Fyrir og eftir: Listdansskóli Hafnarfjarðar…

…haldið ekki að elskan hún Eva Rós, sem er eigandi Listdansskóla Hafnarfjarðar, hafi beðið mig að aðstoða sig við að gera kósý í skólanum þegar að hann flutti í nýtt húsnæði að Bæjarhrauni 2, 3 hæð.  Það að gera kósý á “budget-i” er eitthvað sem að mér finnst vera skemmtilega áskorun, þannig að ég sagði barasta jájá.

Hér koma hinar klassísku fyrir…

bw2025_355454997895060_2141329260_n

bw217850_355454427895117_941363041_n bw299583_355453851228508_1784085227_n bw393023_355454217895138_1899120726_n bw393136_355452867895273_630954183_n bw400076_355454871228406_1035978612_n bw537988_355453471228546_1142356107_n bw542262_355453351228558_1401106626_n bw553141_355456561228237_556870507_n bw580540_355453117895248_1147700015_n bw582381_355456207894939_155356705_n bw734070_355453637895196_1078455646_n

…færum okkur nú í hið skemmtilegra eftir!

Við fundum afskaplega fallega grá/fjólubláan lit, sem að við notuðumst við.  Litur skólans er nefnilega fjólublár þannig að við vildum endilega nota hann.  Hins vegar vorum við ekki skotnar í að finna rosalega “FJÓLUBLÁAN” lit, því var þessi grá-fjólublái alger snilld.  Með honum vorum við svo með fallega sægræn/bláa turkish litinn, og allt var miðað við að væri sem mesti heimilisbragurinn á hlutunum.  Þér á að líða bara eins og heima hjá þér 🙂

Þar sem að lofthæðin var mikil, þá var alveg brillijant að nota Maskros-ljósið frá Ikea.

Það er svo gífurlega fallegt, og þegar að það var komið upp var eins og það væri komið dásemdarveggfóður á veggina.

bw2013-02-13-233029

…settum upp gardínur til þess að fá meiri mýkt í rýmið, og síðan var notað það sem til var, eins og þessir tveir stólar.

Pælingin var jafnvel að spreyja þá með tímanum, en þeir hafa vissulega sinn sjarma eins og þeir eru.

Meira að segja speglunin frá Maskros-inum er bjútífúl…

bw2013-02-20-220641

…litlar rammagrúbbur (a la Dossa) eru nauðsyn, og við notuðum gyllta litinn til þess að meira hlýju inn…

bw2013-02-20-220734

…þarna sést inn á skrifstofu stjórans (reyndar var verið að setja upp gluggann og því er ekki búið að mála í kringum hann þegar að myndin var tekin – en þið bara lofið að taka ekki eftir því – ok taaaaakk)…

bw2013-02-20-220740

…og fleiri grúbbur á ganginum þar sem að búningsklefarnir eru…

bw2013-02-20-220752 bw2013-02-20-220800

..og þar á meðal tómir rammar sem að táskór hanga í…

bw2013-02-23-150706

…skrifstofa stjórans var hrein dásemd.  Að stórum hluta er hægt að þakka fyrir Werna gluggatjöldunum, því að um leið og þau komu upp varð þetta að kósý rými.  Síðan notuðum við minni Maskros ljósið þarna inni, þannig að þau spegla hvort annað…

bw2013-02-21-210841

…plagötin átti hún áður en þau voru í römmum sem voru illa farnir.  En um leið og við settum þau í massífa og flotta ramma þá urðu þau að listaverkunum sem að þau eiga skilið að vera.  Sérstakt uppáhald eru síðan ballerínu skórnir á veggnum…

bw2013-02-21-210852 bw2013-02-21-210908

…blóm í ramma gefa líka ótrúlega mikið af sér – stundum þarf svo lítið til þess að breyta miklu…

bw2013-02-21-210926

…keyptum borðlampa og notuðumst við vörur á úr eldhúsdeild Ikea til þess að geta hengt upp penna og annað þess háttar…

bw2013-02-21-210935 bw2013-02-21-211020

..og síðan í dagsbirtunni…

bw2013-02-23-152315

…við notuðum mikið litlu Knubbig ljósakúlurnar frá Ikea,  og með því að setja þær ofan í þessar litlu skálar þá mýktum við birtuna frá þeim og þær koma næstum í staðin fyrir kertaljós…

bw2013-02-21-211540

…veggir í sölunum voru líka málaðir í fallega gráfjólubláa litnum…

bw2013-02-21-211312

…það er barasta eitthvað brjálæðislega dúllulegt við svona litlar ballerínur…

bw2013-02-21-211525

…keyptum við einfaldar korktöflur, og máluðum þær í rétta litnum.
Þær voru síðan boraðar upp á vegginn í beina röð og með jöfnu millibili…

bw2013-02-21-211632 bw2013-02-21-211643

…síðan voru tómir rammar festir á korktöflurnar, og tilkynningar eru settar á víð og dreif…

bw2013-02-21-211738bw2013-02-21-211650

…séð inn frá innganginum…

bw2013-02-21-211848

…ég fann þessa frábæru spegla, auðvitað í Ikea, og þeir eru alger snilld.  Þeir eru barasta næstum heil innrétting, bara svona einir og sér.  Svo ekki sé minnst á þessi dásemdar handklæði sem að ég varð svo skotin í að ég keypti mér eins heim til mín :)…

bw2013-02-21-212132

…í búningsklefunum eru setningar sem að hvetja til dáða…

bw2013-02-21-212144

bw2013-02-23-151252

…ahhhh…nema að það stendur ekki skreytumhus.is fyrir ofan klukkuna 😉

bw2013-02-23-151843

bw2013-02-23-151416

…þar sem að við vorum með nokkra mismunandi spegla, þá fannst okkur þeir kjörnir hjá: “allir saman, enginn einn.  Einelti, nei takk” – hengdir upp í mismunandi hæðum fyrir mismunandi stelpur…

bw2013-02-23-151516

…í eldhúsinu/móttökunni eru ýmsir fallegir smáhlutir…

bw2013-02-21-212824

…og alls staðar fallegar myndir, enda nóg úrval af þeim…

bw2013-02-21-212841 bw2013-02-21-221022

…einn salurinn er mikið nýttur fyrir smástelpurnar, þannig að hann var dúllaður extra…

bw2013-02-23-150848

..sjáið þið glitta á eitthvað þarna á vegginum?

bw2013-02-23-150856

…þetta eru svona dásemdar lítil speglafiðrildi…

bw2013-02-23-150920 bw2013-02-23-150932

…það er heitur pottur þarna innan búningsklefanum og þar krúttuðum við líka að eins til…

bw2013-02-23-151904

…enda er þetta líka kjörið fyrir gæsahópa og alls konar stelpupartý…

bw2013-02-23-151921 bw2013-02-23-151939

…þarna sést í pottinn…

bw2013-02-23-152021

…á ganginum við teygjuherbergið er skenkur, sem geymir glös og alls konar “nauðsynjar”…

bw2013-02-23-152048 bw2013-02-23-152052 bw2013-02-23-152101

…og þar er líka teygjuaðstaðan…

bw2013-02-23-153023 bw2013-02-23-153041

…og hún speglast þarna fyrir ofan skenkinn…

bw2013-02-23-153349

…yndislegir blúndubakkar, frá Ikea…

bw2013-02-23-153419 bw2013-02-23-153620 bw2013-02-23-153743

…í móttökunni máluðum við svona krítartöflu, og létum gera svona skrautlímmiða í kringum hana…

bw2013-02-23-154007

bw2013-02-20-220620 bw2013-02-20-220635

bw2013-02-23-154012 bw2013-02-23-154026

…og þannig er það.  Finnst ykkur þetta ekki bara fallegt?

Eru ekki alls konar hugmyndir sem að þið getið nýtt ykkur?

Síðan er gaman að segja frá því að skólinn er með nemendasýninguna sína á morgun 1. maí og hægt er að kaupa miða með því að smella hérna,
síðan veit ég af því að það er verið að leiga aðstöðuna út til einkasamkvæma, td gæsapartýa og það er um að gera að kynna sér það.
.

bw2013-02-23-154851

Þú gætir einnig haft áhuga á:

24 comments for “Fyrir og eftir: Listdansskóli Hafnarfjarðar…

 1. Helga Eir
  30.04.2013 at 08:14

  Vá þetta er rosalega flott hjá þér – ótrúlega hæfileikarík!

 2. Kolbrún
  30.04.2013 at 08:29

  Þetta er vikriklega vel heppnað , allt svo hlýlegt og kósý.
  Soffia þú ert snillingur.

 3. Svandís
  30.04.2013 at 08:36

  Kemur mjög vel út, hefur eflaust verið verulega krefjandi verkefni að mýkja upp svona mikið rými 🙂
  Áfram Dossa!

 4. Jana Ósk
  30.04.2013 at 08:41

  ÆÐI!

 5. Anonymous
  30.04.2013 at 09:25

  Þetta er frábært hjá þér , ótrúlega kósý og fallegt.
  ég heppin að vera að vinna þarna 😉
  kv.Dýrley

 6. Vala sig
  30.04.2013 at 09:26

  Virkilega fallegt hjå þér snilla mín

 7. Hanna
  30.04.2013 at 09:28

  Mikill snillingur ertu! Fallegt, sniðugt, hagkvæmt, viðráðanlegt.

  Finnst límmiðarnir með setningunum algerlega toppurinn og þá sérstaklega þessir Allir saman, enginn einn, einelti nei takk! Vil sjá þessi orð í öllum skólum, íþróttahúsum, sundlaugum og bara næstum því allstaðar!
  Kv.Hanna

  • Anna S igga
   30.04.2013 at 14:02

   Sammála Hönnu….textarnir eru flottir 🙂

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:46

   Amen! 🙂

 8. 30.04.2013 at 09:34

  Þú ert algjör snillingur!!!Þvílík forréttindi að fá að vinna með þér 🙂 Okkur líður svo vel í heimilislegan skólanum okkar og nemendurnir eru í skýjunum yfir “heimili nr.2” 😉 Allir sem koma inn hafa einmitt sagt hvað þetta er glæsilegt og kósý! Takk enn og aftur elsku Soffía :****

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:46

   Æji takk fyrir krúttið mitt 🙂

   Anægjan var öll mín megin!

 9. 30.04.2013 at 09:41

  orðið voða kósí þarna 🙂

 10. Kristbjörg
  30.04.2013 at 10:45

  Það hlaut að vera. Dóttir mín er í ballett þarna og þegar ég kom þarna inn þá hugsaði ég einmitt hversu ,,Dossulegt” það væri þarna inni. Ofsalega fallegt
  Kv. Kristbjörg

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:47

   Haha….þetta var “Dossað” – þarf að hafa samband við orðabók Háskólans og skrá þessa sögn inn… 🙂

 11. 30.04.2013 at 10:53

  Ji minn eini mig langar bara að dansa þegar ég sé þessa dásemd, þvílík og önnur eins breyting !!!!! Dásamlegt og róandi í senn 🙂

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:48

   Dansaðu – og leggðu þig – Dansaðu – og leggðu þig – Dansaðu – og leggðu þig…..bara eins og þú vilt!

   Takktakk!

 12. Anonymous
  30.04.2013 at 12:53

  Afskaplega fallegt, hvar færðu þessi fallegu spegla fiðrildi?

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:49

   Þessu fengust m.a. í Draumalandinu í Kef 🙂

 13. Anonymous
  30.04.2013 at 14:00

  Þvílíkar snilldarútfærslur, maður veit ekki hvar maður á að byrja….teygjuhornið, korktöflurnar, krítartaflan, límmiðarnir – öll kósýheitin (“,)

  • Soffia
   30.04.2013 at 18:49

   Byrjaðu bara á að laga heimasímann þinn….muhahaha 😉

 14. 30.04.2013 at 20:00

  Ó mí Gúd hvað þetta er yndislega fallegt!!

 15. Ragnhildur
  01.05.2013 at 02:36

  Ekkert smá flott…..frábærar hugmyndir

 16. Sigrún
  01.05.2013 at 10:10

  Snillingur

 17. Kristín S
  01.05.2013 at 20:52

  Virkilega flott………….
  kveðja
  Kristin S

Leave a Reply

Your email address will not be published.