Þið eruð alveg milljón…

…eða í það minnsta hafið þið skoðað síðuna mína milljón sinnum 🙂

Fullscreen capture 24.7.2013 022955

…ímyndið ykkur mig hrynja niður á gólfið með gleðibros á vör, svipað og á þessari mynd hjá henni dóttur minni…

2007-06-14-170526_(IMG_6165)

…ekki átti ég von á þessu í september 2010 þegar að ég ákvað að prufa að blogga aðeins.
Að miklu leiti var hún Ella Helga frænka mín (sem var með þetta blogg) innblásturinn að blogginu, þrátt fyrir að innhald bloggana séu ansi ólík…

2012-04-28-145338

…á þessum árum hafa verið birtir 862 póstar, það er bara slatti í poka!
En hins vegar á ég ekki roð í ykkur, þar sem að kommentin eru 6.236 – vóóóóóóóó, húrra fyrir ykkur…

2012-05-16-120639

…heimsóknir á dag eru um 1000manns, sem er líka dágóður slatti…

2012-07-23-144433

…umfjöllun hefur birst í Vikunni, Séð og Heyrt, og Hús og Híbýli.
Ásamt umfjöllun í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.  Þar að auki var innlit heima hjá mér í Innlit/Útlit…

2012-07-24-122055

…en hvað segið þið?
Gaman væri að heyra frá ykkur, hversu lengi þið hafið komið hingað inn – og það sem meira er: hvað er skemmtilegast?

2012-11-16-192949

…ég er alltaf að reyna að betrumbæta síðuna og þætti gaman að heyra hvað er að hitta í mark og hvað ekki 🙂

2013-06-09-205731

…prettí plís, bara heyra hvað ykkur finnst, tekur bara smá stund!! ♥

2013-06-21-164954

…annars er margt spennó í vændum, t.d. þrjú flott innlit…

2013-07-21-193956

Pælið í því, 1.007.069 , ég er varla að ná þessu og er bara alsæl.
Þannig að bara kærar þakkir til þín, og þín, og já auðvitað líka til þín.

Þið verðið bara að ímynda ykkur að ég sé að knúsa ykkur svona fallega eins og hann Storm á myndinni 🙂

Copy of 2009-03-15-140511

…í öðrum fréttum er þetta helst:

Hafið þið séð veðrið?
Hvað eruð þið að hanga inni yfir tölvunni, allir út að leika!

Fullscreen capture 24.7.2013 023318

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Þið eruð alveg milljón…

 1. Berglind
  24.07.2013 at 09:25

  OMG! en æðislegt,
  ég kem hingað inn á hverjum einasta degi, þú ert minn innblástur 🙂
  mér finnst rosalega gaman að sjá uppstillingarnar þína bara hvar sem er og fyrir og eftir myndir,
  þú ert sko í “my favorites”.:Þ

 2. Guðrún Guðjónsdóttir
  24.07.2013 at 09:45

  Til hamingju með þetta og enn einu sinni takk fyrir að halda úti þessu skemmtilega og flotta bloggi. Ég er búin að fylgjast með frá upphafi (datt inn gegnum síðu Ellu Helgu, sem mér fannst svo hugmyndarík og bara meiriháttar,kannaðist við þig frá því ég vann með manninum þínum). Stíllinn þinn er svo frábær og skrifin og allar myndirnar og margir hlutir sem ég tengi við (keypti t.d. nótna-/fugla-bókaboxið + annan fuglapúðann í Pier fyrir 2 vikum (elska Pier) og korta-bókabox á ég frá Spáni f.2 árum 🙂 Uppstillingar og skipulagspælingar eru mitt uppáhald 🙂

 3. Svandís
  24.07.2013 at 12:18

  Til hamingju með milljónina, ekki hissa á því samt því síðan þín er vægast sagt ávanabindandi.
  lúv :*

 4. Guðrún
  24.07.2013 at 13:41

  Frábært, til hamingju með frábæru síðuna þína. Ég kíki reglulega hingað inn og finnst endalaust gaman að skoða hana. Skemmtilegast finnst mér að sjá breytingar, svona fyrir og eftir myndir, sérstaklega herbergisbreytingar. Og svo er mjög gaman að fylgjast með útstillingum hjá þér og fá góðar hugmyndir út frá þeim. Bara einu orði sagt frábær síða hjá þér.

 5. Anna Sigga
  24.07.2013 at 16:12

  Til lukku með milljónina 🙂

  Allt skemmtilegt….fyrir og eftir breytingar og diy verkefnin….hmmm endalausar uppstillingar, ég er ennþá að læra svoleiðis, er kannski slappur nemandi hvað það varðar 🙂 hehehe

  Man ekki hvenær eg byrjaði að fylgjast með finnst það stutt síðan en kannski ekki alveg rétt hjá mer heldur 🙂 hver pælir í því meðan þetta er skemmtilegt??

  Haltu bara áfram á sömu braut 😉 ég og allir hinir fylgjumst með áfram meðan það er gaman, bæði fyrir þig og okkur hin 🙂

  Kv AS

 6. Anna Sigga
  24.07.2013 at 16:13

  Es það er þoka á ak 🙁

 7. 24.07.2013 at 18:10

  Til Hamingju med afangann elsku Dossa. Eg fann thig fyrir ari i gegnum Stinu Saem og ekki aftur snuid. Thu ert partur af bloggrutinunni asamt frettunum!
  XO
  Brynja

 8. Elva T
  24.07.2013 at 18:17

  Byrjaði að fylgjast með þegar þú varst nýbyrjuð, einmitt af því að ég las Ellu bloggið og er alltaf jafn spennt að skoða nýja pósta frá þér.

  Frábærar hugmyndir sem ein og ein er að læðast inn hér en vildi gjarnan að öll framkvæmdaorkan fylgdi með. Er enn rög að prófa mig áfram en þarf nauðsynlega að fara að munda pensil hér og þar í húsinu.

  Takk fyrir að deila með okkur í allan þennan tíma, þetta er búið að vera ómetanlega skemmtileg ferðalag sem maður vonar að ljúki aldrei.

  Knús í kotið 🙂

 9. Helga Eir
  25.07.2013 at 08:12

  Mér finnst bara alltaf gaman að skoða bloggið þitt 🙂 Keep up the good work!

 10. Audur
  25.07.2013 at 09:46

  Ég fór að lesa bloggið þitt um leið og þú byrjaðir með þetta og kíki alltaf, stundum ekki daglega og finnst mikið treat þegar nokkrir dagar hafa safnast saman ólesnir ;)En það er svo sem sjaldan. Stundum opna ég líka aftur til að kíkja á eitthvað sem þú fékkst mig til að langa í…og svo fer ég og kaupi það 😉 Ég hafði til dæmis bara aldrei farið í GH fyrr en eftir áhrif frá þér! Hvern hefði til dæmis grunað að þeir seldu PB???

Leave a Reply

Your email address will not be published.