Blogg, um blogg..

…frá bloggi til bloggarans 🙂

bw2013-01-21-155641

Ég er svo mikið búin að vera að hugsa og pæla og spá.  Ég er eins og þið hin og les mikið af alls konar bloggum.  Ég er líka sennilegast eins og þið flest og kommenta mikið sjaldnar en ég ætti að gera.  Þetta er frekar fyndið ferli, því að maður er stundum “hvvvaaaaaaa er hún/hann/þau ekkert að fara að setja inn nýtt blogg fyrir mig?”  Síðan kemur það inn, maður les og lokar síðan glugganum.  Þetta er sem sé ekki svona give and take ferli, þetta er meira svona lesa, búið, bless.

 bwFullscreen capture 2.5.2013 194010

Eitt af uppáhalds bloggunum mínum, sem að í raun ýtti mér svoldið af stað, er Young House Love.  Ég er búin að vera að lesa bloggið þeirra síðan 2008 eða 2009 og hef mjög gaman af því að lesa um Petersiks-hjónin og þeirra fjölmörgu verkefni.  En það er eins og með alla bloggara, sér í lagi þá sem að setja inn daglega pósta.  Þeir eru misspennandi.  T.d. settu þau inn póst núna í vikunni um að þau hefðu verið að kaupa sér nýtt hús, og því færi nú af stað haugur af nýjum herbergjum og breytingum, og ég varð alveg fáránlega spennt yfir þessu.  Lét t.d. manninn minn vita af þessu, og þið ættuð bara að vita hvað hann varð gífurlega spenntur yfir hjónunum í USA sem eru að fara að flytja *hohoho*.

 bw2012-07-23-144416

Kannski varð ég svona spennt af því að við vorum að skoða hús um daginn, bara svona skoða – ekkert meir.  Það hefur nefnilega ansi margt breytt síðan að við fluttum inn í okkar hús 2008.  Þá fengum við okkur nýtt eldhús, sem ég er reyndar mjög ánægð með, en í hinu húsinu sem að við vorum að skoða var bara þreytt eldhús.  Ég tók næstum því flikk, flakk og heljarstökk af gleði, því að ég gat rétt ímyndað mér hvað ég gæti málað þetta eldhús í ræmur.  Mér fannst bara allt húsið vera eins og einn risastór dótakassi, handa mér til þess að umbreyta og leika mér með.  Skil ekkert í eiginmanninum að deila ekki þessum hugsunarhætti með mér – skrítið!  En allt það sem “var að” í húsinu, var eitthvað sem að ég gat séð fyrir mér sem DIY-verkefni og það gerði það bara enn meira spennó.

 Fyndið hvernig hugsunarhátturinn breytist með árunum,

bw2012-07-24-122109

En í það minnsta þá langaði mig að setja inn þessar línur og biðla til ykkar, að leyfa mér að heyra hvað þið mynduð vilja sjá öðruvísi hérna inni.  Við erum núna búin að vera með “nýju” síðuna í rúman mánuð og komin ágætis reynsla á hana.

Er eitthvað sem að þið mynduð vilja sjá öðruvísi?

Er eitthvað sem að þið mynduð vilja sjá meira, eða minna af?

Mynduð þið vilja sjá meira af “persónulegum póstum”?  Svona um eitthvað fatakyns eða svoleiðis?

bw2011-05-08-220545

Meira af svona póstum um efni tengt krökkum?  Skrifaði á sínum tíma greinar í Fyrstu Skrefin og luma á alls kyns góssi 🙂

Endilega látið í ykkur heyra, mig langar svo að gera síðuna skemmtilegri fyrir ykkur og því væri frábært að fá smá feedback!

37 comments for “Blogg, um blogg..

  1. Svala
    03.05.2013 at 08:22

    Dossa mín, mér væri sama þótt þú bloggaðir um málningu að þorna,nei bíddu þú hefur gert það er það ekki? Allt sem þú bloggar um er SPENNANDI.

  2. Helga Eir
    03.05.2013 at 08:28

    Mér finnst allt skemmtilegt sem þú bloggar um! Áfram þú 🙂

  3. Ása
    03.05.2013 at 08:30

    Ég hreinlega elska síðuna þína eins og hún er, finnst endalaust skemmtilegt að kíkja hér við…. Krakka, barna… af og til myndi svosem ekki skemma neitt heldur…

    Kveðja

  4. Berglind
    03.05.2013 at 08:55

    Mér finnst síðan hjá þér mjög fjölbreytileg og spennandi, elska alla uppröðun, elska að kíkja inn og fá hugmyndir frá þér 🙂 Finnst þú bara frábær!

  5. Guðríður
    03.05.2013 at 09:11

    elska allllllt sem þú gerir mín kæra, er búin að fylgjast með þér í laaaangan tíma og er ekkert að fara hætta því – þú ert fyrir mér eins og USA fólkið þitt 😉
    en ég er til í allt sem kemur frá þér – á meira að segja fallegasta stelpu rúmteppið norðan Alpafjalla 😉
    keep on the good work! og VÁ hvað það væri gaman ef þú flyttir – fullt af nýjum verkefnum fyrir okkur að njóta 😉

  6. Margrét Helga
    03.05.2013 at 09:18

    Tek undir það sem hefur verið skrifað hér að ofan…allt skemmtilegt og áhugavert sem að frá þér kemur 🙂 Jú gó görl!!

  7. Ingunn Óladóttir
    03.05.2013 at 09:26

    Hæ Dossa,
    hvað segir þú um sumarskreytingar, finnst oft verða tómlegt þegar þörfin fyrir kertaljós og lampabirtu minnkar með aukinni birtu.

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:43

      Þegar kemur sumar, þá kemur alls konar sumarstöfferí – ég lofa því 😉

  8. Guðríður Kristjánsd
    03.05.2013 at 09:31

    Mér finnst bara eins og hinum allt skemmtilegt og spennandi sem þú póstar hér inn. segi stundum við kallinn minn komdu ég ætla að sýna þér hvað hún Dossa var að gera og hann hlær og segir það er eins og þetta sé vinkona þín en það er nú akkúrat málið:) bara partur af deginum að kíkja á hvað þú ert að gera og fá stundum lánaðar hugmyndir. áfram þú og kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að njóta

  9. 03.05.2013 at 09:31

    ohh ég bíð einmitt spennt eftir að hitta þig og geta rætt um flutningana hjá Sherry vinkonu okkar 😉

  10. Helga Björg
    03.05.2013 at 09:31

    Síðan er mjög góð, eitthvað persónulegt og t.d. fatakyns hljómar mjög spennandi. Mér finnst allt barna mjög spennandi og elska t.d. að lesa um barnaafmælin og barnaherbergin 🙂 Takk fyrir góða síðu.

  11. Kristín Sig.
    03.05.2013 at 09:32

    Allir þínir póstar eru skemmtilegir. En það er alltaf rosalega spennandi þegar þú kemur með fyrir/eftir pósta. Eins og t.d. á öðrum heimilum þar sem þú hefur verið fengin í “makeover”.
    En væri ekki spennandi að þið mynduð flytja bara svo að þú gætir bloggað meira um svoleiðis “makeover”? 😉 Hehehe.

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:42

      Læt bóndann vita, að samkvæmt kröfu lesanda þá bara verðum við að flytja ASAP!! 😉

  12. Hjordisa
    03.05.2013 at 10:00

    Allt sem kemur fra ter er skemmtilegt en ja eg er lika alveg til i eitthvad fatalyns og barnatengt. Skil tig vel ad vera spennt yfir hjonunum i usa.

    Kv.Hjordis

  13. Svandís
    03.05.2013 at 10:01

    Í fyrsta lagi, ég er líka húkkt á YHL en hef reyndar ekki kíkt þangað í vikunni þannig að fréttir um flutninga hjá þeim… víííí!!! Finnst svona fyrir og eftir verkefni svo skemmtileg að skoða.

    Varðandi bloggið þitt þá ertu bara á nákvæmlega réttum stað elskan. Passleg blanda af family stöff, skreyteríi og svo stærri verkefnum og DIY. Gaman líka að sjá svona sjopperí og hugmyndir af netinu af og til. Eeeelska að sjá þegar þú gefur öðrum hugmyndir um breytingar og birtir svo fyrir og eftir.

    Fattaði áðan að ég fór ekki hingað inn í gær þar sem ég var eitthvað bissí og fannst ÆÐI að eiga inni tvo pósta 😉

  14. Sigríður Aðalbergsd.
    03.05.2013 at 10:07

    Þetta er bara eins og það á að vera, sitt lítið að hverju 🙂 Alltaf gaman að kíka hér inn 🙂
    Kveðja Sigga

  15. 03.05.2013 at 10:16

    Ég E.L.S.K.A þessa síðu, hún fer alveg ein af uppáhalds. Mér finnst gaman að sjá og lesa allt sem þú setur hér inn, og það má alveg lauma með meira persónulegu líka, börnunum þínu fallegu, fötum og já bara bring it all!

  16. Margrét
    03.05.2013 at 10:17

    Þú gætir bloggað um símaskránna og það væri skemmtilegt 🙂 Svo er svo krúttilegt hvað þú ert farin að “snerta” mörg heimili, maður heimsækir vinkonu sem er allt í einu komin með bakka með “Dossulegri” uppröðun og maður spyr “varstu að skoða skreytum hús?” og hún horfir hissa á mann og segir “já, hvernig vissirðu?”

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:41

      Awwwww, þetta finnst mér æði! 🙂

      • Margrét
        06.05.2013 at 10:15

        Bannað samt að flytja af nesinu!

  17. Vallý Sævarsdóttir
    03.05.2013 at 10:51

    Hæhæ.
    Ég skoða bloggið þitt á hverjum degi og ég elska alla póstana. Fyrir/eftir, bakkaskreytingar, GH-hugmyndir, heimsóknir í krúttlegar búðir, breytingar heima hjá þér og allt í bland.
    Ég fylgist líka með YHL og var einum of spennt þegar ég las um húskaupin þeirra. Það versta var að ég hafði engan til að deila gleðinni með þar sem ég þekki engan sem “þekkir” Petersiks-hjónin eins og ég.
    Mér þætti ekki leiðinlegt ef þú laumaðir inn nokkrum póstum um börnin 😉
    En ein hugmuynd. Hvernig væri að halda svona Pinterest-Challenge hér á klakanum fyrir okkur skreyti- og DIY-sjúka fólkið?

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:52

      Það er fín hugmynd Vallý, var reyndar með Pinterest-áskorun fyrir rúmu ári en kannski komin tími á að endurvekja hana 🙂 ?

      http://www.skreytumhus.is/?p=2647

  18. María
    03.05.2013 at 13:45

    Mér finnst síðan þín rosa fín og skemmtileg og ég lít mjög oft hingað inn, við erum á svipuðum stað í lífinu svo ég hefði líka áhuga á öllu hinu.

    Ég er ennþá að venjast nýju síðunni en ég er mjög sátt við að hún sé ekki flokkuð sem klám í vinnunni minni 🙂

    YHL fréttirnar í vikunni voru rosalegar og það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þeim, það er eiginlega svo mikið að gerast hjá þeim að mig vantar fleiri pósta. Strax. Ég á einmitt eiginmann sem hristir hausinn þegar ég segi honum fréttir af “vinahjónum okkar í USA”

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:40

      Ég reyndar agalega klámfenginn skreytari 😉 en gott að heyra að ég kemst fram hjá síunni!

  19. Anna S igga
    03.05.2013 at 13:50

    Vantar sumarfíling í bloggið 🙂 en allt dámsamlegt sem þú gerir 🙂 og síðan á pottþétt eftir að breytast Meira hahahaha það er nú bara liðinn mánuður.

    Býð bara eftir meiru og meiru 🙂

    AS

    • Soffia
      03.05.2013 at 19:40

      Vantarsumarfílingíbloggið???? Það vantar bara sumarfíling á skerið okkar kalda 🙂 Það snjóaði í fyrradag!

      • Anna S igga
        06.05.2013 at 08:34

        Hahaha ja ég veit en maður þarf að flýja frá vetrinum í raunveruleikanum þá er gott að hafa sumarfíling á netinu til að hugga sig við 😉

        Annars nota ég bara ýmindunaraflið og Skoða gamlar ljósmyndir a heimilinu til að flýja raunveruleikann úti og læt mig dreyma um sumarið sem ætti að vera komið….btw það snjóaði hérna hjá mér rétt áðan …….:(

        Iss piss þá er gott að kunna að dreyma 😀

  20. Helena
    03.05.2013 at 19:27

    Síðan er æðisleg eins og hún er, enda fyrst á dagskrá í daglega bloggrúntinum 😉 Alltaf gaman að kíkja á alla snilldina sem frá þér kemur elsku Soffía:) Segi bara áfram þú!

    kv.Helena

  21. Heiða
    03.05.2013 at 20:27

    Bloggið þitt er algjörlega ómissandi lesning með kaffibollanum eftir vinnu. Tek undir með hinum, þú ert barasta frábær bloggari—punktur.

  22. Ragnhildur
    03.05.2013 at 20:29

    Ótrúlega flott og skemmtilegt blogg…elska að kikja hérna inn og sja hvað þú ert mikill snillingur ;)…hugsaði einmitt um daginn …hvað er hún ekkert að gera núna ..hahahahahh. Haltu áfram á þinni braut og allt sem þú bætir inn verður pottþétt bara flott og skemmtileg lesning…gangi þér vel…

  23. Arna
    03.05.2013 at 21:03

    mér finnst bloggið þitt mjög gefandi og skemmtilegt og drekk allt í mig sem þú setur hér inn. Mest gaman er fyrir og eftir og DIY og ég hef reyndar líka mjög gaman af skreytingunum þínum í veislur og þannig, fæ oft góðar hugmyndir hjá þér þó ég sé ekki dugleg að gera eitt né neitt… 😀
    Haltu endilega áfram að setja bara allt inn sem þér dettur í hug, þú ert frábær og takk fyrir að vera til!!

  24. Margret
    04.05.2013 at 17:58

    Ég les alltaf bloggið þitt, finnst gaman að sjá fyrir og eftir. Var að hugsa að kannski væri líka sniðugt að fá svona ‘lausnapósta’, þ.e.a.s. hvernig flott er að skreyta þegar maður er með svona og hinsegin rými. Alllskonar tips fyrir stór rými, lítil rými osfrv., bara smá hugmynd 🙂

    Annars finnst mér rosa gott að koma hingað og fá hugmyndir 🙂

  25. 04.05.2013 at 20:50

    Þessir krabbar eru furðulegt fyrirbæri…. Alltaf þarf að vera að breyta, hlúa að eða vesenast eitthvað. Ef það eru ekki húsgagnaflutninguar í gangi, máleríí, garðurinn eða næstu veisluplön (nú eða ferðalög) þá er bara farið útí að gera nýjann blogghaus.Þá er svo skemmtilegt og spennandi að vera til.
    Verkefni stór sem smá þurfa að vera til staðar, eitthvað þar sem sköpunargleðin er við völd.
    Flott kona. Flott blogg. Nokkuð sama hvað þú skrifar um á meðan persónuleikinn kemur svona sterkt í gegn. Þú grípur okkur með í leikinn og gerir okkur spenntar og hvetur okkur með i þinn skreytingaglaða heim. Fyrir þaer sem eru ekki með sköpunargleðina á tæru þá gefuru þeim inspírasjón og von. Fyrir okkur hinar sem er nú þegar á “skreytingaskeyðinu” þá ertu hugmyndabanki og leiðtogi!
    Alltaf gott að kikja við hjá þér… Þó svo að þú búir í tjaldi!
    Til Hamingju með nýju bloggsíðuna og gaman að sjá þig vaxa og þroskast!
    Brynja

    • Soffia
      06.05.2013 at 08:09

      *roðn* *grát* *snökt*

      Svo mörg bjútifúl komment!!

      Takk fyrir mig:)

  26. Bogga
    04.05.2013 at 21:29

    Takk fyrir ALLT! Gaman að “heimsækja” þig stelpa 🙂

    kv. Bogga

  27. Selma
    06.05.2013 at 19:40

    Ég væri til í að það væri hægt að ýta á ,,like” takka á síðunni, því að ég er ekki dugleg að kommenta á frábæru síðuna þína 🙂

    Fyrir mitt leyti þá vil ég ekki lesa pósta um föt. Ég persónulega skoða síðuna þína út af því að ég hef svo gaman að því að fá góðar hugmyndir um hvernig er hægt að gera heimilið fallegra.

    Takk fyrir mig 🙂

    • Soffia
      06.05.2013 at 21:37

      Selma, það er like-takki, tengdur við Facebook, undir hverri færslu 🙂

Leave a Reply to Helga Eir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *