Emily Henderson…

…og hennar snilligáfa er umfangsefni póstsins í dag.  Þið verðið að afsaka stöpula pósta en það  gerist ekki oft að ég missi vindinn úr seglunum en svo er nú, og ég er að reyna að fá almennilegt íslenskt rok í seglinn svo ég geti rokið af stað aftur, það kemur að því 🙂

shot_06_00153

En yfir í Emily Henderson.  Fyrir ykkur sem hafið fylgst með Design Star (voru einhvern tímann á Skjá 1) þá vann Emily einmitt þá keppni endur fyrir löngu.  Síðan þá er hún með þá á HGTV sem að heitir Secrets From a Stylist, en svo er það sem að við getum auðveldlega notið hérna heima og það er heimasíðan hennar StylebyEmilyHenderson.com

Þarna sýnir hún alls konar breytingar og verkefni sem að hún tekur að sér, og persónulega þá fíla ég hana alveg í ræmur.

Hér er æðislegt stelpuherbergi:

Liturinn er æðislegur, og blómamynstrin, rúmið, pullurnar við rúmsendann…

130405_EmilyHenderson0673-600x750

…mér finnst hún vera snillingur í að blanda saman modern og retró…

130405_EmilyHenderson0957

…þessi hilla er í sérstöku uppáhaldi (fæst í Land of Nod)…

 

130405_EmilyHenderson0968

Hér er síðan geggjað strákaherbergi:
Náttúrulega er óróinn í horninu það fyrsta sem að ég rek augun í, og svo er skemmtilegt að mála svona risastriga og setja á bakvið höfðagaflinn…

130405_EmilyHenderson04391

…þarna sést líka hvað hún raðar skemmtilega í hillur…

130405_EmilyHenderson0481

Hjónaherbergi fyrir…

IMG_8649

…og hjónaherbergi eftir – er þetta ekki flott 🙂

130405_EmilyHenderson05583

…tréveggurinn þarna, hann bara fer alveg með mig…

cisco-home-sofa-Version-2

…hér sést líka hversu miklu máli smáhlutirnir skipta, takið eftir hillunni í horninu…

DSC02755-600x898

…síðan þegar að búið er að skreyta og raða, þá bara er eins og búið sé að blása lífi í myndina…

patel_selects3-1_Page_01-600x739

…hér aftur er fyrir…

DSC02758-600x400

…og svo eftir…

IMG_0134

…þessi kommóða, ohhhhhhh þessi kommóða…

IMG_0034-600x900

…geggjaður gangur, Emily vildi að vísu setja spegil yfir bekkinn, en hjónin sem eiga húsið vildu bara láta viðinn njóta sín…

IMG_0422


…mig langar í svona rennihurðir fyrir skápinn í þvottahúsinu…

IMG_0427

 

…hún er líka snillingur í að finna fallega hluti á flóamörkuðum…

 

 

Image-31-600x600

 

…og gera þá enn fallegri…

vintage-plycraft-chair

 

 

…stofa fyrir…

IMG_49261-600x448

…og stofa eftir.  Kannske svoldið mikið að gerast fyrir minn smekk, en mikið af fallegum litum og björt og glaðleg er hún…

index_3-12-600x400

…sófinn er t.d. ansi bjútifúll…

index_2-3-600x899

…og hún er alveg óhrædd við að mixa og match-a ýmsum stílum…

index-2-600x899

…takið eftir krúsunum í hillunni…

mason-jar-final

…þetta er bara svona plein krukkur sem voru málaðar í alls konar bláum tónum…

DSC02769

…elska þennan stól og pulluna, og gula teppið er alveg að virka þarna…

shot_06_00153

…fallegir smáhlutir…

shot_08_0010_LJ3

…nýjasta verkefnið hennar er síðan eitt af mínum uppáhalds.  Hún var fengin til þess að taka í gegn herbergi fyrir Fran sem er 80plús og býr á Hjúkrunarheimili.  Að vísu sýnist mér þetta vera töluvert stærra en rýmin sem að eldra fólk er að fá hér heima, en hins vegar er alltaf hægt að nýta hugmyndirnar.

Hér sést fyrir:

Frúin átti náttúrulega ansi hreint mikið af góssi, enda búin að sanka að sér heila ævi.  Mikill föndrari og því vantaði geymslurými…

cluttered-office

…og eftir!!  Ahhhhhhh, hugsið ykkur ef það væri gert meira af svona einhverju á Hjúkrunarheimilunum hérna heima.  Nota liti til þess að koma með birtu og yl inn í herbergin, og til þess að endurspegla persónuleika íbúans….

After-Shot-1

…svefnherbergið fyrir…

Before1

…og síðan eftir!

IMG_9806

Endilega kíkjið inn á síðuna hennar Emily og njótið þess að skoða: stylebyemilyhenderson.com

Hér sést síðan daman sjálf, með yndislegu frúnni sem var að fá svona fína íbúð… 🙂

fran-and-emily

All photos via StyleByEmilyHenderson!

8 comments for “Emily Henderson…

  1. María
    29.05.2013 at 08:57

    Rosalega gerir hún flotta hluti.

  2. 29.05.2013 at 10:09

    Margt flott hjá henni.

    TGalandi um hnetti, sá mjög flotta hnetti í Lego. Flott fyrir strákaherbergin. 3 eða 4 tegundir af hnottum i star wars legoinu

  3. Svandís
    29.05.2013 at 11:06

    ó hvað mig langar að geta horft á þessa þætti 🙂

  4. Hrefna Björg Tryggvadóttir
    29.05.2013 at 13:47

    Æðislegt hjá henni!

  5. Edda Björk
    29.05.2013 at 15:15

    Alli malli hvað þetta er flott hjá henni ….Vá þessi síða er sko komin í Favorites. Elsku Dossan mín ég skal blása í vængina þína 🙂 Ef ég ætti aukapeninga þá myndi ég ráða þig strax í dag til að hjálpa mér með final touch á svefnóið mitt og herbergið hans Emils. Svo myndi ég biðja þig um að taka frímerkjaforstofuna mína í gegn – ekki spurning. Hugsa þetta á hverjum einasta lifandis degi ….. Ansans hvað allt er orðið askoti dýrt á þessu blessaða skeri hérna! Fuss og svei 🙂
    hafðu það gott darling …. þangað til næst .. Edda

  6. 29.05.2013 at 20:44

    Margt skemmtilegt og fallegt, hver elskar ekki svona fyrir&eftir myndir!?! Takk fyrir að deila 🙂

  7. 30.05.2013 at 10:51

    Flott síða hjá þér Dossa … og gaman að kíkja á Emily flott hjá henni.

  8. Solveig
    30.05.2013 at 12:55

    Þetta er bara flott, er einmitt að fylgjast með henni í Design Star núna á Skjá 1. Það er ekki skrítið að þú verðir stundum þreytt, það er í raun alveg ótrúlegt hvað þú afrekar miklu, you go girl!!

Leave a Reply to Hrefna Björg Tryggvadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *