Frú Bean…

…er mætt á svæðið.  Eða svona næstum því!  Eftir að ég fékk fínu málninguna mína, og fínu spreyjin mín, þá ég næstum eins og Mr Bean þegar að hann málaði alla íbúðina sína.  Allt skal málað í hinum fagra ríkislit 🙂

Mr.Bean málar!!

Hér sjáum við yfir eldhúsið, og reyndar er það ekki allt orðið í sama litinum, en hins vegar má sjá pops of color dreift um svæðið.

2013-08-22-115828

…í fyrsta lagi verð ég að minnast á nýja, flotta skiltið mitt frá Fonts.  Mér finnst það svo mikið æði og litirnir, maður minn.  Textinn er í sæblágræna litnum, og gráum tónum, luvs it!

2013-08-22-115852

..nei sko, sjáið hver kúrir þarna í horninu…

2013-08-22-115901

…dag einn þegar að ég var að gramsa í bílskúrnum, rakst ég á stóra kistu fulla af “gersemum” frá kántríárum eldhússins (sjá hér og hér ) og þar á meðal var þessi hér, keyptur í Hagkaup árið 1998…

2013-08-20-144133

…eftir að bregða fyrir mér pensli og málningunni frá Litalandi, þá varð hann svona…

2013-08-22-115917

…vann kassann ekkert áður, bara penslaði – og passaði í raun að hafa ekki mikið í penslinum þannig að málningin væri ekki að þekja vel, jú sí…

2013-08-22-115939

…sést ágætlega hér, passaði að þekja ekki allt og fór aðeins yfir kanta með sandpappír…

2013-08-22-115942

…sætasti gamli bambinn minn fékk svo heiðurssæti þarna ofan á…

2013-08-22-115949

…diskurinn góði er kominn í gluggann, sagði ykkur það – er aldrei til friðs…

2013-08-22-120000

…yndisleg vinkona gaf mér þennan poka úr H&M og ég stakk bara glervasa ofan í hann, og la voila – þá er hann orðinn að blóma”potti”…

2013-08-22-120010

…sama dásemdarvinkonan gaf mér líka þessa tvo, og krúttstaðallinn sprakk í allar áttir! 🙂

2013-08-22-115929

…hvað segið þið með svona brauðkassa?

Spilun eða bilun?

2013-08-22-120017

…og skiltið mitt, elsku skiltið mitt!

2013-08-22-120032

…fékk þennan yndislega Búdda að gjöf frá lesanda – þið eruð krútt – og takk fyrir mig  ♥

2013-08-22-120047

..allt í góðu að kveikja á kertum þegar að veðrið er svona smá hráslagalegt, það er bara kósý!

2013-08-22-120135

*kósý stemming*

2013-08-22-120158

…eruð þið ekki bara hress samt?

Hvað er uppáhalds?

Skiltið?  Kassinn? Diskurinn? Búddi litli?

2013-08-22-120224

10 comments for “Frú Bean…

  1. Margrét
    22.08.2013 at 13:16

    Klárlega skiltið

    Kv.Margrét

  2. Gauja
    22.08.2013 at 13:22

    skiltið er auðvitað geggjað… finnst líka litlu gjafirnar allar æði 🙂

  3. Inga Sif
    22.08.2013 at 14:05

    Röndóttu rörin og HM pokinn. Og svo gætirðu náttúrulega tekið Dalalíf á þetta og spreyjað hundinn í blágrænum tón 😉

  4. Guðrún H
    22.08.2013 at 15:28

    Ofurkrútt eru þessi kertaglös með íkornanum og broddgeltinum. Ég set þau á listann minn fyrir næstu ferð til HM lands 😉

    Kveðja Guðrún.

  5. Helga Vala
    22.08.2013 at 15:46

    Hæ hæ og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér 😉
    Mig vantar svo svona skeið eins og er í glerskálinni með morgunkorninu, hvar fæ ég svona ef ég má spyrja ? 😉
    Kv Helga Vala

  6. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    22.08.2013 at 18:25

    Kassinn dauðsé eftir að hafa látið minn fara

  7. Rannveig Ása
    22.08.2013 at 21:55

    ÞÚ ert uppáhalds!! 🙂

  8. Sigga Rósa
    22.08.2013 at 23:08

    ÞAð er brauðkassinn sem er uppáhalds af öllu uppáhalds:) Á svona kassa og hef verið að spá í að mála hann, flott að sjá hvernig hann gæti litið út málaður. Takk:)

  9. 23.08.2013 at 00:10

    Jedúdda mía hvað ég er skotin í kertaglösunum og brauðkassanum! Ég er búin að vera með einn nákvæmlega eins í þvottahúsinu hjá mér sem að var verslaður á heilar 500 kr í vor og bíður pollrólegu reftir “meikóveri” ég hef ekki getað gert upp við mig í hvaða lit ég á að mála hann….
    En nú held ég að ég steli (ef ég má) þínum lit mér finnst hann algjörlega dásamlega frábær !!!
    Mannstu nokkup númerið á honum ?? 😉
    Takk takk takk fyrir að vera frábær !

  10. María
    27.09.2014 at 08:37

    Sæl

    Mig langaði að forvitnast hvaða málingu ertu með á veggjunum? Ótrúlega flott allt hjá þér?

    Kær kveðja
    María

Leave a Reply to Sigga Rósa Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *