Vertu velkomin heim…

…mín elskulega krukka!  Þín var beðið með eftirvæntingu!

Ég fékk mér reyndar ekki tvær, eins og ég var búin að plana.  Sér í lagi þar sem að þessi er úr gleri og það er ekki auðvelt að flytja svolleiðis í lengri ferðum.  Síðan keypti ég hana ekki hjá Pottery Barn – eins og planlagt var – heldur fékkst þessi elska í Target-inu og kostaði meira en helmingi minna en “PB systir” sín.  Alltaf að spara, eða þannig…

2013-07-07-222825

…ég setti hana síðan upp á fallega kökudiskinn minn sem kemur frá Litlu Garðbúðinni, og þau eiga vel saman, diskurinn og krukkan

2013-07-07-222809

…svo er alltaf spurningin hvað á að setja í svona glerhluti.  Eins og þið sjáið þá er ég með rör til skreytinga og svo setti ég bakarabönd í Chocolate-diskinn minn á fætinum…
2013-07-07-222821

…glasið undir rörin og fuglaflaskan fást í Sirku

2013-07-07-222841

…rörin fást m.a. í Hlöðunni á Selfossi, og hjá Íslenska Pappírsfélaginu…

2013-07-07-222859

…kertastjakarnir eru frá Affari (www.aff.is) og Maríu-myndin er úr þeim Góða…

2013-07-07-222906 2013-07-07-222911

…en mér fannst krukkan mín fallega vera eitthvað einmanna svona tóm, þannig að ég stakk bara nokkrum gervieplum ofan í, og þá varð hún svona líka græn og glöð.  Segja þeir ekki að allt sé vænt sem vel er grænt…

2013-07-07-224107

…og þannig er þá hliðarborðið í heild sinni…

2013-07-07-232109

…nú þarf bara að halda veislu til þess að vígja krukkuna, eða bara setja djús í hana og halda upp á að það sé miðvikudagur – húrra!! 🙂

2013-07-07-232124

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Vertu velkomin heim…

  1. Svandís
    10.07.2013 at 11:03

    Þú ert alveg að koma mér inn á að verða mér úti um svona dýrð. Er að reyna að halda í mér sökum plássleysis en veit ekki hvort mér tekst að halda það út 😉

    Bjútifúl as always dear 🙂

  2. Solla
    11.07.2013 at 00:33

    Ertu búin að prófa hana …. Það lekur ekkert frá stúttnum er það… Ertu með link á hana hjá target

  3. magnea
    11.07.2013 at 00:48

    Fallegt, mikið er ég glöð að Jón sé kominn heim og farinn að blogga 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *