Sjö myndir í sumar…

…er bloggáskorun sem kemur upprunalega frá  Mona´s Picturseque en ég sá þetta hins vegar hjá henni Kristínu Vald.  Ef þið eruð ekki búin að kíkja á síðuna hennar  Kristínar þá mæli ég með að þið gerið það í snarhasti, þar sem að hún tekur alveg guðdómlega fallegar myndir af fallegu stúlkunum sínum og fallegu umhverfi, sem sé allt fallegt…

Málið snýst sem sé um að birta 7 uppáhaldsmyndirnar frá því í sumar, og það liggur við að þetta sé í fyrsta sinn sem ég segi, sem betur fer var veðrið ekkert gott – því annars hefði maður haft svo mikið mikið meira úrval úr af myndum úr ferðalögum 😉  Sko, fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott…

 * Þessi mynd af strákunum okkar finnst mér vera sérlega indæl, reyndar bara tekin hérna inni og ekkert uppstillt eða spennandi umhverfi,
en þeir eru bara svo miklir vinir og mjúkir saman, að ég verð öll mjúk í hjartanu – og það er gott…

2013-06-15-151820

 * Mynd frá San Francisco, tekin í höfninni á leiðinni að skoða Golden Gate brúnna, eitthvað alveg ótrúlega fallegt við hana finnst mér…

2013-06-28-031555

*  New York, New York ❤

2013-07-02-001835 - Copy

* Feðgar í fjöri og að vera fyndnir í fríi, hvað eru mörg f í því…

2013-07-27-202545_1

* Það er bara eitthvað við þessa mynd af henni dásamlegu dóttur minni sem heillar mig alveg,
held að það sé bara að myndin er eitthvað svo mikið hún…

2013-08-25-142045

* Enn og aftur, bestu vinir, mjúkt hjarta ❤

2013-09-07-190549

* Vinstra megin er það faðirinn 1976, en hægra megin litli gaur 2013 – en báðir í sömu peysunni og við sömu hurðina…

Starred Photos163

Mona Picturesque is challenging bloggers to pick seven pictures from the summer, these are mine!

7 comments for “Sjö myndir í sumar…

  1. 22.09.2013 at 13:12

    Wonderful! So happy you took the challenge 🙂 your summer looks gorgeous. I’m most in love with the photo of your hubby & son (?) with the rainbow in the background. Pure gorgeousness!

  2. 22.09.2013 at 14:38

    Skemmtilegar og fallegar myndir!

  3. 22.09.2013 at 14:50

    Mona inspires us all! What a great challenge! Uppahaldsmyndin er af fedgunum i somu peysunni…Algjor snilld.
    Kv. Brynja

  4. Anna Sigga
    22.09.2013 at 19:07

    Frábært ! skemmtilegar myndir og mjúkumyndirnar eiga sko heima þarna 🙂 🙂

    Ég á margar uppáhaldsmyndir hihi frá því í sumar, allar af syni mínum *bráðni*

    kv AS

  5. 22.09.2013 at 23:10

    Frábærar myndir en feðgar í fjöri er bara geggjuð 🙂

  6. Dóra
    23.09.2013 at 10:47

    Æðislegar myndir, bráðnaði alveg yfir þeirri fyrstu,er líka labbaeigandi….feðgar í fríi geggjuð..og peysumyndin dásamleg…..þessar stóðu uppúr hjá mér..;)

  7. 24.09.2013 at 19:35

    yndislegar myndir

Leave a Reply to Brynja Einarsdottir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *