Ró yfir…

…þessum myndum og stundum er það bara svo notalegt!

Það er nefnilega svo endalaust falleg birtan sem kemur stundum á svona sumarkvöldum, þegar að seinustu sólargeislarnir kyssa trjátoppana svona rétt fyrir svefninn…

2013-07-24-195835

…uppstillingin á þessu mikla kertaborði var eiginlega bara óvart.  Það er nefnilega þannig að þegar ég er að breyta í eldhúsinu og stifunni, þá safna ég hinu og þessu saman á borðstofuborðið á meðan.  Einn daginn var þetta allt saman eftir þegar að restin var komin á “sinn” stað…

2013-07-24-195844

…og þrátt fyrir að stjakarnir komi úr ýmsum áttum, þá fannst mér þetta eitthvað svo skemmtilegt saman…

2013-07-24-195900

…síðan eru ágústkvöldin líka einmitt fullkomin til þess að kveikja á kertum…

2013-07-24-195922

…hvíta laufblaðið er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en það var alltaf á stofuborðinu heima þegar að ég var lítil.  Síðan þegar að ég átti afmæli um daginn þá gáfu mamma og pabbi mér það – luvs ♥…

2013-07-24-195959

…hvíti blómakertastjakinn var til endur fyrir löngu í Tiger, en hann er svo mikið uppáhalds og hefur ekki sést þar síðan 🙁 búúúúú!

2013-07-24-200010

…annars fannst mér frekar fyndið að sjá þessa stjaka alla saman.  Þetta sýnir kannski að ég geri ekki upp á milli stjakana minna, það er sem sé engin stéttarskipting þarna – allir vinir!  Iittala, Tiger og den Gutez, allir hönd í hönd…

2013-07-24-200022

…hvað er annars að frétta af ykkur elskurnar? 🙂

2013-07-24-201006

7 comments for “Ró yfir…

  1. Gauja
    07.08.2013 at 09:56

    æðislegt 🙂

  2. Anna Sigga
    07.08.2013 at 10:35

    Hér hafa orðið miklar breytingar….sumar misgáfulegar, aðrar þarfar 🙂 kom í ljós að ég a ansi mörg hús 🙂 hehe en ekki nærri eins marga stjaka en langar mikið i stjaka sem passa fyrir mjóu kertin. Bara ekki rekist á neitt sem mér líst best á…. :-S er kanski ekki þannig týpa 🙂 dettur það bara í hug. En ég kveiki a kertum samt….

    Eigðu góða ágústdaga 😉

    Kv AS

  3. 07.08.2013 at 16:11

    Ahhh….kertastjakar!
    Var ad laga til i bordstofunni hja mer i gaer…(vesenast) tok helling fra og skipti inn a….ekki haegt ad hafa allt uppi i einu….thykir alltaf vaenst um tha sem eg fae a slikk og mala sjalf!
    Kv. Brynja

  4. 07.08.2013 at 20:37

    ég hef alltaf jafn gaman af svona uppröðunarpóstum frá þér, love it!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.08.2013 at 21:09

      Mikið er ég kát að heyra það, eiginmaðurinn var að segja við mig að það hlytu allir að vera komnir með ógeð á póstum þar sem ég raða á bakka 😉 muhahahaha!

  5. Arnrún Einarsdóttir
    10.08.2013 at 11:58

    Ég sá svona hvítan blómakertastjaka í tiger síðustu helgi 😉 Ertu ekki annars að meina postulínsstjakann?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.08.2013 at 03:41

      Jú Arnrún, þeir hafa verið til í hvítu eins og þessi sæblái, en ekki komið aftur eins og þessi hvíti gamli sem er þarna 🙂

      En takk samt!

Leave a Reply to Anna Sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *