Nú er úti veður vont…

…verður allt að #$%#$%, í það minnsta – þegar að það haustar á miðju sumri, þá er það bara kjörið að nota tækifærið til þess endurraða, breyta og skreyta.  Ef ekki er hægt að vera úti, þá er í það minnsta hægt að gera meira kósý inni við, ekki satt?

Ég sum sé, sneri horninu mínu við, tók í burtu fansí lampann minn og flutt´ann (annar æsispennandi póstur um það síðar, ekki tapa ykkur í æsing), setti hurðina mína og hvað er betra en að stilla upp nokkrum bökkum.

Það er nefnilega þannig að þegar að maður á 365 bakka þá þarf að nota þá á fleiri vegu en bara að skella þeim á borðið, þeir eru einnig kjörið veggskraut.  Nema hvað að mér fannst sá aftar verða frekar litlaus og leiður við hliðina á fallega bakkanum sem að ég fékk frá krúttinu henni Deco Chick og hvað gera skreytur þá?

2013-07-07-220916

…þær taka barasta eitt nótnablað og tilla því létt og leikandi inn í bakkann, með smá svona lími eins og maður notar til þess að festa myndir í myndaalbúm (munið þið eftir þeim?) og þá er bakkinn í það minnsta orðinn samkeppnishæfari…

2013-07-07-221137

…síðan fékk gamli, góði tveggja hæða bakkinn minn að standa í horninu, og auðvitað nokkrar glerkrukkur – því að einhversstaðar þurfa þessar elskur að vera…

2013-07-07-221146

…annars er endalaus bullandi hamingja með þessa hurð, og mér finnst ég allsstaðar getað stungið henni og verið kát með hvernig hún kemur út.  Núna t.d. ef ég píri augun þá get ég næstum reynt að ímynda mér að þetta sé hleri á glugganum mínum og ég búi kannske bara í Frakklandi, þar sem er ekki haustveður 8.júlí 😉

2013-07-07-221846

…en í það minnsta, eitt einfalt nótnablað inn í hvaða bakka sem er og hann er orðinn að veggskreytingu.  Gerist ekki mikið einfaldara en það.  Síðan má náttúrulega nota hvað sem er, ljósmyndir, gjafapappír, útprentaðann pappír, veggfóðursbút eða bara hvað svo sem hugurinn girnist!

Eigið yndislegann dag krúttin mín!

2013-07-07-221951

1 comment for “Nú er úti veður vont…

  1. Margrét J.
    15.11.2013 at 11:35

    manstu hvaða sprey þú notar á bakkann góða? 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *