Category: Sjopping

Fríða frænka…

…er innlitið okkar í dag. Ég datt þarna inn um daginn og svei mér þá ef ég hefði ekki getað ráfað um og skoðað svo dögum tímunum skiptir 🙂  Endalaust af alls konar góssi sem væri enginn vafi á að…

Hvað fæ ég fallegt…

…í Piiiier (syngist með þessu hér, rétt eins og Baggalútur gerði um árið). Eins og ég sagði frá í pósti dagsins í gær, þá fengu smáhlutir að koma með mér heim úr Pier, eða á ég að segja smáfuglar.  Ég…

Ó María…

…velkomin heim!  Ó María, velkomin heim. Því hjá mér áttu nú heiiiima, ó María – hjá mér 🙂 …var einhver sem að giskaði á þessa dásemd? …ég er svo yfir mig hrifinn af henni að það hálfa væri mikið meira…

Hús Fiðrildanna…

…er dásemdar gimsteinn sem leynist á Skúlagötu hér í Reykjavík. Versluninn selur gamla muni, aðallega frá Hollandi og Belgíu, og er gjörsamlega eins og ævintýraheimur 🙂 Smellið hérna til að komast á Facebook-síðu Húsa Fiðrildanna! …eins og sést á þessum…

Í skóginum…

….búa öll litlu skógardýrin.  Bambarnir, auðvitað, kanínur, fuglar og fiðrildi – og allir safnast núna saman á einum stað í herbergi heimasætunnar 🙂 Byrjum á byrjuninni, eða í rauninni endanum, því sem að ég fann í þeim Góða. Taaaaadaaaaaa… …er…

Viðaukar…

…við Góða Hirðis góssið, því eins og ég sagði ykkur frá í pósti gærdagsins þá fann ég nokkuð sem kætti mig mikið. Í fyrsta lagi, þá hef ég lengi horft á og dásamað þessa hérna úr Pottery Barn… …síðan um…

Plön…

…eru í gangi hérna heima um breytingar á herbergi litla mannsins (usssss, ekki segja eiginmanninum). Þannig er það að þegar við fluttum hann á milli herbergja þá máluðum við ekki herbergið hans.  Það stendur hins vegar til með tímanum. Ég…

RH – vor 2013…

…Restoration Hardware, Baby and Kids, er sérlega dásamlega falleg síða. Það er hins vegar svo dýrt þarna að maður þyrfti sennilegast að selja nýra og kannski eitt lunga til þess eins að hafa ráð á að kaupa sér kodda þarna…

Lang í, lang í – Tarjey…

…eða öllu heldur Target, er ein af algerlega uppáhalds búðunum mínum í heiminum.  Það er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt þarna, það er eitthvað fyrir alla og maður ráfar um í innkaupagleðivímu svo tímunum skiptir.  Meira að segja bóndinn…

Sjafnarblóm…

…og já, enn erum við á Selfossi (ég meina, kommon – ferðamálaráð Selfoss hlýtur bara að fara að senda mér tékka bráðum 😉 ). En málið er bara að á Selfossi er svo mikið um krúttubúðir, þetta er ekki lengur…