Af öllu hjarta…

…allt mitt líf  ♥

Það er textinn sem að ég ákvað að lokum að setja á rúmgaflinn okkar.

bw2013-04-25-182512

..mig langaði nefnilega að gera smá breytingar á svefnherberginu.  Ekkert stórvægilegt, bara svona smá “thouch” hér og þar til þess að laga pínu til.

* Setja texta á gaflinn
* Setja nýjar gardínur
*  Breyta örlítið á náttborðum
*Mála krossinn sem hangir á vegginum
* Málaði lappirnar á rúminu

…ég lét útbúa filmuna á gaflinn fyrir mig, og það var einfalt mál að festa þetta á…

bw21.04

…og ég er mjög ánægð með útkomuna…

bw2013-04-25-182506

…ég festi upp (þá á ég við að ég fjarstýrði bóndanum) tvöfalda gardínustöng úr Ikea.

Ég er alveg að elska mýktina sem að það gefur að hafa blúndugardínuna fyrir innan en ljósgráu gardínuna fyrir framan…

bw2013-04-25-182452

…og fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað ég meina með tvöfaldri gardýnustöng, þá lítur hún svona út uppsett…

bw2013-04-25-184013

…hnúðurinn var reyndar á stönginni sem var fyrir glugganum áður, en ég vafði plasti utan um glerhnúðinn og spreyjaði síðan svart í stíl við nýju stöngina…

bw2013-04-21-173600 bw2013-04-21-174023

..og hér sést vel munurinn fyrir og eftir…

bwStarred Photos147

…á náttborðinu mín megin eru myndir…

bw2013-04-25-182348

…og síðan flotta glerboxið mitt frá Púkó og Smart…

bw2013-04-25-182343

…ég tók lítið skraut sem ég fékk í Skrapp og Gaman, og festi það við…

bw2012-11-29-191534

…og mér finnst það koma skemmtilega út…

bw2013-04-25-182340

…og einhversstaðar verður maður að geyma gullin sín, það er bara svoleiðis 🙂

bw2013-04-25-182331 bw2013-04-25-182326

…á uppáhalds snagabrettinu mínu hanga ýmsar gersemar….

bw2013-04-25-182308

…krans, sem er enn upphengdur með perlufesti, því ég er svo mikil dama (hohoho)…

bw2013-04-25-182159

…og þetta yndislega hjarta, sem að dásamleg vinkona færði mér um daginn ♥

bw2013-04-25-182227

…og yfirsýn yfir allt saman…

bw2013-04-25-182629

…og gaflinn minn góði sést speglast þarna…

bw2013-04-25-183938

…ef við færum okkur yfir á náttborðið bóndamegin, þá er eina breytingin þar að ég setti þykkan bakka (sjokkerandisláandifréttir – settiru bakka?).

Síðan er fyndið að taka eftir litamuninum á vegginum eftir því hvernig birtan skín inn í herbergið, það er þetta sem að ég meina þegar að ég segi að þetta er brún/grár litur, hann er nefnilega eiginlega bæði bara…

bw2013-04-25-182043

…en hins vegar finnst mér hann gera helling þar sem að borðið hérna megin er svo mikið minna en stóra fína kommóðan mín…

bw2013-04-25-182047

…krossinn sem á vegginum hangir er í miklu uppáhaldi, en mér fannst hann hverfa svolítið inn í vegginn.  Hins vegar mundi ég eftir orðum Eurovísjón-dívunnar um að hún málaði Goggana sína með kalkmálningu og að það væri hægt að þvo hana af.  Þannig að ég ákvað bara að kalka blessaðann krossinn…

bw2013-04-21-170506

…og núna sést hann mikið betur á vegginum, og passar betur við allt…

bw2013-04-25-182103

…bakkinn er með spegilbotni, og fékkst fyrir mörgum árum í Pier…

bw2013-04-25-182538bw2013-04-25-183845

…en hins vegar verðið þið að viðurkenna að krossinn kemur bara vel út núna, ekki satt?

bw2013-04-25-183654

…og hér sést síðan fyrir…

bw2013-02-10-210043

…og eftir…

bw2013-04-25-183859

…lappirnar á rúminu okkar eru eins ómerkilega og hægt er að hafa þær…

bw2013-04-21-165231

…þannig að rúminu var lyft á upp á bekkinn og lappirnar málaðar hvítar með hvítum Kópal grunni, einfalt og easy, tók enda stund.  Endilega gefið ykkur tíma til þess að dáðst að þvottakörfunni á rúminu, gömlu gardínustönginni og öllum þessum fínheitum ;)…

bw2013-04-21-192544

…en þessi pínulitla breyting skilaði mér heilmiklu, ég er svo happy með þetta.  Reyndar er ég með smá plön um að þykkja jafnvel fótinn, þannig að hann passi betur við gaflinn – en það er seinni tíma vandamál…

bw2013-04-25-183556

…og þannig breytti ég bara heilmiklu (fyrir mig) með því að breyta pínu litlu.

Mýktin sem að gardínurnar gefa gleður mig…

bw2013-04-25-184031

…bekkurinn minn, gamall úr Ilva, stendur enn fyrir sínu…

bw2013-04-25-184039

…krossinn sést mun betur og það gleður mig…

bw2013-04-25-183945

…er ennþá ótrúlega sátt við rúmteppið mitt, þrátt fyrir að það sé orðið 10 ára…

bw2013-04-25-182516

…fíni púðinn minn úr Pier (líka gamall)…

bw2013-04-25-183949

…og séstaklega gleður textinn á gaflinum mig 🙂

Límmiðinn er ca 10cm á hæð og 80cm á breidd – verð 3000kr.  Ef einhver hefur áhuga á að eignast svona þá má senda mér póst á: soffiadogg@yahoo.com

bw2013-04-25-181918

…og þannig endaði þessi risasmái póstur.

Eigið góða helgi elskurnar mínar, og hafið það sem allra best ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

45 comments for “Af öllu hjarta…

 1. Jana Ósk
  26.04.2013 at 08:06

  Vá!!

 2. Svala
  26.04.2013 at 08:40

  Elsketta, af öllu hjarta. Allt svo bjútifúl og yndislegt og fallegt og bara dásamlegt!!!! Knúsar.

 3. Gauja
  26.04.2013 at 08:42

  æðislegar breytingar

 4. Edda Björk
  26.04.2013 at 09:07

  ótrúlega fallegt. Vantar þig einmitt til að setja “last touch” á svefnóið mitt. Sendi þér póst við tækifæri darling. KúZ Edda

 5. Anonymous
  26.04.2013 at 09:18

  Yndislega fallegt svefnherbergið hjá þér og þessar smáu breytingar gera svo mikið! 🙂

  Langar að forvitnast hvernig gardínur þú ert með, bæði myrkvunargardínan og eins gráu? 🙂

  Kata**

  • Soffia
   26.04.2013 at 09:32

   Kata, myrkvunargardínan er bara þessi tíbíska, frá Ikea eða Rúmfó (man ekki alveg). En þessi gráa er Vivan-gardínan frá Ikea:

   http://www.ikea.is/search?utf8=%E2%9C%93&search=vivan

   En ég sé ekki gráa litinn núna!

   • Kata**
    26.04.2013 at 10:54

    Takk fyrir svarið Soffía! 🙂 Ertu bara með hvíta myrkvunargardínu?
    Er blúndugardínan frá Ikea líka? 🙂

    • Soffia
     26.04.2013 at 11:18

     Það var nú lítið, blúndan er Alvine: http://www.ikea.is/products/13774

     Myrkvunargardínan er hvít en hins vegar ætla ég að fá mér gráa, okkar er frá 2008 og orðin ansi lúin.

     • Villa
      12.09.2014 at 14:51

      Rosa flott hjá þér!

 6. Ragnhildur
  26.04.2013 at 09:20

  Glæsilegt…ekkert smá flott ég væri til í límmiða 😉

 7. Ása
  26.04.2013 at 09:59

  Flottar smá-breytingar.

 8. Óla
  26.04.2013 at 10:02

  En fallegt hjá þér Soffía. Hvað heita þessar fallegu gardínur. Ég geri ráð fyrir að þær séu úr IKEA 🙂

 9. Svala
  26.04.2013 at 10:11

  Gettu hvað ég er að fara að gera um helgina (eða sko Eyjólfurinn!!!)?

  • Soffia
   26.04.2013 at 10:13

   Rífa niður vegg í eldhúsi? Eða bara All you need is love? 🙂

   • Svala
    26.04.2013 at 10:58

    Nei byrjum bara á lö búdvar, málning og gardínur en allt að sjálfsögðu gert af LOVE!!!!

 10. Svandís
  26.04.2013 at 10:48

  Æðislega kósý!
  Er einmitt nýbúin að setja þessar gráu gardínur upp í stofunni hjá mér og elska þær meira og meira með hverjum deginum.

  Góða helgi væna:)

 11. Þorbjörg Gunnarsdóttir
  26.04.2013 at 11:16

  Ótrúlega fallegt! Mig langar einmitt svo til að hressa upp á svefnherbergið okkar hjóna.
  Hvernig er þessi gardínustöng frá Ikea? Þarftu að púsla saman einhverjum stykkjum? Ég sé ekki á netsíðunni þeirra svona tvöfalda…

  Hvað heitir liturinn á málningunni?

  Kveðja, ein forvitin 🙂
  Þorbjörg.

 12. Helga Eir
  26.04.2013 at 11:45

  Svo ótrúlega fallegt 🙂

 13. Vigdís
  26.04.2013 at 15:12

  Þetta er ótrúlega flott hjá þér og notalegt herbergi. En mig langar að spyrja þig hvaða lit þú ert með á veggnum bak við rúmið?

 14. Guðrún
  26.04.2013 at 15:39

  Þetta er ekkert smá flott þessi texti á gaflinum. Frábær breyting, pínulítil en þó svo rosalega mikil.

 15. 26.04.2013 at 23:27

  dásamlegt allt saman <3

  • Soffia
   27.04.2013 at 15:31

   Bara flott 🙂

 16. Anonymous
  27.04.2013 at 11:34

  Fekkstu postinn frá mér kv ragga

  • Soffia
   27.04.2013 at 15:31

   Hey það virðist vera einhvað að póstinum mínum, endilega sendu aftur á soffiadogg@yahoo.com

 17. Strúna
  27.04.2013 at 12:39

  Sendi þér póst en hef ekki fengið svar ?

  • Soffia
   27.04.2013 at 15:31

   Hey það virðist vera einhvað að póstinum mínum, endilega sendu aftur á soffiadogg@yahoo.com

 18. Hulda
  27.04.2013 at 22:54

  😀 Ohhhh….. alltaf svo gott að kíkja á síðuna þína! Maður afstressast og bara spa fyrir augun og hugann 🙂 Ofsalega flott. Takk.

  • Soffia
   28.04.2013 at 21:59

   Mikið finnst mér þetta dásamlegt komment 🙂

   Hjartans þakkir ♥

 19. Brynja
  28.04.2013 at 21:45

  Dásemdin ein elsku Dossa…. Langar að klóna þig og hafa eitt eintak hérna úti hjá mér svo við gætum leikið okkur saman! Elska setninguna á gaflinum!
  brynja

  • Soffia
   28.04.2013 at 22:00

   Skvo ég er ávalt reiðubúin í playdeit, ekki málið 😉 ♥

 20. Ástrós
  28.04.2013 at 22:18

  Ohh.. svo flott. Talandi um litabreytingar, þá máluðum við fyrstu íbúðina okkar í ákveðnum lit sem kom út eins og kremaður. En síðan notuðum við sömu málningu í íbúð nr. 2 og það er alveg skelfilega laxableikt!
  Ég á örugglega eftir að kaupa af þér límmiða, er að vinna mig upp í að taka herbergi elstu minnar í gegn 😉

 21. Thelma
  08.08.2013 at 10:24

  Nýt þess að skoða hjá þér síðuna. Var að flytja og langar að mála hjá mér, finnst þér það of mikið í litla stofu að mála 2 veggi í Tiramisu? Það eru reyndar stórir gluggar og mjög bjart. Kveðja Thelma

  • Soffia - Skreytum Hús...
   08.10.2013 at 00:23

   Afsakið seint svar, var bara að sjá þetta núna. Ef það er bjart þá er ekki of mikið að mála tvo veggi. Alls ekki 🙂

 22. Eva María Axelsdóttir
  12.09.2014 at 00:17

  Rosalega fallegt hjá þér…flott breyting..:) Ég á eins rúmgafl (og náttborð) og þú en er reyndar ekki búin að lakka hann…en mig langaði að spyrjs festirðu hann eitthvað við vegginn eða er hann bara laus? Einnig hvar fekkstu nyju gardínurnar eru þær úr ikea?

 23. Bjarnhildur
  12.09.2014 at 12:14

  Æðislega fallegt svefnherbergi. Gaf mér svo margar hugmyndir. Ég var að flytja og fá mitt eigið svefnherbergi eftir svo mörg ár og langar að gera eitthvað skemmtilegt 🙂

  Hvar fékkstu bekkinn sem þú ert með við endan á rúminu? Hann er algjört æði 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   12.09.2014 at 12:15

   Takk fyrir Bjarnhildur 🙂 Gaman að heyra!
   Bekkurinn fékkst í Ilva árið 2008 🙂

 24. Anna Brafa
  18.10.2014 at 21:15

  Geðveikt! Einsog allt þitt ☺️
  Love it!

 25. Jóna
  11.01.2015 at 00:37

  Dásamlegt! Má ég spyrja þig hvaðan náttborðið hægra megin er? Það er æði 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   11.01.2015 at 01:38

   Litla náttborðið er úr Ikea: Hemnes http://www.ikea.is/products/5532

   Kommóðan hinu megin er hins vegar úr Góða Hirðinum 🙂

 26. kamilla
  11.01.2015 at 15:34

  Fallegt hjá þér Soffía. … er einmitt á þeim stað að mig vantar svo hugmyndir fyrir svefnherbergið… það er ósköp plain… langar að dúlla það aðeins upp…. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.