RH – vor 2013…

Restoration Hardware, Baby and Kids, er sérlega dásamlega falleg síða.
Það er hins vegar svo dýrt þarna að maður þyrfti sennilegast að selja nýra og kannski eitt lunga til þess eins að hafa ráð á að kaupa sér kodda þarna inni 🙂

Það breytir því ekki að það má njóta þess að skoða myndirnar af dásamlegu herbergjunum og öllu þessu fallega sem að fyrir augun ber.
Hugsanlega að nýta sér eina, eða tvær hugmyndir þegar að fram líða stundir.

Þegar að ég sá vorbæklinginn þá gat ég ekki annað en deilt með ykkur nokkrum myndum.
Sjáið t.d. bara þessa dásemdar forsíðu…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202024

…það er svo fyndið að maður hugsar ekki beint um barnaherbergi þegar að maður sé þessi húsgögn og fylgihlutina.  En hins vegar verða þetta að gordjöss barnaherbergjum þegar að allt er saman komið.  Vængirnir eru líka yndislegir…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202031

…litlu skýjin í glugganum heilluðu mig upp úr skónum…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202035

…og þessir skemlar eru bara alveg uppáhalds…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202047

…annað ský þarna í horninu, sem væri líka skemmtilegt DIY…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202054

…rammarnir og myndirnar gera skemmilega grúbbu þarna á veggnum…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202111

…annað DIY gæti verið þessi rörahilla þarna á veggnum.  Ferlega kúl…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202129

…krítarmálning á heilann vegg gerir svo mikið, og þetta ljós er bara einum of kúl…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202136

…þarna sést ferlega flott rúm á hjólum og hillan er í raun rúmgaflinn, þarna væri t.d. hægt að nýta Expedit-hillu frá Ikea sem “höfðagafl”…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202148

..flott…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202153 bwFullscreen capture 6.5.2013 202203 bwFullscreen capture 6.5.2013 202216

…húsahillurnar á veggnum er æðislega, og frekar auðvelt DIY…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202226 bwFullscreen capture 6.5.2013 202233

…í Ikea fást líka svipaðar fiðrildamyndir, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 202245

…eitt svona rúm, takk fyrir…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202252

…ahhhhhhhhhhh, skemla-himnaríki…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202256

…það er mikið trend að setja ljósin yfir vöggurnar í þessum bæklingi, er þannig í næstum hverju einasta herbergi.  Er ekki viss um að mér þætti þægilegt að liggja í vöggu með ljós beint í augun…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202303

…fallegt að blanda inn sæbláa litnum með þessum hlutlausu tónum…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202314 bwFullscreen capture 6.5.2013 202450

…ég elska þessar dýramyndir, ef elskað þær leeeeeeengi.

Það er hægt að kaupa þær hérna

bwFullscreen capture 6.5.2013 202458 bwFullscreen capture 6.5.2013 202503

…skemmtilegt að sjá þarna hvað hillan verður mikil geymsla með því að fylla hana af fallegum körfum og hlutum…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202509

…skemmtilegt að hengja vírkörfurnar upp á veggi…

bwFullscreen capture 6.5.2013 202516

…fuglaóróinn er æðislegur, DIY?

bwFullscreen capture 6.5.2013 202523

…og svo þessi fallega mynd yfir rúminu, og auðvitað fíllinn líka.  Aftur ljós beint yfir rúminu, merkilegt 😉

Hvernig fílið þið þetta?

bwFullscreen capture 6.5.2013 202539

4 comments for “RH – vor 2013…

  1. Svandís
    07.05.2013 at 08:24

    Finnst skemmtilegt og ferskt andrúmsloft í þessum bæklingi og mjög margt sem maður getur látið sig dreyma um að eignast.
    Ljósin yfir barnarúmunum bögga mig samt ferlega, ég hugsa bara hvað ef þau dyttu niður á barn…. en jú flott svona fyrir myndatöku 😉

    Takk fyrir að sýna okkur 🙂

  2. Anna Sigga
    07.05.2013 at 13:59

    Get ekki verið Meira sammála fyrri ræðu manni með ljosin yfir barnarúmin…..ef þau myndu nú detta a krílin :/

    En finnst allt svon ljóst leiðinlegt til lengdar…..þarf að hafa liti:) en jú þetta er samt allt fallegt….húsahillurnar heilluðu mig Mest.
    Kv

  3. Hrund
    08.05.2013 at 21:59

    Maður getur sko gleymt sér á þessari síðu 🙂 Sammála með ljósin, eiginlega alveg fáránlegt, en lokkar flott.

    Hefuru pantað dýramyndir af theanimalprintshop.com ? Langar alveg agalega í 2-3 inní barnaherbergið!!

    • Soffia
      08.05.2013 at 23:38

      Hef ekki pantað en langar að panta mér þegar ég fer út í sumar 🙂

Leave a Reply to Hrund Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *