Símamyndir…

…var um daginn að tæma einhverjar myndir út af símanum mínum og rakst á nokkrar sem ég ákvað að deila með ykkur 🙂

 Bara svona að gamni, og til þess að minna sjálfa mig á það hversu mikið mig “vantar” Iphone til þess að geta tekið betri símamyndir – hohoho…

Fór einhvern tímann í Bauhaus og sá þar þessa geggjuðu hillubera – like á þá…

2012-08-21 18.43.53

…fyrir margt löngu síðan var ég í Daz Gutez og sá þennan hérna (sem barasta stendur og öskrar á spreyvinnu) og þar sem að ég heyrði rödd eiginmannsins hljóma fyrir eyrunum: “Soffia mín, hugsa áður en þú kaupir – hvar ætlar þú að setja hann?” þá skildi ég greyjið eftir, og það er BAMBI á honum *grenj*…

2012-09-10 13.21.44

…í  Ilva sá ég þessa flottu gólfpúða/pullur/púffa, þeir eru næs…

2012-10-19 12.26.45

…í Tiger sá ég þessi tré, og líkaði þau vel!

2013-02-08 17.53.40

…stundum þegar að maður er úti að keyra, þá er ekki annað hægt en að dáðst að umheiminum…

2013-02-13 14.51.43

…fékk heimsókn – fannst hann fyndinn…

2013-03-08 14.02.33

…fór í flott afmæli, þetta var nammibarinn *namm*…

2013-03-29 18.40.19 2013-03-29 18.40.45

…var heima hjá vinkonu minni, hún les bloggið – 😉

2013-04-01 21.44.18

…kósý og fallegt…

2013-04-01 21.44.46

…svona á úrval af spreybrúsum að vera – húrrah!!

2013-04-02 13.07.06

…come to mama…

2013-04-02 13.07.28

…hvernig eru svona símamyndapóstar?

Spilun eða bilun?

9 comments for “Símamyndir…

  1. Halla
    17.07.2013 at 10:37

    klárlega spilun 🙂 gaman að sjá að þú ert greinilega alltaf með hugann við skreyti-skrautið 😉 en hvar er svona flott úrval af spreybrúsum?

  2. Alda
    17.07.2013 at 10:53

    Mæli samt frekar með samsung galaxy s4 heldur en iphone. Ég var einmitt ekki sátt með myndavélina í iphone og keypti því öðrvísi síma.

  3. 17.07.2013 at 12:15

    Skemmtilegur póstur, gæti verið “dagur í lífi skreytara” haha
    þú ert algjör snillingur.

    kveðja
    Stína

  4. Brynja
    17.07.2013 at 13:01

    Never waste a minute of time! Love it….

  5. 17.07.2013 at 13:02

    Spilun!

    Svo er það Iphone5 alla leið, alveg klárlega. Ég á sjálf 4s og myndavélin er þrusugóð þó mig langi auðvitað í fimmuna 🙂 en hún dugar mér alveg, þykist nú líka vita sitt lítið af hverju þegar kemur að myndavélum 😉

  6. Ólöf Tómasdóttir
    17.07.2013 at 16:55

    Sammála það vantar meira úrval af litum í spreybrúsum, var áðan í búð og benti þeim á að litaúrvalið væri ekki nóg. En alltaf gaman að skoða bloggið

  7. Kolla
    17.07.2013 at 17:05

    spilun 🙂

  8. Svala
    18.07.2013 at 00:22

    Hvar ó hvar fást þessir dásamlegu málningarbrúsar??????

  9. Sara
    20.07.2013 at 12:02

    Tek undir með Svölu, hvar getur maður nálgast þessa málingarbrúsa?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *