Fyrir og eftir: Skrifstofa…

…og það finnst mér ekki leiðinlegt 🙂

Fékk sem sé fyrir myndirnar og deili þeim hér, húsfrúin bað mig þó að benda yður á, ágæti lesandi, að herbergið var í slæmu standi þar sem farið var að safnast upp alls kyns hlutir sem að ekki áttu heima þar.  En það vill nú einmitt gerast í þessum rýmum sem að við erum ekki búin að gera kósý og þannig að okkur líður vel í þeim, það fer að safnast drasl og almenn leiðindi þar!

Herbergið átti að fúnkera sem sjónvarpsfótboltaherbergi líka, og einhvern tímann höfðu þessir tveir bleiku letistólar komist á eftirlaun inni í þessu herbergi…

bwIMG_0299

…þar safnaðist líka upp alls kyns…

bwIMG_0300

…eins og gengur og gerist í skrifstofum….

bwIMG_0301

…vinnurýmið þarf að vera gott…

bwIMG_0302

…fara þarf yfir hillur…

bwIMG_0303

…þannig að ég lagði hausinn í bleyti, agalega kúl á því.  Kom svo upp með nett plan – til þess að taka húsmóðurina á taugum.  Sjáið til að eiginmaður hennar, sá sem notar herbergið manna mest (þá má kenna honum um ef eitthvað drasl safnast þar ekki satt?) var erlendis og við ætluðum að rumpa herberginu af og koma kalli á óvart.

Þið vitið svona:  söööööööööörrrrrplæææææææs!

Plan mitt var svohljóðandi: hendum út bleiku letistólunum!!  Þeir pössuðu engan veginn ekki við stíl húsráðenda, á meðan þeir væru inni í herberginu og þá væru þeir alltaf á hústökufólk í herberginu, svona í fríi en ættu ekki beint heima þarna.  Síðan gátu bara tveir setið þarna inni í einu, og þar sem fjölskyldan telur 5 þá er það ekki mjög hagkvæmt.
Þannig að út með bleikurnar!

Síðan var bara að finna kósý lampa, mottu, hirslur, hengja upp myndir og gera kósý!

Ásamt að mála einn vegg, hljómar einfalt ekki satt?

bwScreen Captures41

Húsfrúin tók herbergið í gegn, hreinsaði út óþarfa dóterý og málaði vegginn.

Síðan fórum við saman í smá verslunarleiðangur og þegar allt var komið saman þá leit herbergið svona út!

bw2013-04-20-163551

…hillurnar eru þær sömu og voru þar áður, en nýjar körfur keyptar inn í …

bw2013-04-20-163603

…ég fann þennan flotta, pena hornsófa í Pier (hann heitir Bjallan og er 193x150cm)…

bw2013-04-20-163613

…veggurinn var málaður í Hraungráu frá Málningu (Kópal litur)…

bw2013-04-20-163643

…og við keyptum inn Hemnes sjónvarpsskáp frá Ikea…

bw2013-04-20-163646

…ég fann þessar einföldu gráu körfur í Rúmfó, sem að falla vel inn í vegglitinn, og verða svoldið svona ósýnilegar.  En snilld fyrir snúrur og þess háttar vesenis…

bw2013-04-20-163707

…sagði ég ekki örugglega fótbóltaherbergi áðan? 🙂

bw2013-04-20-163711

…annar púðinn er úr Ikea en umslagapúðinn góði úr Rúmfó (alltaf í uppáhaldi) og svo fékk ég bara í hnén þegar að ég fann þennan lampa og skermi inni í Ikea.  Þvílíkt bjútí sem hann er…

bw2013-04-20-163808

…lampafóturinn heitir Astorp en skermurinn Kilsmo (hann er horfin af heimasíðunni þeirra núna en hlýtur að koma inn aftur)…

bw2013-04-20-163819

…skermurinn er silfraður að innan, þannig að birtan af honum er sérstaklega flott og hann er afar fansí…

bw2013-04-20-164259

…skúffueiningin fékk bara að vera áfram á sínum stað, sem og borðið og stóllinn…

bw2013-04-20-163850

…en herbergið er allt annað í dag.  Það er alveg ótrúlega kósý þrátt fyrir að vera bara frekar einfalt og þægilegt í notkun og þrifum…

bw2013-04-20-163920

…mottan fékkst í RL-inu og takið eftir körfunni sem var sett á gólfið við skrifborðið og tekur núna við millistykki og snúrum og þess háttar…

bw2013-04-20-163938

…húsfrúin vildi að vísu alls ekki gardínur og gardínustöng, við vorum ósammála um það 😉
En einn góðan veðurdag þá skal ég tala hana til, ójá…

bw2013-04-20-164225

…en þannig fór þetta þá!

bw2013-04-20-164514

…herbergið nýtist vel og allir njóta þess saman og húsbóndinn var sérlega sörpræsaður þegar að hann kom heim 🙂

Hvernig líkar ykkur og hvað er uppáhalds?

bw2013-04-20-164535

Þú gætir einnig haft áhuga á:

20 comments for “Fyrir og eftir: Skrifstofa…

 1. Ingunn Óladóttir
  22.04.2013 at 08:12

  Heildarútlitið er glæsilegt en gólflampinn kallar á mig. Langar í’ann.

  • Anonymous
   22.04.2013 at 08:18

   Allt annað að sjá þetta…..mjög smart!

 2. Jovana
  22.04.2013 at 08:14

  Lampinn er æðislegur! Rosa flott breyting:)

 3. Svandís
  22.04.2013 at 08:15

  Svo ég vitni nú í hina virtu Völu Matt…. BRILLJANT!!!
  Uppáhalds hjá mér er standlampinn úr IKEA, ég held ég verði að fá hann inn á mitt heimili 😉

 4. 22.04.2013 at 08:17

  Ji en floootttt hjá þér, uppáhalds hjá mér er: liturinn á veggnum, sófinn lampinn og körfurnar, get bara enganveginn gert upp á milli en ef ég virkilega þyrfti myndi ég segja lampinn….oooggg liturinn… ooggg sófinn 🙂
  Takk endalaust mikið fyrir þetta dásamlega frábæra yndislega blogg, það ber að nefna að manninum mínum finnst þú eiginlega voðalítið skemmtileg, hann horfir upp á frúna spreyja allt í rot og þræða góða hirðirinn og álíka markaði í leit að góssi og gersemum hehehehe ….

 5. Kolla
  22.04.2013 at 08:23

  Finnst lampinn æði,þarf að fá eitt stykki 😉

 6. Svala
  22.04.2013 at 08:33

  Lampinn, sérstaklega skermurinn, bara elska hann!!!! Svo vil ég bara eiginlega allt þarna. Punktur og basta!!!! LOVE IT.
  P.s. Vantar ekki spegil þarna????? Nei, seijibarasona!!!!!!

 7. Svala
  22.04.2013 at 08:34

  En já verð að minnast á bleiku hústökustólana, mikið hlýtur húsfrúin að hafa verið fegin að þeir hypjuðu sig eitthvað annað!!!!!!

 8. Svava
  22.04.2013 at 08:55

  Vá rosa flott og kósý:) Lampinn er æði og liturinn kemur vel út. Finnst líka rosalega flott myndin fyrir ofan sófann af konunni, nýtur sín betur núna 🙂

 9. Hjördís Arna
  22.04.2013 at 09:09

  Ótrúlega flott og kósý! Elska allt en lampinn er algjört æði.

  Kv.Hjördís

 10. Margrét Helga
  22.04.2013 at 09:38

  Vá!! Þvílík breyting!! Ekkert smá flott! Langar svooooo að gera eitthvað svona sniðugt heima hjá mér en kem mér bara ekki í það…kannski í haust þegar unglingurinn er fluttur að heiman, drengirnir komnir í sitt hvort herbergið og við hjónin búin að endurheimta hjónaherbergið…ÞÁ!! 😉 Eða bara einhverntímann seinna 😉

 11. Kristín
  22.04.2013 at 10:39

  Vá, geggjað! Sófahornið æðislega kósý. Alveg hægt að kúra þarna í fallegri birtu lampans.

 12. Anna Sigga eiríksdóttir
  22.04.2013 at 14:37

  Þetta mögnuð breyting, lampaskermrinn mjög flottur óg Kjarvalsmyndin nýtur sin mjöööög vel nuna 🙂
  Kv AS

 13. Jana Ósk
  22.04.2013 at 16:30

  Vá! engin smá munur!

 14. Sigrún
  22.04.2013 at 18:04

  Æðislegt hjá þér, myndirnar og sófinn gera herbergi kósý

 15. Fríða
  22.04.2013 at 21:18

  Ekkert smá flott allt saman 🙂

 16. 22.04.2013 at 21:23

  Þú ert soddan snilli, æðislegt alveg:)

 17. 23.04.2013 at 12:56

  Fyrir&eftir er best!!! svo skemmtilegt að sjá svona frábærlega vel heppnaðar breytingar 🙂

 18. 29.08.2013 at 09:03

  Vá hvað þetta er glæsilegt 🙂

 19. Heida HB
  25.05.2014 at 22:59

  Rosalega flott, eins og allt annað frá þér 🙂 Ég er sammála þér með gardínurnar, þær hefðu verið til prýði, en mér finnst þó tilfinnanlega vanta að mála borðið sem tölvan er á 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.