Ike-ást hér heima…

…þrátt fyrir ást mína á þeim Góða, og að finna hitt og þetta og gera það að “mínu”.  Þá er ein búð sem er óbrigðult á listanum mínum þegar að gera þarf herbergi.  Hver er búðin?

Ok, kannski ekki erfitt að giska á það en – taaddaaa Ikea!

Þetta er sú búð sem ég treysti á öðrum fremur til þess að geta keypt þessa hluti sem eru algert möst, að mínu mati!

Eigum við að pæla aðeins í þessu?

Eldhúsið

Ingolf vinur minn, og tvíburabróðir hans Ingolf fluttu hingað inn, og við búum öll saman í sátt og samlyndi.  Þrátt fyrir að þeir séu búnir að búa hjá okkur í rúmt ár – þá er ég enn jafn skotin í þeim í dag.

2012-10-24-222139
2012-10-24-180049

Fullscreen capture 23.8.2013 021054

Hliðarborðið góða var keypt á Bland.is og kalkað, en hins vegar veit ég að þetta er upprunalega Ikea borð

2012-06-19-211203

…og þessi eru til þarna í dag…

Fullscreen capture 23.8.2013 011615 Fullscreen capture 23.8.2013 011601

Stofan

Eftir fjörugar fésbókarumræður á sínum tíma þá bætti ég gardínuvængjunum við í stofunni.  Þær heita Merete og eru rosalega góðar í herbergjum þar sem að mikil sól skín inn.  Þar sem að ég er alltaf að breyta (nauuuuuuu ha?) þá hafa þær líka hangið uppi í svefnherberginu og í dömuherberginu.

IMG_8846 2013-08-14-112415Fullscreen capture 23.8.2013 000026

Annað sem að ég mæli hiklaust með, og er alltaf með í stofunni er gæran góða sem liggur á hægindastólnum.  Það er sko ekkert út með gæruna hér!  Ég vil hafa gærur og mikið af þeim, ég er með þessa stóru “alvöru” á sófanum í stofunni, en ódýrari týpuna inni í dömuherberginu.

Fullscreen capture 20.11.2012 221208

Fullscreen capture 20.11.2012 221215

Einn af mínum uppáhalds hlutum er þessi fallegi hvíti vasi sem er í stofu horninu.
Langt síðan að hann var keyptur, en er alltaf jafn happy með´ann.

Fullscreen capture 20.11.2012 221255

Rammar eru nauðsynlegir og geta gjörbreytt rými, Ikea er “go-to-staðurinn” sem að ég fer alltaf að kaupa ramma fyrir myndirnar mínar.  Þeir eru svo góðir og í alls konar flottum gerðum og stærðum.

2013-06-09-205114

…og þið eruð nú farnar að þekkja hversu hrifin ég er af myndagrúbbum…

2013-02-06-235346 2012-06-04-130942 2012-06-04-130250

Hjónaherbergið

Náttborðið þykir mér alltaf jafn fallegt.  Eftir að ég fékk síðan kommóðuna sem náttborð “mín megin” þá fór gamla mitt inn í herbergi litla mannsins.
Sko – það er alltaf hægt að nýta þetta áfram.

2012-05-20-201234 Fullscreen capture 23.8.2013 011706

Nýju gardínurnar mínar í svefnherberginu eru líka frá Ikea.  Bæði þessar gráu og svo blúndan fyrir innan.

Fullscreen capture 19.6.2013 231241 2013-04-25-182458
2013-04-25-183609

Síðan er það sem ég treysti á og nota út um allt, tvöfalda gardínustöngin.
Þá geturu verið með vængi sem að þú dregur fyrir og frá, en fyrir innan getur verið blúnda eða eitthvað kósý, eða bara til að hengja skraut á.

Fullscreen capture 22.8.2013 235617

2013-04-25-184013

Skrifstofan

Hefði sennilegast ekki komist á laggirnar ef ég hefði ekki Expedit vin minn til staðar.
Hillurnar voru notaðar sem basis-inn til þess að byggja skrifborðið á og þessi lausn er enn að virka vel.

2012-09-12-182338 2012-09-11-225559

Fullscreen capture 23.8.2013 011827

Fullscreen capture 23.8.2013 011840 Fullscreen capture 23.8.2013 011834

Sömuleiðis er litla Ribba-bókasafnið alveg að gera sig.

2012-09-11-234324

Herbergi litla mannsins

Þar er nú Ribba-hillan að standa sig í stykkinu og gefur okkur grunninn fyrir tré- og skýjahillurnar …

2012-11-05-235227 2012-11-05-235307 2012-11-07-203920 2012-11-07-2039442012-11-08-002715 2012-11-08-002753

Við erum með dökka Malm kommóðu og síðan er gömul útgáfa af Expedit sem er þarna undir allt dótið.

2012-06-04-130848

Gardínurnar eru Vivan og auðvitað eru stangirnar líka frá Ikea

Jeminn, já og bílamottan er líka frá Ikea.

2012-11-08-002520

Þetta er kannski einhverjum til gagns og gamans, í það minnsta þá finnst mér stundum leiðinlegt að vera að sýna ykkur hitt og þetta – sem er ekkert hægt að leyfa ykkur að finna fyrir ykkur sjálf/ar.  Þetta er svo oft eitthvað svona one-of-a-kind og þá er kannski ekki séns að finna annað 🙂

Vona að ykkur hafi ekki leiðst of mikið, og ef það er eitthvað sem þú eruð að spá – spyrjið!

*knúsar og góða helgi í hausinn á ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Ike-ást hér heima…

 1. Svala
  23.08.2013 at 19:04

  Halló, er ég ein hérna????? Nei djók. Held það séu bara allir svo gasalega busy að framkvæma snilldarhugmyndirnar þínar 😉

 2. Guðríður
  23.08.2013 at 19:29

  “Þjáist” líka af þessari Ikea ást 😉 en segi alltaf það sama þegar ég kommenta hjá þér.
  Það er allt svoooo dásamlegt hjá þér!

 3. Sigga Rósa
  23.08.2013 at 20:54

  Ikea er sannarlega málið:) Endalausar hugmyndir sem þú kemur með, alveg frábær:)

 4. hulda
  23.08.2013 at 21:40

  HÆ, sko, ég er með AUÐAN strákavegg hjá 11 ára og veit ekkert hvað ég á að setja á hann! Hillur? plaköt? Was?! svo þarf ég að koma mér upp vinnuaðstöðu á tölvu en hef ekkert húspláss, hvað gera danir í því? Svo er ég með frímerkjaþvottahús, sko alvöru lítið cirka 1.10 cm x 1.10 cm og allt á hvolfi…………..og hugsaðu nú! Elska Ikea líka. Er ekki listræn fyrir fimmaura og vantar hugmyndir 🙂
  Takk fyrir takk.

 5. Þóra Björk
  23.08.2013 at 22:32

  Elska Ikea en stundum skunda ég þarna í gegn og enda með að kaupa betterí og þvottabursta við kassann!! En yndislegt að sjá svona hugmyndir, svo nú er bara að fara að framkvæma 🙂

  Er að reyna að átta mig á því hvernig ég ætla að útfæra herbergið hjá krílunum mínum, svona fyrir bæði kynin. Kannski er Ikea bara með þetta 😉 og klárlega þú kona góð.

  Bkv.

 6. 25.08.2013 at 13:11

  IKEA er best! Gerir manni kleift að eiga sómasamlegt heimili þegar maður er fátækur námsmaður nýfluttur að heiman
  Lifi IKEA 🙂

 7. Harpa Halldórsdóttir
  25.08.2013 at 13:40

  Mikið er þetta fallegt hjá þér og gaman að skoða bloggið 🙂

 8. Sunna
  05.11.2013 at 09:06

  Var mikið að spá í afhverju það hefðu flutt tveir menn inn til þín sem hétu báðir Ingolf….og væru tvíburar…..var mamman ekki að nenna að finna tvö nöfn bwhahahahhahahha 😀 kveikti loksins á perunni 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.