Bjútíkvín…

…fannst um daginn þegar að ég var að spóka mig um í þeim Góða.
Ég rak nefnilega augun í þennan hérna…

bw2013-04-15-171538

…hann var allur frekar grófur og rustic, en samt fannst mér hann eitthvað spennó.
Held að það sé nú aðallega það að hann er á tveimur hæðum, það finnst mér bara æði.
Þannig að ég tók hann með heim greyjið – fannst hann eiga það inni hjá mér, honum leiddist svo í hillunni – aaaaaaaleinn!

bw2013-04-15-171545

…og eftir smá viðkynni við Mr. Spreyman, la voila…

bw2013-04-22-203220

…og komst að því að bakkinn er í raun dama/drottning, þá fékk hún svona líka eyrnalokka, vel við hæfi.

Mér finnst reyndar verst að ég á einhversstaðar lengju af svona kristöllum, sem ég ætla að festa við neðri diskinn en bara finn þá ekki ennþá – en það kemur að því…

bw2013-04-22-203227

…og svo þegar að það var búið að raða á bakkann minn…

bw2013-04-22-204751

…þá varð þetta bara ansi hreint fallegt fannst mér.
Ég er eiginlega bara alveg stórkostlega skotin í þessu….

bw2013-04-22-204803

…á honum standa núna tveir kertastjakar, Alvar Aalto skál með kristöllum og kefli, lítið kertahús og tveir litlir bambar sem að ferðast hérna um húsið – eru hreindýr ekki líka hjarðdýr?

bw2013-04-22-204809

…ég ætlaði reyndar að fara yfir hann aðeins með sandpappír, en enn sem er þá bara kann ég að meta hann svona “hreinann” og hvítann…

bw2013-04-22-204815

…þarna sjást líka vel kertastjakarnir sem að ég málaði um daginn, og sagði frá hér

bw2013-04-22-204821

…en það er alveg einstaklega skemmtilegt að mála með Marta Stewart málningunni (fæst hér)…

bw2013-04-22-204835

…um að gera að skreyta smá með kristöllum…

bw2013-04-22-204842 bw2013-04-22-204848

…jamm – þetta finnst mér bara gaman…

bw2013-04-22-204900

…litlu gömlu bambarnir mínir koma frá Fröken Blómfríði á Akureyri,
og ef þið eruð ekki að like-a síðuna á Facebook þá eruð þið að missa af miklu..

bw2013-04-22-204925

…svona innkaupa-augnablik eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér.  Þegar að maður kaupir eitthvað sem að maður heldur að hafi möguleika, og þegar að búið er að breyta hlutinum og stilla upp þá bara verður maður algerlega “in luv”…

bw2013-04-22-205000

…ég er alla veganna alveg á því að ætla að eiga þessa elsku og leyfa henni að standa í eldhúsinu í einhvern tíma, jájá…

bw2013-04-22-205018

…síðan prufaði ég líka að stilla upp House Doctor hreindýrinu mínu og það kom líka fallega út…

bw2013-04-22-203553

…toppstykkið er alveg í lagi á þessari dömu, svo mikið er víst…

bw2013-04-22-203606

…bjútí…

bw2013-04-22-203659

…en bambarnir mínir fá að vera þarna í þetta sinn…

bw2013-04-22-203822

…en hvað segið þið?

Tókuð þið eftir að ég setti tvöfaldan bakka á bakka 🙂

bw2013-04-22-203945

Spilun eða bilun?

800kr ágætlega varið, ekki satt?

bwStarred Photos145

25 comments for “Bjútíkvín…

  1. Helga Eir
    23.04.2013 at 08:12

    Vá hann er æðislegur!!

  2. Ása
    23.04.2013 at 08:21

    VÁÁÁÁÁ´+ Vááááá……. ég segi nú ekki annað..orðlaus svo mikil er dýrðinn….

  3. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    23.04.2013 at 08:25

    Þetta er bara royal fínisering…. flott

  4. Svandís
    23.04.2013 at 08:27

    Merkilegt hvað smá sprey a’la Soffía getur gert. Finnst hann ofboðslega fallegur hvítur og eins og ég hef sagt áður: þú og þín bakkauppröðun eru fræði út af fyriri sig 😉 Vel heppnað project!

  5. 23.04.2013 at 08:29

    Fullkomið bjútíkvín, kristallarnir gera svo punktinn yfir i-ið…. glæsilegt mín kæra 🙂

  6. Erla
    23.04.2013 at 08:34

    Flott!!
    hvernig sprey ertu að nota? ég er ekki alveg búin að mastera svona
    spreyjun….

    • Soffia
      25.04.2013 at 15:39

      Any sprey bara, alveg sama hvað – hef bara tekið það ódýrasta 🙂

  7. Kristín Thomsen
    23.04.2013 at 08:35

    Vá geggjað flottur!!! Ég virðist aldrei finna neitt í Góða Hirðinum, þarf augljóslega að læra að sjá möguleikana í “ljótu” hlutunum 🙂

  8. Jana Ósk
    23.04.2013 at 08:47

    VÁ!!! þetta er ekkert nema stórt ÆÐI!!!

  9. Guðríður
    23.04.2013 at 08:52

    ó lord! hann er gordjössss! ég þarf að bjóða þér með mér í góða 😉 finnst allt eitthvað svooo – kann greinilega ekki að leyta. kem samt alltaf heim með kertastjaka sem fá síðan að kenna á spreybrúsanum.
    takk fyrir að gleðja endalaust augað!

  10. Berglind
    23.04.2013 at 09:09

    Ótrúlega flott, snillingur !!
    hvar færðu kristallana ??

    • Soffia
      25.04.2013 at 15:38

      Þessir eru gamlir og ég hef átt þá í einhvern tíma. Átti svona “kristalskrónu” úr Ikea en engann samastað fyrir hana þannig að ég strippaði kristallana í varahluti 😉

  11. Anna María
    23.04.2013 at 09:19

    Virkilega vel heppnað, æðis 🙂

  12. Gauja
    23.04.2013 at 09:25

    já sællllll hvað þetta er flott

  13. Audur
    23.04.2013 at 10:02

    Geggjaður 🙂 Ég fór í GH um daginn og þar beið eftir mér annar af stólunum sem þú sýndir um daginn úr GH-ferðinni þinni. Og ég keypti hann auvita bara um leið, hann var svo einmanna þarna. Hver keypti hinn? Verðum að leyfa þeim að hittast 😉

    • Soffia
      25.04.2013 at 15:37

      Playdate…..eða bara spreydeit 😉

  14. Vala sig
    23.04.2013 at 10:22

    Kona þú ert snilli,hann er æði hjá þér.

  15. Lóa
    23.04.2013 at 11:31

    Hann er algjört æði ótrúlegt hvað þú sérð í hlutum sem eru kannski ekkert merkilegir en verða svo alveg himneskir efrir spray og smá dúllerí ZNILLDIn ein 🙂

  16. 23.04.2013 at 11:39

    “Eg bros’i’gegnum tarin

  17. Dóra Björk
    23.04.2013 at 20:09

    jiminn.. þú ert ótrúleg 🙂 þegar ég fer í góða hirðinn sé ég bara drasl :/
    kv. Dóra Björk

  18. Anonymous
    24.04.2013 at 11:07

    Þetta er æði! Hvar fékkstu sætu kertastjakana, sem eru eins og eggjabikar?

    • Soffia
      25.04.2013 at 15:36

      Þessir eru úr Evitu á Selfossi, http://www.evita.is

      • Erla
        25.04.2013 at 23:01

        Oh for einmitt i hana i dag, bara ædi!!!

  19. Helena
    25.04.2013 at 13:56

    Geggjaður!!!

    knús,
    Helena

  20. Kristjana Henný Axelsdóttir
    03.02.2014 at 19:20

    Það er ekki hægt að segja annað en vámaðurminnheilagur!! hvað þetta er fallegt! Nennirðu að segja okkur þegar þú ferð í þann Góða, svo við getum allar hist þar og tekið rúnt með þér….fallegur hlutirnir virðast ALLIR vera þar þegar þú ert þar. 🙂 ELSK´ETTA

Leave a Reply to Helena Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *