Oooops…

….I did it again 🙂

Ég fékk hjá henni systur minni þennan líka eðal skúffuskáp!  Ekki merkilegur en ágætis hirsla og ég var komin með rétta staðinn fyrir hana í huganum…

2013-08-06-132253

….best að sýna ykkur líka hvað ég var að spá.  Mig langaði svo að brjótast aðeins út úr þægindarammanum og nota smá lit, svona til tilbreytingar.  Eitthvað í líkingu við þetta…

Foto 12.07.13 19 31 31-778196 images

…þannig að fyrsta vers var að taka málininguna framan af skúffunum.

En viti menn…

Bíðið aðeins….

Vóóóóó, er það bara ég eða er þetta æðislegt?

2013-08-06-132307

…einhvern tímann voru sumar skúffurnar ljósbláar, og þá kom liturinn svona í gegn þegar að pússað var…

2013-08-06-132312

…aðrar voru reyndar bara grænar, en so what?
Ég er að fíla þetta svoldið mikið…

2013-08-06-132513

…nú er bara málið!

Er ég komin með Stokkhólms-heilkennið eða er þetta bara flott svona?

2013-08-06-132727

…eins og ég segi, stundum er maður ekki alveg viss hvort að maður sé bara orðin svona “samdauna” því sem maður er að gera eða hvort að hlutirnir séu í raun að ganga upp!
Þið þurfið líka að sjá þetta fyrir ykkur á hjólum, t.d…

2013-08-06-133724

…svona!  La voila, galdrablogg 🙂

Síðan er ég í pælingum með að notast við planka úr gamalli trépallettu þarna ofan á, og þetta yrði eins konar bekkur!

2013-08-06-174401

…þannig að segið mér nú:  Spilun eða bilun?

Ég var sjálf svo upprifin og spennt yfir þessu, og þegar að eiginmaðurinn kom heim sagði ég:
” er þetta ekki æði?”

Fékk svar um leið: “uh, nei!”  Þessir kallar 🙂

Koma svo, spilun eða bilun?

2013-08-06-174403

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Oooops…

  1. Gauja
    07.08.2013 at 10:34

    spilun… hlakka mikið til að sjá útkomuna 🙂

    • Ingunn
      07.08.2013 at 10:42

      Svaka flott 🙂

  2. Svandís
    07.08.2013 at 10:45

    Já algjörlega spilun, finnst liturinn flottur en spurning að prufa að sleppa hjólunum ef þú græjar þetta sem bekk… spennandi að sjá. Ég veit að sama hvað verður endar þetta í dýrðlegheitum eins og allt annað frá þér 🙂

  3. Helga Eir Gunnlaugsdóttir
    07.08.2013 at 11:29

    Mér finnst klárlega eitthvað skemmtilegt við þetta!

  4. 07.08.2013 at 14:30

    Spilun!

  5. Margrét Helga
    07.08.2013 at 15:41

    Klárlega spilun! Verður spennandi að sjá hvar þetta endar…uuu, en svona miðað við breytingarþörfina þína þá ætti maður kannski að segja að það verði spennandi að sjá hvar þetta byrjar 😀

  6. 07.08.2013 at 16:15

    Spilun! Hlakka til ad sja hvad thu gerir vid toppinn….Planki eda ekki?

  7. Guðbjörg Valdís
    07.08.2013 at 22:32

    Algjörlega spilun! Ótrúlega fallegt og ég hlakka mikið til að sjá lokaútkomuna 🙂

  8. Hjordis
    08.08.2013 at 12:47

    Spilun!

  9. Anonymous
    09.08.2013 at 02:04

    Halló þú varst ekkert búin ad blaðra þessu – klárlega spilun (“,)
    snilli

  10. Helena
    09.08.2013 at 18:15

    Klárlega spilun!! Hlakka til að sjá útkomuna snillingurinn þinn 🙂
    Knús,
    Helena

  11. Vaka
    15.08.2013 at 09:41

    Mjög flott, hlakka til að sjá hvar þetta endar 🙂

Leave a Reply to Guðbjörg Valdís Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *