Ungfrú Ófriður…

…er ávalt á svæðinu.  Vertu til friðs er nefnilega setning sem ég hef heyrt nokkrum sinnum.
En á erfitt með að fara eftir 🙂

Það er þetta með að vilja alltaf vera að breyta, og vonandi bæta í kringum sig.  Það er nefnilega svoleiðis með mig að þrátt fyrir að hafa “klárað” eitthvað rými, þá er ég alltaf með næstu 10 breytingar ennþá í huganum.  Ég held reyndar að stór hluti af þessu sé vegna þess að maður er oft að láta hlutina ganga upp á takmörkuðu “budget-i”, því að maður á víst ekki alltaf milljón krónur til þess að gera allt sem að maður vill gera í fyrstu tilraun.  En hins vegar er hægt að gera ýmislegt þegar að maður notar útsjónarsemi og hugvit.

2011-08-31-214417

Dæmi um rými sem að ég er friðlaus að breyta, er forstofan mín.  Af hverju?  Hún er ekkert “ljót”, og hún þjónar alveg sínum tilgangi.  Ég hef gert á henni mini-meikóver, sjá hér.

En það er bara ekkert við rýmið sem að gleður mig.  Þannig eiga rými ekki að vera heima hjá þér – eða það finnst mér.  Ég vil helst að öll rýmin hérna heima séu þannig að hjartað taki smá gleðistökk við það eitt að stíga inn í rýmið.  Heimilið er mitt virki, það er mitt, já einmitt – það er MITT!  Þess vegna vil ég að rýmið sé þannig að ég sé ánægð og stolt af því þegar að ég er inni í því.

2011-08-31-215239

Tökum forstofuna aftur sem dæmi.  

      1. Hún er lítil, eins og margar forstofur eru – ég breyti því ekki.
      2. Þegar að við vorum að flytja hingað inn, þá keyptum við flísar fyrir forstofuna og þvottahúsið, og við keyptum þær sem okkur leist best á, og sem voru á rétta verðinu.  Í dag myndi ég vilja skipta út flísunum, en það er ekkert hlaupið að því – þannig að ég breyti því ekki í bili.
      3. Við keyptum stóran skáp í Ikea, fyrir allar yfirhafnirnar.  Þegar að við keyptum þá, þá voru ekki til hvíttaðir eikarskápar (eins og gólfið er) og við keyptum því eikarskápa.  Ekkert að þeim, en mig langaði bara ekki í eikarskápa – jú sí!  Sér í lagi þar sem að við erum með dökkan við, og síðan hvíttaða eik á gólfum.  Ég hefði frekar viljað hvíta skápa, en við erum víst tvö sem búum hér og bóndinn var alveg þvert nei á hvíta skápa – og stundum, já bara stundum fær hann líka að ráða.  En þar sem að ég get ekki breytt stærð á rými, eða flísum, og er enn að pirra mig á þessu – þá er ég ákveðin í því núna að skápurinn fer!!  Af hverju?  Af því að það er einfaldasta lausnin til þess að breyta þessu rými sem að pirrar mig 🙂  Skápurinn er líka bara svo skrambi praktískur og tekur næstum allt rýmið og étur það, praktík er góð en beibí – við viljum líka hafa fegurð!!

2011-08-31-215217

Mér finnst líka forstofan vera mikilvægt herbergi þar sem að þetta er fyrsta herbergi hússins sem að gengið er inn í, þetta er rými sem að á að setja tóninn að restinni að húsinu.  Ekki satt?

Viljið þið fá að vita meira, fylgja ferlinu og svolleiðis?

Ef þið viljið skoða forstofurnar sem eru innblásturinn þá er hægt að skoða þær á Pinterest með því að smella hér.

Ef þið viljið fylgja mér á Pinterest þá er ég með notendanafnið dossa þar 🙂

2011-08-31-215227

Yfir í annað, eigið yndislega verslunarmannahelgi og farið varlega  ♥

4 comments for “Ungfrú Ófriður…

  1. áslaug
    03.08.2013 at 12:12

    fylgist spennt með. Er líka í vandræðum með mínu pínulitlu forstofu í annars stóru húsi. Er með fáránlega litla forstofu og sá sem bjó hér á undan hennti í hana 2 risa eikarskápum sem gerir það að verkum að það komast ekki fleiri en 2 í einu í forstofunni.

  2. Lilja
    04.08.2013 at 17:44

    Spennandi tímar hjá þér eins og alltaf! Langar að benda þér á að í Habitat eru núna á útsölu hliðarborð í mírustílnum, kosta 33 þúsund með afslætti (I know, ekki ódýrt) en ég var búin að horfa á þau og hugsa með mér að minnka á þeim lappirnar og nota fyrir bekk.
    Svo er í Blómavali til sölu litlir nettir krúttaðir garðbekkir í þínum stíl og þú færir létt með að lakka eða bæsa eða spreyja timbrið í þeim lit sem þú vilt hafa það (er léttlakkað ljóst timbur). Bakið og armarnir eru blómastál, voða dúlló. Þeir eru núna á 5.600 og koma vel út í forstofu.

  3. Svandís
    05.08.2013 at 08:33

    Vá hvað ég er spennt að fylgjast með. Annars deili ég þessari áráttu þinni að vilja alltaf vera að breyta en það er bara í góðu lagi 😉 Eina sem ekki má breytast er karlinn og börnin… langar ekkert að skipta þeim út en beisiklí má allt annað endurnýjast reglulega 🙂

    Bíð spennt eftir forstofu uppfærslu!
    Knúzzer aus Deutschland!

  4. Helena
    06.08.2013 at 21:17

    Jeiii.. Spennó:) Við Bjarki erum einmitt nýbúin að taka okkar forstofu í gegn og frúin þvílíkt ánægð. Hendi kannski á þig myndum ef við hittumst ekki bara áður en ég kem því í verk;)

    Knús,
    Helena

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *