous
   28.09.2013 at 16:28

   Hæ Harpa,

   Þetta pífulak er úr Target og dúkkustóllinn er frá USA, þannig að þetta er víst bæði útlendisdóterí 🙂

 16. Harpa
  28.09.2013 at 10:06

  og dúkku matarstólinn?

 17. Helga Þórsdóttir
  28.09.2013 at 23:23

  Herbergið er dásamlegt, finnst vera svo mikið værð yfir því þegar maður skoðar það 🙂 Má ég forvitnast hvaða litur er á veggjunum og eins hvaðan bangsapokarnir eru?

 18. Sigga Rósa
  05.10.2013 at 12:37

  Sæl Dossa, mig langar svo til að vita hvar þú fékkst skrautið sem er framan á bókahillunni, blómið og krúsídúllurnar? Er að gera upp skáp og langar svo til að skreyta hann aðeins 🙂

 19. Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir
  08.05.2014 at 11:04

  Sæl stelpuherbergin hjá þér eru hreint æðisleg, LOVE IT !!! Langar svo að vita hvar fékkstu pífulök á rúmin úr IKEA ???? Kveðja Ágústa

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.05.2014 at 22:02

   Sæl Ágústa og takk fyrir hrósið 🙂

   Pífulakið er frá Target í USA, það er í fullri stærð en ég bara “feika” það undir lakinu 😉 Hljómar eitthvað illa, en svona er það víst!

Leave a Reply

Your email address will not be published.