Endurnýting…

… er algjörlega mál dagsins í dag.  Hér á heimilinu falla til alls konar krukkur, salsakrukkur, sultukrukkur og ….. já bara krukkur.  Ég safna þeim oftast saman í poka og fer með á leikskólann til þess að krakkarnir þar geti föndrað eitthvað úr þeim, en núna ákvað ég að kippa nokkrum til hliðar og leika mér með þær sjálf 🙂

Í þetta þarf:

* Krukkur
* Skrapppappír, eða prenta út myndir sem ykkur líkar
* Mod Podge
* Blúnduborðar, eða borðar sem þið fílið
* Lítið skraut, mitt er frá Skrapp og Gaman

2013-06-03-002712

…það er náttúrulega einfalt mál að prenta bara út myndir af netinu, en ég átti svo mikið af fallegum skrapppappír að ég ákvað að nýta hann að hluta til í þetta.  Aðferðin gæti ekki verið einfaldari, klippa úr mynd sem að passar á krukkuna, líma aftan á með Mod Podge og klessa mynd á krukku.  Skreyta með blúndu og njóta…

2013-06-02-223834

…ég gerði sem sé fyrst þessar þrjár hérna…

2013-06-02-224102

…ég var sérlega kát með þessar tvær og fannst fallegt að festa svona skraut með á þær…

2013-06-02-224104

…þetta fékkst í Skrapp og Gaman, sjá hér.

2013-06-02-224109

…ég tók hvíta snærið (sem ég bara man ekki hvar ég keypti, Ikea fyrir jólin?) og vafði nokkrar hringi að ofanverðu.  Síðan lét ég endana hanga niður og festi í hjartað, einfalt en áhrifaríkt…

2013-06-02-224120

…þessi var enn einfaldara, bara pappír og blúnda, la voila…

2013-06-02-224126

…pappírinn utan um þessa er í raun umbúðir/bakgrunnur af blúndulímrenningum úr Skrapp og Gaman, sem bara sýnir sig að það stundum alveg óþarfi að henda því sem fallegt er, þótt það séu bara umbúðir.  Ég tók síðan hvíta snærið og setti líka utan með krukkunni, fyrst bara til að halda á meðan límið festi sig, en fannst það svo bara fínt og leyfði því að vera…

2013-06-02-224132

…þarna sjáið þið að í efstu krukkunni er skrapppappírinn tvöfaldur, þannig að það kemur líka fallegt mynstur innan í krukkunni.  Glæri stjakinn er fundur úr þeim Góða Hirði…

2013-06-02-224158

…síðan hafði ég einhvern tímann prentað út þessa mynd til þess að setja á kerti, en setti hana bara á krukku í staðinn og það kemur bara ljómandi út.  Smá snæri og lítið blóm og málið er leyst…

2013-06-02-224538

…naunaunau, sjáið  hvað kertið er skakkt 🙂

2013-06-02-224554

…oft gott að setja smá sand í botninn þar sem að krukkurnar eru ekki með sléttum botni og kertin er beinni.  Verið samt viðbúin því að ef þið setjið svona stórt kerti í krukkur þá bráðnar það niður og fyllir út í krukkuna, þá er eins gott að hún þoli hitann…

2013-06-02-224609

…aftan á blúndukrukkum…

2013-06-02-224616

…bætti síðan stöfum við, sem ég hef lúrað á síðan ég fór til Köben hérna um árið…

2013-06-02-224708

…en mér finnast krukkurnar bara ósköp sætar, og svo er náttúrulega líka hægt að nýta þær undir hitt og þetta, það þarf ekkert að takmarkast við sprittkertanotkun…

2013-06-02-224722

…englakrukkan er nú pínu svona uppáhalds held ég…

2013-06-02-224734

…og svo þegar að rökkrið skellur á þá njóta þær sín enn betur…

2013-06-03-002459

…eins og kertaljós gerir yfirleitt í rökkrinu…

2013-06-03-002513

…en hvað segið þið?
Hafið þið verið í endurnýtingu á ykkar krukkum?

2013-06-03-002523

…hvernig fílið þið svona?

2013-06-03-002534

…var ég að hvetja ykkur til dáða?
Á að drífa sig í að klára úr salsakrukkunni í kvöld? 😉

Hver er uppáhalds?

2013-06-03-002541

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Endurnýting…

  1. Jana Ósk
    03.06.2013 at 08:59

    ÆÐIÆÐIÆÐI!!! Ég á einmitt nokkrar sem ég er alltaf á leiðinni að gera eitthvað við! Uppáhalds er krukkan með snærinu og hjartaskrautinu 😉

  2. Margrét Helga
    03.06.2013 at 09:24

    Var einmitt að spreyja svona bakka sem ég átti (var gylltur, er núna hvítur) og hannaði aðventukrans þessa árs í leiðinni. Hann verður sem sagt úr einhverjum svona glerkrukkum/niðursuðudósum sem ég mála eða spreyja hvítar, mjór, jólalegur (rauður) borði utan um, fullt af sandi og kertum stungið ofan í 🙂 Bara snilld að fá svona leiðbeiningar um hvernig er best að gera þetta 😉

  3. Sigga Rósa
    03.06.2013 at 10:22

    Frábært að sjá þennan póst, er einmitt búin að vera að safna krukkum, stórum, til að skreyta og hafa undir fræ og hnetur, vantaði bara smá hvatningu, takk:)
    kv Sigga Rósa

  4. Svandís
    03.06.2013 at 11:06

    Fallegt, krukkan með hjartanu finnst mér dásamlegust 🙂

  5. 03.06.2013 at 12:30

    allar svo fallegar, hvíta snærið gerir mikið!

  6. Guðrún
    22.12.2013 at 19:22

    Alveg hreint frábært að skoða síðuna þína 🙂 Gefur manni fullt af hugmyndum.

    Verður maður að nota Mod Podge á krukkurnar? Má það vera Kerzen Potch?

    Kv.
    Guðrún

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.12.2013 at 00:50

      Getur örugglega notað alls kyns lím 🙂

  7. Þuríður
    19.10.2014 at 22:06

    Mér finnst þetta flott og mjög fallegar jólagjafir mér finnst krukkurnar með hjartanu og kórónunni flottastar.

  8. Kristín
    01.12.2014 at 11:44

    Ég á svona brúnan 2ja hæða bakka sem mig langar að gera hvítann. Er best að spreyja eða mála og þá hvaða málning er best? Annars æðislegar krukkur 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.12.2014 at 20:41

      Ég hugsa að ég myndi bara frekar kaupa nýjan svona bakka á 1600kr í Rúmfó og eiga brúnan og hvítann til skiptanna. Það er varla fyrir efniskostnaði að mála eða spreyja hann. Annars myndi bæði ganga vel upp!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *