Strákahorn…

…er mál dagsins.  Við höfum áður séð stelpuhorn sem að ég útbjó (sjá hér) en núna var það handa litlum manni sem er væntanlegur í vikulok.  Við lögðum upp með að hafa þetta einfalt, ódýrt og auðvitað dásamlega dúlló og fallegt.  Mér finnst okkur hafa tekist vel upp…

2013-06-10-190027

…ferlið hófst, eins og alltaf, á því að ég kom og kíkti á svæðið og við ákváðum hvernig þau vildu hafa þetta.  Niðurstaðan varð eiginlega svoldið þannig að ég fékk frjálsar hendur og skemmti mér frábærlega.  Rúmið var áður kirsuberjalitað  og þau ákváðu að mála það hvítt.  Hér sést fyrir myndin af horninu góða…

2013-06-06-135522

…ég fór síðan á stúfana og týndi til nokkra hluti sem að ég hélt að myndu gera góða hluti saman, og síðan sendi ég henni þessa hérna mynd…

Starred Photos161

…þau voru bara kát með þetta, enda var þetta skógardýraþemað sem að við ræddum um, og svo var bara lagt í´ann.  Ég set inn annan póst með nánari upplýsingum um allt, en ég get sagt ykkur að ef þetta væri á Óskarinum þá væri ég að þakka Ikea og Signa :)…

2013-06-10-190037

…og þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt stórvægilegt þá er búið að gjörbreyta þessu og gera þetta krúttaralegt fyrir litla manninn, án þess að breyta hjónaherbergi í pjúra barnastemmningu…

2013-06-10-190105

…húsmóðirin átti fyrir tvær hvítar Ribba hillur, og þar sem að skýjin sem ég gerði inn hjá litla manninum eru enn skemmtileg hugmynd.  Þá ákvað ég að gera líka ský þarna, nema að ég fékk húsbóndann, sem vinnur hjá fyrirtæki sem heitir Signa og gerir límmiða, til þess að útbúa límmiða-filmu á bakvið hillurnar.  Einfaldari útfærsla en hillurnar sem að við útbjuggum, en gera það sama…

2013-06-10-190125

…hillurnar eru síðan með litlum og léttum skreytingum, og einfalt að skipta út og breyta ef viljinn er fyrir hendi…

2013-06-10-190134

…ég er búin að vera með þessa setningu í kollinum í nokkurn tíma, og hef langað að setja hana upp inni hjá litla kallinum mínum, en sá í hendi mér að þessi yrði yndisleg þarna á veggnum, og það var rétt…

2013-06-10-190142

…síðan þegar að ég fann litla límmiðann með íkornunum og greininni, þá rak ég upp gleðióp og gaf sjálfri mér high-five, ójá ég er ýkt kúl sjoppari…

2013-06-10-190148

…hér er síðan annað, algjörlega uppáhalds…

2013-06-10-190221

…litlu pottarnir gefa skemmtilegan lit og bara gaman að geyma hitt og þetta smálegt í þeim…

2013-06-10-190248

…og þessi hérna mynd – ég bara elska hana endalaust, hún er svo falleg!

2013-06-10-190305

…rétt upp hönd.  Hversu margir eru núna að söngla Góða nótt?

Við vorum öll sönglandi þetta í gær, en ég sagði þeim að þetta gæti verið verra, við hefðum getað sett upp Cotton Eye Joe

2013-06-10-190340

…ég setti hluta af límmiðunum á skýjahilluna, ásamt því að snúa þeim þannig að tréð breyttist í grein og dreifði úr límmiðunum á fleiri staði…

2013-06-10-190345

…sem kom ferlega krúttaralega út…

2013-06-10-190355

…keypti svona “óhreinatauskörfu” , þetta er pjúra snilld í svona krílaherbergi (sem og barnaherbergi) því að það er gott að geyma t.d. í þessu föt sem eru í stærri stærðum en barnið er farið að nota, í þessari körfu eru núna bleyjur og annað sem er búið að kaupa, og svo er þetta tilvalið fyrir leikföng…

2013-06-10-190420

…dúlló rúmteppi…

2013-06-10-190540

…uglukrútt…

2013-06-10-190602

…horft yfir rúmið að horninu góða…

2013-06-10-190831 2013-06-10-190905

…og kommóðan sem að geymir barnafötin, fékk smá svona barnadót á sig.  Ekkert mikið, en nóg til þess að gera þetta í stíl við restina.  Sérleg snilld er að setja rammann þarna því að hann dregur þetta saman í grúbbu og svo felur hann snúruna frá sjónvarpinu ( sem að ég fel á bakvið ljósið í þessari myndatöku )…

2013-06-10-191000

…karfan sem er þarna geymir bleyjur og annað sem þarf að vera hægt að grípa í…

2013-06-10-191146

…það er bara endalaust gaman að skreyta og raða í svona barnahillur…

2013-06-10-191101

…fyrir forvitna, þá  sést yfir herbergið í hina áttina…

2013-06-10-191241

…hvernig líst ykkur svo á þetta?

Spenntar að sjá samantektarpóst þar sem kemur fram hvað er hvaðan?

2013-06-10-191309

…það er í alvöru fátt sem er yndislegra en að útbúa falleg pláss fyrir yndisleg lítil kríli ♥

2013-06-10-191433

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Strákahorn…

  1. Svandís
    11.06.2013 at 08:34

    Finnst þetta frábærlega vel heppnað. Held ég þurfi að stela nokkrum hugmyndum frá þér í strákahornið í mínu svefnherbergi;) Ekki í fyrsta og ekki í síðasta skiptið….

  2. Sara
    11.06.2013 at 09:08

    Get ekki beðið eftir samantektarpóst! Verð að eignast þessa mynd og þessa límmiða fyrir herbergið hjá stráknum mínum 🙂

  3. Audur
    11.06.2013 at 09:44

    Yndislega krúttaralegt. Langar mikið í hvar fæst hvar 😉

  4. Guðrún H
    11.06.2013 at 11:42

    Yndislegt horn, huggulegt að koma heim með lítið kríli í þetta 🙂

    Kveðja Guðrún H.

  5. Anna
    11.06.2013 at 12:39

    Æðislegt og er að elska þessi ský!!!
    Er vesen að líma svona á hraunaðann vegg??

  6. Brynja Einarsdottir
    11.06.2013 at 12:40

    limmidin er storkostlegur!

  7. Brynja Einarsdottir
    11.06.2013 at 12:41

    Yayyyy! eg get skilid eftir komment!….Allt annad eftir ad eg fjarfesti i reiknitolvu…Ahemm

  8. 11.06.2013 at 13:22

    Hlakka geggjað til að sjá hvar þú færð þetta allt, er að elska límmiðana og skýjahillurnar, stel þeim hugmyndum hjá litla manninum mínum ;Þ

  9. Hugborg Erla
    11.06.2013 at 16:11

    Yndislega fallegt allt saman 🙂
    Hlakka til að heyra hvar hlutirnir eru keyptir.

  10. Ragnhildur
    11.06.2013 at 19:18

    Virkilega fallegt. Væri ánægð að heyra hvar fallega myndin af jörðinni var keypt?

  11. 11.06.2013 at 21:19

    Jeremías hvað þetta er fallegt og vel heppnað! Snilld að snúa trénu á hlið, það hefði mér ekki dottið í hug! (og já, ég er að söngla lagið!)

  12. Anonymous
    11.06.2013 at 23:27

    Hreint út sagt bjútífúll, uppstillingin, límmiðarnir og skýin alveg uppáhalds – stílhreint og krúttlegt (“,)

  13. Ásta
    12.06.2013 at 13:41

    En æðislega flott! Veistu hvort ég get keypt ský límmiðana hjá Signa?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.06.2013 at 13:56

      Ásta, það ætti ekki að vera neitt mál! Bara hringja þangað og Tóti veit allt um málið 🙂

  14. Margrét J.
    20.03.2014 at 13:56

    Geggjað… Ég er líka með svona miða inni hjá stelpunni minni. 🙂 Ég veit ekki hvort það stendur einhversstaðar en hvar fæst þetta rúmteppi? 🙂

Leave a Reply to Svandís Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *