Tískusveiflur…

…koma og fara, bæði í fötum og í innanhússhönnun.  Það sást t.d. vel á þessum pósti hér og þessum hérna líka.

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum dálæti mitt, og bloggheimsins, á hinum fallega sæblágræna lit sem er stundum kallaður Tiffany Blue, stundum turkis og stundum ljósblár.

Síðan rakst ég á þessa mynd á netinu…

74b55def754de4a2cc155cb27ca22c98

…og fékk það nánast á heilann að fá mér nýja Kitchen Aid vél 🙂
Hins vegar velti ég því fyrir mér hversu gáfulegt það er að fylgja svona tískustraumum í “stærri” heimilistækjum.  Við eigum td. Kitchen Aid-vél sem að kemur frá ömmu eiginmannsins, og er sennilegast rúmlega 50 ára gömul.  Hún er hvít á lit og hefur aldrei slegið feilnótu.

Kitchen-Aid-Nail-Polishes2

…hér er ein sem heitir Aqua, sjá hér:

Fullscreen capture 12.5.2013 201834

…og þessi heitir Ice…

Fullscreen capture 12.5.2013 201839

…hvað mynduð þið gera í svona málum?  Fylgja tískunni eða halda sig við klassíkina og leika sér með tískuliti í ódýrari fylgihlutum, eins og ruslatunnum

Fullscreen capture 4.9.2012 171439

klukkum

Fullscreen capture 5.5.2013 235336

stöndum fyrir glerdunkana (sem maður flytur með heim frá Ammmeríku)…

Fullscreen capture 7.4.2013 231348

sigtum

Fullscreen capture 12.5.2013 202034

geggjaðri fiskakönnu

Fullscreen capture 12.5.2013 202936

hitaplöttum

Fullscreen capture 12.5.2013 203155

..skálasettum…

Fullscreen capture 12.5.2013 213529

hjólavögnum

Fullscreen capture 13.8.2012 033059

myndum á veggi

Fullscreen capture 13.8.2012 033506

kollum

Fullscreen capture 16.1.2013 231945

stólum

Fullscreen capture 18.4.2013 232600

Koma svo….fylgið þið tískusveiflum í svona málum?
Eða mynduð þið gera eins og ég og reyna frekar að fá sér ódýrari hlutina í tískulitum?

Samt vil ég taka það fram að mér finnst vélarnar ÆÐISLEGAR í litum!!! 🙂

Light+Blue+Martha+Stewart

Í öðrum fréttum þá vil ég ítreka mæðradagskeðjuna sem að ég sendi á Facebook í gær:

 Til hamingju með daginn ykkar yndislegu konur, sem að deilið því með mér að gegna besta hlutverki í heimi – því að það er ekkert betra en að vera móðir!  ♥

2011-05-08-220545

9 comments for “Tískusveiflur…

  1. María
    13.05.2013 at 09:12

    Ég á ekki Kitchen Aid og samt er er ég gift…

    Þettar er ekki tæki sem ég myndi kaupa bara til að elta tískuliti, ég myndi frekar fara í smáhlutina. En þú taldir upp svo marga smáhluti að ef þú myndir splæsa í þá alla þá væri það örugglega jafndýrt og ný Kithcen Aid.

  2. Berglind
    13.05.2013 at 10:01

    Ohh ég er líka alveg rosalega skotin í þessum lit ! finnst hann æðisgengin og skil þig svo fullkomlega.. ef ég ætti nóg að peningum myndi ég eltast við svona dýrari hluti annars bara litlu hlutirnir sem gerir líka allt svo fallegt :D) bara dásemdar blogg hjá þér :Þ

  3. Svandís
    13.05.2013 at 10:23

    Ég eltist alveg við tískuliti ef mér finnst þeir fallegir en held þeim í ódýrari hlutunum sem má skipta út reglulega 😉
    Hinsvegar lét mágkona mín sprauta sína Kitchen Aid og það kom mjög vel út. Getur þá bara breytt aftur þegar liturinn fer úr tísku eða þú verður leið á honum. Myndi samt mæla með fagmönnum í sprautunina fremur en að munda spreybrúsann sjálf ef þetta eru dýr tæki 🙂

  4. Margrét
    13.05.2013 at 10:26

    Gamla 50 ára rjómagula KA vélin hennar mömmu átti hægt andlát á heimili okkar fyrir 2 árum, og ástæðan fyrir því að ég hef ekki keypt nýja er valkvíði yfir því hvaða lit ég á að velja!!!! Eftir að ég fór á námskeið hjá Salt í fyrra þá er ég með þessa bláu á heilanum, en er að reyna að hugsa praktsískt!
    Ætli ég komist einhverntíman að niðurstöðu og þurfi að nota handþeytara forever?

  5. Ása
    13.05.2013 at 12:33

    Ég á hvíta KA-vél og er bara mjög ánægð með hana.Hún stendur alltaf stolt á eldhúsbeknum klasísk og fín og passar alltaf þó að maður vilji breyta um stíl… Ég myndi frekar breita litlu hlutunum og því sem kostar ekki himin og haf.

  6. Anna Sigga
    13.05.2013 at 15:02

    Úfff eg a bara handhrærivel svo ég stend ekki í þessu en litlu hlutirnir hjá mer eru í rauðu 🙂 hihihi hvítt og naturbrúnt spila með……hluti eins og sofa myndi hafa í hlulausum lit….

    Flottir hlutir sem þú sýndir okkur…liturinn er góður ….gaman að þessum pælingum hjá þér 🙂

    Kv úr kuldanum norðan heiða.

  7. Anna Sigga
    13.05.2013 at 15:03

    Es til hamingju með daginn í gær 🙂

  8. Helga Eir
    13.05.2013 at 18:28

    Vá ég ELSKA þennan lit! Ég bara gæti alls ekki valið mér lit á Kittsjen aidinu! En ég myndi klárlega fá mér þokkalega klassíska svo ég meiki hana þangað til ég verð amma að baka 🙂

  9. Audur
    14.05.2013 at 10:38

    Sko fyrst þú átt gamla vél er þá ekki upplagt að spreyja hana 😉 Eeelska þennan lit. Ég átti einu sinni eldhúsinnréttingu í þessum lit og held ég myndi bara aldrei fá leið á honum. Þessi litur er bara klasskiker 😉

Leave a Reply to María Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *