Pjattbreyting…

….en það er opinberi titillinn sem að ég gaf gang-meikóver-inu hérna hjá okkur.  Sjáið til, stundum er maður að breyta til þess að hagræða, græða pláss, eða sér fram á að koma hlutunum fyrir betur á annan hátt.  En stundum, eins og núna, þá er þetta breyting sem er ekki hagræðing, við töpuðum smá plássi fyrir yfirhafnið og þurftum að tilfæra aðeins.  En hins vegar er ég algerlega sátt við það allt saman ♥

Útkoman er sem sé þessi:

2013-09-17-181940

…og svo til upprifjunar fyrir ykkur, þá var gangurinn svona áður…

2013-08-18-124026

…oft er talað um að lítil þúfa velti þungu hlassi, og svo var í þetta sinn.  En þetta blessaða snagabretti sem að ég fann í Daz Gutez varð algerlega áhrifavaldur, og í raun ástæða þess að farið var útí þessar breytingar.  Þið getið séð póstinn um þegar það var keypt hér og síðan fást svona snagabretti í Heimili og hugmyndir, á Suðurlandsbraut, sjá hér

2013-09-17-182003

…en sem komið er bara búið að stilla speglinum upp við vegginn, og það á eftir að klára þetta verk…

2013-09-17-182032

…við máluðum alla veggi í litnum mínum, sem ég fékk þá í Slippfélaginu til þess að blanda fyrir mig og heitir nú bara SkreytumHús-liturinn.

Alveg eins og ég sá það fyrir mér og gerir mig ævinlega káta…

2013-09-17-182044

…og endalaust gaman að leika sér með uppstillingar á því…

2013-09-17-182052

…og púðar og gæran gera bekkinn kósý og notalegann til að tilla sér á…

2013-09-17-182057

…og hvernig líst ykkur annars á bekkinn minn góða?

2013-09-17-182108

…ég er svo endalaust skotin í honum, finnst hann vera eins og bekkur frá 17hundruð og súrkál, sem er einmitt antík eins og ég elska…

2013-09-17-182302

…ég var búin að leita út um allt að bekki sem ég fílaði, en fann engann sem passaði inn í rýmið, en þessi – hann passaði alveg!

2013-09-17-182253

…nú eru kannski einhverjar sem að hafa hug á að vita hvar ég fékk svona eðalbekk, en því er auðsvarað, Í Nytjamarkaðinum keypti ég þetta eðalsófaborð á 3000kr…

2013-08-24-180414

…bóndinn fékk síðan fyrirmæli um hvernig skildi verkið vinna, og úr varð að sögin góða var dregin fram…

2013-08-27-222829

…nokkrum centimetrum síðar, og einhverju kvarti og kveini um blöðrur (sem er náttúrulega bara píp 😉 ) varð borðið mitt að bekk –
Lengi skal manninn reyna

2013-08-27-222942

…og er hann ekki bara bjútífúll…

2013-09-17-182246

…síðan er náttúrulega karfa á staðnum sem í er teppi og púði, ef að gestir skyldu ílengjast í forstofunni og sækja að þeim ofsakulda ( ég sagði ykkur að þetta væri pjattbreyting), en reyndar undir pjattinu er síðan treflar og ýmislegt annað sem er nauðsyn en ekki eins fagurt fyrir augað…

2013-09-17-182123

…var ekki einhver að biðja um fegurð fyrir augað?
Jú takk, pjattrófan hengir að sjálfsögðu upp kransa með perlum, maður er bara svo agalega dannaður þannig 😉

2013-09-17-182132

…yfir í meira pajtterí, nú skal reyna að hafa mottu á ganginu, og ljós er hún.  Eins gott að ég er bara með tvo labrador hunda, tvö börn og einn kall – því annars gæti hún orðið skítug.  En hins vegar, þá fékk ég hana í þeim Góða á fáa hundraðkalla og því auðsótt mál að gefast upp og henda henni út…

2013-09-17-182202

…þetta er ekki búið, þá á eftir að hengja upp myndir og klára rýmið, jafnvel að mála bekkinn, en þetta er verk í vinnslu og mig langaði að leyfa ykkur að sjá strax…

2013-09-17-182302

…hvað segið þið þá um málið?

Spilun eða bilum?

2013-09-17-182309

Þarf nauðsynlega að fara til Einkaleyfastofu og sækja um einkaleyfi á Pjattbreytingum ™

44 comments for “Pjattbreyting…

  1. 18.09.2013 at 08:42

    forstofan er æðisleg!!!

  2. Sigríður Helga Sigfúsdóttir
    18.09.2013 at 08:42

    Vá hrikalega flott þetta er svo ég stíllinn þinn. En hvað gerirðu við fötin sem voru í skápnum 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2013 at 09:00

      Útifötin eru komin á annan stað, sem sést síðar, þarna hanga bara jakkar gesta sem koma í heimsókn 🙂

      Pjatt alla leið!!!

  3. María
    18.09.2013 at 08:54

    Þetta er æðislegt.
    En ég er líka forvitin um útifötin, þau gætu skemmt heildarlúkkið.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2013 at 09:01

      Engar áhyggjur, það er stranglega bannað að hengja þarna – nema að þú sért gestur! 😉

  4. 18.09.2013 at 08:56

    ohhhh……só bjútífúl !!!

  5. Guðrún María
    18.09.2013 at 09:02

    Æði! Klárlega Spilun! 😉

  6. Gauja
    18.09.2013 at 09:04

    þetta er klárlega flottasta forstofa á landinu

  7. Gígja
    18.09.2013 at 09:07

    Fabjúlöss 🙂

  8. Hjördís Arna Hjartardóttir
    18.09.2013 at 09:16

    Vá æðislegar breytingar! Bekkurinn algjör snilld.

  9. Helga
    18.09.2013 at 09:56

    Æðisleg breyting.. bara vá!!

  10. Margrét
    18.09.2013 at 10:09

    Spilun, bara dásemd. Ég hef reynt að hafa forstofuna mína fína, en með Eiginmann og unglingsstráka sem nota skó númer um það bil 72 þá fyllist forstofan fljótt af skófatnaði (tvö skópör af þeim og það er ekki hægt að sjá forstofgólfið!) hvað gerir maður við alla þessa skó? !!!!

  11. Hilda Karen
    18.09.2013 at 10:13

    Dásamleg breyting 😀

  12. svava zophaníasdóttir
    18.09.2013 at 10:36

    Ekkert smá flott og kósý: ) þú hefur þá pláss annars staðar fyrir öll útiföt og skó. Finnst það flæða út um allt hjá mér..snagarnir og bekkurinn æði!

  13. svava zophaníasdóttir
    18.09.2013 at 10:41

    hvar var sagað af bekknum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2013 at 22:16

      Það var sagað aftan af honum, sem stendur upp við vegginn. Enda betra að hafa brúnina þar slétta en ekki kúpta!

  14. 18.09.2013 at 11:19

    klárlega spilun hún er frábær hjá þér eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur.

  15. Anna Gyða
    18.09.2013 at 11:20

    Þetta er hrikalega flott, alveg eins og klippt út úr tímariti! 🙂 En ég er í sömu vangaveltum og margar aðrar, litil forstofa, einn stór skápur (sem ætti reyndar að gleypa margt), 1000 skópör (þar af eru allir með ca 3 skópör bara á gólfinu sem gera þá 12 pör sem flækjast fyrir..) svo var yngra barnið með 3 snaga sem fljótlega fylltust af alls kyns yfirhöfnuð allra á heimilinu. Gluggakistan er svo fínasta geymsla undir allt sem kemur úr bílnum/einhverja auglýsingabæklinga/veski og lykla etc.. ásamt þvi´að smá blómaskreyting reynir að finna sér sinn sess á milli draslsins 🙂 Ég spyr því eins og hinar, hvað gerir maður við allt venjulega dótið sem maður þarf að vera með? Takmarkar 3 skópör á mann og yfirhafnir og raðar þvi´öllu fallega í skápinn? Mér finnst t.d. oft tímaritamyndir ekki vera fyrir venjuleg heimili, þar sem daman á bara eitt fallegt rautt skópar sem tónar við lampann í forstofunni eða slíkt.. æj þú veist hvað ég meina 🙂 Eins sé ég ekki fyrir mér að svona fallegt snagabretti fengi að vera óáreitt lengi 🙂 Ef þú átt einhver svona sniðug ráð og trix væri ótrúlega gaman að sjá það/heyra! Takk annars fyrir yndislegt blogg 🙂

  16. Edda Björk
    18.09.2013 at 11:25

    OMG Soffía Dögg !!! þetta er svo ótrúlega mikil spilun að það er ekki einu sinni fyndið. Hvernig í ósköpunum finnur þú alltaf svona gordjöss dót ? og af hverju ertu svona klár ? og hvernig getur þú látið ALLT líta vel út ? Viltu gjöra svo vel og koma heim til mín og gera forstofuna mína svona fína. Love you Edda 🙂

  17. Kristjana
    18.09.2013 at 11:37

    Klárlega SPILUN….Gordjöss þessi bekkur og snaginn yndi!! Var einmitt að ræða það við minn mann í morgun að við yrðum að gera eitthvað við þessa forstofu okkar…nú er komin hugmynd ;o) þú ert snillingur!!
    Held að einkalefi á Pjattbreytingu sé algjörlega málið.

  18. 18.09.2013 at 11:51

    Klárlega meiriháttar SPILUN !!!
    Þetta er svakalega rosalega fallegt !!!

  19. Kolla
    18.09.2013 at 11:59

    Ótrúlega flott eins og allt hjá þér

  20. ásta
    18.09.2013 at 15:43

    snild með bekkinn hef langað í borð í forstofuna svona hátt eins og elhúsborð í þeirri hæð en mjótt þþað er bara kannski hægt að nota sömu aðferð og saga það til

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2013 at 22:14

      Það er klárlega hægt, vinkona mín var með gamalt eldhúsborð sem hún breytti í bekk og í svona hátt, mjótt borð – þannig að go for it! 🙂

  21. 18.09.2013 at 16:51

    Virkilega flott hjá þér!

  22. Svandís J
    18.09.2013 at 19:00

    WUNDERSCHÖN!!!!
    Eins gott að gestirnir þínir klæðist yfirhöfnum í stíl við þessa dásamlegu stemningu hohohoho…. Annars þekkir maður þetta sem rætt er um hér að ofan með skópör og þess háttar en að kveldi dags þegar húsfrúin er búin að snurfusa heimilið og allt komið í ró er dásamlegt að leggjast á koddan og vita af því að manni mætir svona bjútífúl rými um morguninn þess á milli er bara allt í góðu þó að stíllinn taki smá U-beygju.
    Stendur þig vel eins og alltaf
    knúzzz

  23. 18.09.2013 at 20:15

    OMG þetta er algjört æði hjá þér! Klárlega ein flottasta forstofa sem ég hef séð 🙂 Elska að skoða breytingar hjá þér og alveg ótrúlegt hvað þér tekst ALLTAF vel til! 🙂

  24. Vaka
    18.09.2013 at 20:36

    Svakalega flott 🙂

  25. Kristjana
    18.09.2013 at 21:35

    ein spurning – hvernig málningu notaðir þú á litla borðið/kommóðuna?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2013 at 22:12

      Sæl Kristjana, ég var að svara þér á fésinu líka – en þetta er sama málningin og ég notaði á hin borðin hérna…

      http://www.skreytumhus.is/?p=15815

  26. Lára
    18.09.2013 at 22:06

    Geggjaðslega flott hjá þér 🙂

  27. 19.09.2013 at 21:57

    Nei, hættu nú alveg! Þvílíkt gordjöss! Og sófaborðsbekkurinn er tær snilld!

  28. Vala Sig
    19.09.2013 at 22:44

    Þvílík dásemd hjá þér elska

  29. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    20.09.2013 at 20:05

    Ótrúlega flott! Langar til að henda út öllu draslinu úr minni forstofu til að gera eitthvað svona!

  30. Selma
    23.09.2013 at 00:01

    En flott 🙂

  31. Sigga
    03.10.2013 at 23:24

    Ótrúlega flott og bekkurinn snilld!

  32. Selma Bra Jokulsdottir
    16.12.2013 at 00:03

    Alveg ótrúlega flott hjá þér. Mig langaði til að spyrja þig hvernig snagabrettið er fest upp? Ég var að útbúa mér svona bretti en veit eiginlega ekki hvernig er best að hengja það upp

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2013 at 01:22

      Takk fyrir Selma 🙂

      Brettið var með festingu aftar á, þannig að maður festi þetta upp á 2 nagla.
      Þú getur örugglega farið og keypt einhverjar festingar eða upphengi í Húsó eða þannig…

  33. Erla
    02.01.2014 at 22:15

    Sæl .

    Mikið er þetta allt fínt hjá þér, en mín spurning er sú hvar þessi flotta motta er keypt ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.01.2014 at 22:47

      Hellú…

      heyrðu þessi eðalgripur er sko alveg úr Góða Hirðinum, en kemur upphaflega úr Design Búðinni RL Vöruhús, eða Rúmfó 😉

  34. Kristín
    21.03.2014 at 14:56

    Tóku þið plötuna af til að minnka hana?

    Geggjað flott! Ég a avona borð og þetta er brill hugmynd;)

    Kv. Kristín

  35. Þuríður
    24.09.2015 at 09:01

    Virkilega fallegt og kemur flott út að hengja upp kransinn með perluhálsfestinni.

  36. Ingunn
    15.01.2017 at 12:07

    Æðislegt hjá þér! Hvar fékkstu þessa snaga og hvað barstu á snagabrettið og bekkinn?

Leave a Reply to Margrét Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *