Fyrir þremur árum síðan…

…,á þessum degi, var litli maðurinn enn í mömmubumbu.  Skrítið, þetta virkar fyrir heilli eilífð síðan, en samt er þetta svo stutt 🙂

Hins vegar verð ég að segja ykkur að þegar að ég var ólétt að honum, þá skartaði ég stærstu bumbu á Íslandi (ok, ég veit að öllum óléttum konum líður þannig) en ég er samt næstum viss að þetta er satt!  Næstum, alveg, kannski, örugglega 😉

En sönnunargagn A) – þetta er ekki risavaxinn loftbelgur sem að hún dóttir mín stendur við…

2010-07-25-193655

…sönnunargagn B)  lítil börn hlægja og benda á bumbuna, og þá er hún vel stór…

2010-07-25-193702

…en já, þarna inni var “bara” eitt barn 🙂

2010-07-25-193254

…sönnunargagn C)  heil fjölskylda gat haldið um bumbuna í einu, og gæti eflaust haldið sér á floti með henni 😀

2010-07-25-195548

…awwwww – lillan mín er svo lítil þarna ♥

2010-07-25-204317 bw

…en bumban mín er allt annað en lítil 😉

2010-07-25-204628

…síðan kom hann í heiminn, litli maðurinn, 4720gr og 57cm…

2010-07-27-132020

…algjörlega ást við fyrstu sýn ♥

2010-07-27-161829 2010-07-27-162118

…hjá okkur öllum….

2010-07-27-171949

…og þið sjáið kannski af hverju hann er litli maðurinn, þetta var nefnilega bara lítill kall sem að kom í heiminn.  Ég var mest hissa að hann væri ekki með pípuhatt og staf…

2010-07-28-133822

…haha – awwww 🙂  Hann er í svo fallegu heimferðadressi sem að elsku dúllan hún tengdó gerði…

2010-07-28-144926

…en svo að báðar ömmurnar njóti sannmælis þá er hann með teppi sem að elsku mamma gerði…

2010-07-28-153642

…litli kall…

2010-07-28-153846

…og það þurfti náttúrulega að kynna hann fyrir öllum fjölskyldumeðlimum…

Copy of 2010-07-28-160834

…að segja að stóra systir hafi tekið honum vel strax frá upphafi nær varla að lýsa því.
Hún var/og er svo yfir sig heilluð af honum ♥

Copy of 2010-07-28-170954

…hann hefur sem sé verið með hvíta hárið sitt frá fæðingu og alveg dásamlegt barn (ég er alls ekkert hlutdræg sko)…

2010-07-31-175458

…tvö eins í apanáttfötum…

2010-08-02-214222

…og að kúra með stóru systur í bleiku svítunni…

2010-08-07-144403

…mér finnst þessi mynd af honum svo fyndin.
Þegar að pabbi minn sá hana þá heyrst í honum:
“jáááá, hann verður örugglega kjötiðnaðarmaður” 🙂

2010-08-11-235928

…svona líka kátur í myndatöku…

2010-08-13-214944

…en svo mikið kríli eitthvað…

2010-08-13-223401

…þessi fær að fljóta með – því að hún er svo mikil uppáhaldsmynd af snúllunni…

Copy of 2010-08-13-221127

Ótrúlegt hversu hratt tíminn líður…

Copy of 2010-08-13-224728

…og svo á morgun, verður litli maðurinn okkar 3ja ára!

2013-06-21-175007

…ekki vandamálið að fá hann til þess að brosa í myndavélina í dag…

2013-06-21-170605

…en hann er enn yndislegur í alla staði…

2013-06-21-165046

…og þau tvö, bestu vinir!  Svona oftast 😉

2013-06-21-175034

Hér getið þið síðan séð myndir úr herberginu hans.

Hér eru myndir úr skírnarveislunni.

1 árs afmæli2ja ára afmæli

 

8 comments for “Fyrir þremur árum síðan…

  1. Svandís J
    26.07.2013 at 09:32

    Best í heimi að eiga svona heilbrigð og yndisleg börn 🙂

  2. Guðbjörg Valdís
    26.07.2013 at 09:39

    Til lukku með sæta strákinn þinn 🙂

  3. Margrét Helga
    26.07.2013 at 09:46

    Til hamingju með flotta drenginn þinn 🙂 Hann hefur akkúrat ekkert breyst frá því hann var nýfæddur skv. myndunum…aðeins stækkað og þroskast 😉
    Yngri gormurinn minn varð 5 ára 21. júlí, þannig að það er ekkert langt á milli afmæla hjá þeim 🙂

  4. Svava
    26.07.2013 at 11:26

    eins og hafi gerst í gær….gaman að rifja upp þessar myndir ;))

  5. 26.07.2013 at 12:51

    Til hamingju með litla manninn þinn! Dásamlegar myndir 🙂

  6. 26.07.2013 at 23:25

    til hamingju með 3 ára afmælisguttann þinn 🙂

  7. mAs
    27.07.2013 at 00:05

    Til hamingju með litla manninn þinn, svo flottar myndir 🙂

  8. Audur
    27.07.2013 at 22:49

    Yndislegar myndir. Til hamingju með Gæja litla.

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *